Undanþága veitt frá sóttvarnareglum á Bessastöðum Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2022 14:45 Engum datt í hug að vera með grímu þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum í gær. Forseti Íslands var gestgjafi en á myndinni má sjá Heiðar Inga Svansson formann Fibut flytja ávarp. skjáskot/ruv Nokkurrar undrunar gætir á samfélagsmiðlum vegna þess sem sjá mátti í útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Bessastöðum í gærkvöldi, þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent: Ekki verði betur séð en lög um sóttvarnir séu þar þverbrotin. Ekki segir skrifstofa forseta Íslands. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin og ávarpaði salinn en gestir voru fimmtíu. Sem sátu prúðbúnir og grímulausir. Heiðar Ingi Svansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem hafa veg og vanda að verðlaunum, vill ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. „No comment,“ segir formaðurinn og bendir á að viðburðurinn sé á forræði forsetaskrifstofunnar og Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið fær undanþágu frá reglum Morgunblaðið leitaði svara við þessu álitaefni á sinni fréttavakt í gær en í blaðinu í morgun má lesa svör Sifjar Gunnarsdóttur forsetaritara við spurningum um hvort þarna hafi verið farið á svig við reglur. Á daginn kemur að Ríkisútvarpið og skrifstofa forseta Íslands fengu sérstaka undanþágu frá almennum sóttvarnareglum vegna þessa atburðar. „Rúv, í svona upptöku, er með undanþágu þannig að við sátum þarna með öllum, öllu tæknifólki og starfsfólki, og það voru undir 40 manns,“ sagði Sif í samtali við Morgunblaðið spurð í hvaða sóttvarnaregluflokk viðburðurinn hefði fallið. Sif segir að Rúv megi við slík upptökuskilyrði vinna með 40 manns í tilteknu rými. Að sögn Sifjar hefur Ríkisútvarpið sérstakar heimildir þegar slíkar aðstæður koma upp og þá að bil sé milli fólks og 40 manns sé í rýminu. En samkvæmt reglum má hafa allt að 50 manns á sitjandi sviðslistarviðburðum ef; a) allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum, b) Allir gestir noti andlitsgrímu (sem ekki var við afhendingu verðlaunanna), ekki séu seldar áfengisveitingar fyrir, á meðan og eftir að honum lýkur og d) að viðstaddir haldi kyrru fyrir í sætum sínum ef hlé er gert á viðburðinu. Það sem höfðingjarnir hafast að Einn sem tekið hefur málið upp á sinni Facebooksíðu er Leifur Ragnar Jónsson: „Hvers lags grín eru þessar sóttvarnarreglur og samkomutakmarkanir ? Mega koma fleiri en 10 saman ef að er partý á Bessastöðum? Þvílík hræsni og auðvitað í beinni á RÚV. Til að minna okkur á að það eru ekki öll jöfn fyrir reglunum?“ Nokkur umræða er í athugasemdum á Facebooksíðu Leifs Ragnars: „Ef forseti Íslands meinar orð af því sem hann hefur sagt þjóðinni í faraldrinum, hefði átt að ganga á undan með góðu fordæmi og setja upp grímu,“ segir einn og annar telur þetta lélegt. Almennt vilja þeir sem leggja orð í belg meina að það sem „höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ eins og segir í Passíusálmunum. Og það séu nú ekki góðar tvíbökur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin og ávarpaði salinn en gestir voru fimmtíu. Sem sátu prúðbúnir og grímulausir. Heiðar Ingi Svansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem hafa veg og vanda að verðlaunum, vill ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. „No comment,“ segir formaðurinn og bendir á að viðburðurinn sé á forræði forsetaskrifstofunnar og Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið fær undanþágu frá reglum Morgunblaðið leitaði svara við þessu álitaefni á sinni fréttavakt í gær en í blaðinu í morgun má lesa svör Sifjar Gunnarsdóttur forsetaritara við spurningum um hvort þarna hafi verið farið á svig við reglur. Á daginn kemur að Ríkisútvarpið og skrifstofa forseta Íslands fengu sérstaka undanþágu frá almennum sóttvarnareglum vegna þessa atburðar. „Rúv, í svona upptöku, er með undanþágu þannig að við sátum þarna með öllum, öllu tæknifólki og starfsfólki, og það voru undir 40 manns,“ sagði Sif í samtali við Morgunblaðið spurð í hvaða sóttvarnaregluflokk viðburðurinn hefði fallið. Sif segir að Rúv megi við slík upptökuskilyrði vinna með 40 manns í tilteknu rými. Að sögn Sifjar hefur Ríkisútvarpið sérstakar heimildir þegar slíkar aðstæður koma upp og þá að bil sé milli fólks og 40 manns sé í rýminu. En samkvæmt reglum má hafa allt að 50 manns á sitjandi sviðslistarviðburðum ef; a) allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum, b) Allir gestir noti andlitsgrímu (sem ekki var við afhendingu verðlaunanna), ekki séu seldar áfengisveitingar fyrir, á meðan og eftir að honum lýkur og d) að viðstaddir haldi kyrru fyrir í sætum sínum ef hlé er gert á viðburðinu. Það sem höfðingjarnir hafast að Einn sem tekið hefur málið upp á sinni Facebooksíðu er Leifur Ragnar Jónsson: „Hvers lags grín eru þessar sóttvarnarreglur og samkomutakmarkanir ? Mega koma fleiri en 10 saman ef að er partý á Bessastöðum? Þvílík hræsni og auðvitað í beinni á RÚV. Til að minna okkur á að það eru ekki öll jöfn fyrir reglunum?“ Nokkur umræða er í athugasemdum á Facebooksíðu Leifs Ragnars: „Ef forseti Íslands meinar orð af því sem hann hefur sagt þjóðinni í faraldrinum, hefði átt að ganga á undan með góðu fordæmi og setja upp grímu,“ segir einn og annar telur þetta lélegt. Almennt vilja þeir sem leggja orð í belg meina að það sem „höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ eins og segir í Passíusálmunum. Og það séu nú ekki góðar tvíbökur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent