Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 16:52 Frá Litla hrauni. Vísir/Vilhelm Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands. Greint var frá því á Vísi í morgun að hópsmit hefði komið upp á Litla Hrauni og þar hefði verið gripið til aðgerða. Föngum hefði ekki verið hleypt út úr klefum um tíma. Sjá einnig: Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni „Rétt eins og fyrir utan hafa aldrei fleiri greinst með Covid-19 innan fangelsismúranna og reynt hefur á þolmörk bæði fanga og fangavarða. Aðgerðir eru aftur á móti í engum takti við það sem gerist í frelsinu og segja má að afleiðingar þess séu að fæða af sér nýtt afbrigði sakamanna,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Afstöðu. Þar segir enn fremur að fangelsum hafi verið að mestu lokað fyrir inn- og útstreymi árið 2020. Fangar hafi ekki fengið heimsóknir né leyfi og börn og makar hafi þurft að halda sig fjarri. „Á sama tíma, og í stað þess að létta á fangelsunum, hefur Fangelsismálastofnun farið að beita aðferð sem kennd er við mál í kerfinu og virðist hún helst hugsuð til þess að fara eftir geðþótta lögreglunnar sem æskir þess að halda tilteknu fólki lengur í afplánun en þörf er á. Stjórn Afstöðu hefur ítrekað bent Fangelsismálastofnun á það alvarlega ástand sem skapast hefur í fangelsunum vegna hrakandi andlegri heilsu fanga. Er það helst vegna þeirrar einangrunar sem fangar hafa þurft að sæta og bætist þá ofan á þessi vanhugsaða aðferð að tefja lausn fanga eftir hentugleika lögreglunnar.“ Stjórnin segir fanga ekki fá að hafa samskipti við aðra fanga þessa dagana og þrátt fyrir að enginn sé alvarlega veikur sé þeim föngum haldið lokuðum inni í klefum án sambands við umheiminn. Sumir þeirra hafi þegar átt að hafa fengið reynslulausn. Engin ástæða sé til að halda þeim enn í fangelsi. „Stjórn Afstöðu skorar á fangelsisyfirvöld að hleypa þeim föngum sem komnir eru á reynslulausnartíma, enn með mál í kerfinu, úr fangelsi enda hafa þeir afplánað sinn dóm og bera ekki ábyrgð á löngum rannsóknartíma lögreglunnar. Fangavist þessa fólks á undanförnum mánuðum og árum hefur verið margföld á við það sem áður hefur þekkst.“ Í lok yfirlýsingarinnar þakkar Afstaða fangavörðum og öðru starfsfólki fangelsanna fyrir vinnu þeirra. Þau hafi verið undir miklu álagi og gott starf hafi verið unnið við krefjandi aðstæður. Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í morgun að hópsmit hefði komið upp á Litla Hrauni og þar hefði verið gripið til aðgerða. Föngum hefði ekki verið hleypt út úr klefum um tíma. Sjá einnig: Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni „Rétt eins og fyrir utan hafa aldrei fleiri greinst með Covid-19 innan fangelsismúranna og reynt hefur á þolmörk bæði fanga og fangavarða. Aðgerðir eru aftur á móti í engum takti við það sem gerist í frelsinu og segja má að afleiðingar þess séu að fæða af sér nýtt afbrigði sakamanna,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Afstöðu. Þar segir enn fremur að fangelsum hafi verið að mestu lokað fyrir inn- og útstreymi árið 2020. Fangar hafi ekki fengið heimsóknir né leyfi og börn og makar hafi þurft að halda sig fjarri. „Á sama tíma, og í stað þess að létta á fangelsunum, hefur Fangelsismálastofnun farið að beita aðferð sem kennd er við mál í kerfinu og virðist hún helst hugsuð til þess að fara eftir geðþótta lögreglunnar sem æskir þess að halda tilteknu fólki lengur í afplánun en þörf er á. Stjórn Afstöðu hefur ítrekað bent Fangelsismálastofnun á það alvarlega ástand sem skapast hefur í fangelsunum vegna hrakandi andlegri heilsu fanga. Er það helst vegna þeirrar einangrunar sem fangar hafa þurft að sæta og bætist þá ofan á þessi vanhugsaða aðferð að tefja lausn fanga eftir hentugleika lögreglunnar.“ Stjórnin segir fanga ekki fá að hafa samskipti við aðra fanga þessa dagana og þrátt fyrir að enginn sé alvarlega veikur sé þeim föngum haldið lokuðum inni í klefum án sambands við umheiminn. Sumir þeirra hafi þegar átt að hafa fengið reynslulausn. Engin ástæða sé til að halda þeim enn í fangelsi. „Stjórn Afstöðu skorar á fangelsisyfirvöld að hleypa þeim föngum sem komnir eru á reynslulausnartíma, enn með mál í kerfinu, úr fangelsi enda hafa þeir afplánað sinn dóm og bera ekki ábyrgð á löngum rannsóknartíma lögreglunnar. Fangavist þessa fólks á undanförnum mánuðum og árum hefur verið margföld á við það sem áður hefur þekkst.“ Í lok yfirlýsingarinnar þakkar Afstaða fangavörðum og öðru starfsfólki fangelsanna fyrir vinnu þeirra. Þau hafi verið undir miklu álagi og gott starf hafi verið unnið við krefjandi aðstæður.
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira