Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2022 22:10 Tillaga Björns Levís Gunnarssonar um að fjarlægja merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu hefur fengið mikinn hljómgrunn í kvöld. Vísir/EPA Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. Tíst Björns Levís í kvöld þar sem hann vakti athygli á þingsályktunartillögunni hefur vakið gríðarlega athygli. Líklega vegna þess að Íslendingar eru margir hverjir ansi pirraðir út í Dani sem köstuðu frá sér öruggum sigri gegn Frökkum í EM á handbolta í kvöld, sem varð til þess að Ísland komst ekki áfram í undanúrslit mótsins. #emruv pic.twitter.com/i7mO5JFC3f— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) January 26, 2022 Reikna má því með að tillagan njóti töluverðs hljómgrunns á meðal þjóðarinnar, í kvöld í það minnsta, á meðan mestur pirringurinn situr enn í landsmönnum. Ekki er um grín að ræða en í samtali við Vísi staðfestir Björn Leví að hann hafi þegar sent tillöguna inn á skrifstofu Alþingis og reiknar hann með að henni verði dreift á þingi á morgun. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað kórónu og merkis Kristjáns IX verði þess í stað sett viðeigandi merki íslenskrar þjóðar og þings. Þvert á það sem sumir gætu haldið er tillagan ekki lögð fram í pirringskasti yfir því að Dönum hafi láðst að gera Íslendingum greiða á EM, eða þeirri staðreynd að tveir Danir skipta með sér 1,3 milljörðum eftir Víkingalottó-útdrátt kvöldsins. Björn Leví skilaði tillögunni nefnilega inn í dag, löngu áður en þessir blautu sokkar skullu í andlitum Íslendinga. „Þetta er búið að sitja hjá mér í dálítinn tíma en það var einhvern vegin tilfinningin að þetta væri viðeigandi tími,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. „Maður fann ónotatilfinningu í dag og þá mundi ég eftir þessu og dreif mig í að skella þessu til skrifstofunnar,“ segir hann ennfremur. Sjálfur segist Björn Leví ekki hafa horft á leikinn. „Ég var búinn að lofa því að horfa ekki á leikinn því að alltaf þegar ég horfi þá tapa þeir.“ Ekki sá eini. „Þetta er meira hjá mér til þess að gera grín að hjátrúnni en það er ágætt að halda henni fyrir aðra stundum.“ Kóronan og merkin sem sést hér fyrir miðju Alþingishússins er það sem Björn Leví vill losna við.Vísir/Vilhelm Hann segir að honum finnist óþægilegt að hafa merki Kristjáns IX á þaki Alþingishússins. „Þetta hefur mallað í dágóðan tíma. Man nú ekki alveg tilefnið af hverju ég skáldaði þetta upp til að byrja með. Þetta er búið að vera óþægilegt í langan tíma,“ segir Björn Leví. „Merki Kristjáns IX hefði að sjálfsögðu átt að vera löngu búið að fjarlægja. Tillagan útskýrir sig að öðru leyti sjálf þar sem Alþingi Íslendinga starfar ekki í umboði danskrar krúnu,“ segir í rökstuðningi ályktunarinnar. Aðspurður um hvernig hann sjái fyrir sér að þingsályktunartillögunni muni reiða af segir Björn Leví að mögulega sé stuðnings að vænta úr óvæntri átt. „Án þess að nefna hver þá var ráðherra sem sagðist vilja vera meðflutningsmaður. Ég segi ekki hver,“ segir hann hlæjandi að lokum. Alþingi Píratar Kóngafólk Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Tíst Björns Levís í kvöld þar sem hann vakti athygli á þingsályktunartillögunni hefur vakið gríðarlega athygli. Líklega vegna þess að Íslendingar eru margir hverjir ansi pirraðir út í Dani sem köstuðu frá sér öruggum sigri gegn Frökkum í EM á handbolta í kvöld, sem varð til þess að Ísland komst ekki áfram í undanúrslit mótsins. #emruv pic.twitter.com/i7mO5JFC3f— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) January 26, 2022 Reikna má því með að tillagan njóti töluverðs hljómgrunns á meðal þjóðarinnar, í kvöld í það minnsta, á meðan mestur pirringurinn situr enn í landsmönnum. Ekki er um grín að ræða en í samtali við Vísi staðfestir Björn Leví að hann hafi þegar sent tillöguna inn á skrifstofu Alþingis og reiknar hann með að henni verði dreift á þingi á morgun. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað kórónu og merkis Kristjáns IX verði þess í stað sett viðeigandi merki íslenskrar þjóðar og þings. Þvert á það sem sumir gætu haldið er tillagan ekki lögð fram í pirringskasti yfir því að Dönum hafi láðst að gera Íslendingum greiða á EM, eða þeirri staðreynd að tveir Danir skipta með sér 1,3 milljörðum eftir Víkingalottó-útdrátt kvöldsins. Björn Leví skilaði tillögunni nefnilega inn í dag, löngu áður en þessir blautu sokkar skullu í andlitum Íslendinga. „Þetta er búið að sitja hjá mér í dálítinn tíma en það var einhvern vegin tilfinningin að þetta væri viðeigandi tími,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. „Maður fann ónotatilfinningu í dag og þá mundi ég eftir þessu og dreif mig í að skella þessu til skrifstofunnar,“ segir hann ennfremur. Sjálfur segist Björn Leví ekki hafa horft á leikinn. „Ég var búinn að lofa því að horfa ekki á leikinn því að alltaf þegar ég horfi þá tapa þeir.“ Ekki sá eini. „Þetta er meira hjá mér til þess að gera grín að hjátrúnni en það er ágætt að halda henni fyrir aðra stundum.“ Kóronan og merkin sem sést hér fyrir miðju Alþingishússins er það sem Björn Leví vill losna við.Vísir/Vilhelm Hann segir að honum finnist óþægilegt að hafa merki Kristjáns IX á þaki Alþingishússins. „Þetta hefur mallað í dágóðan tíma. Man nú ekki alveg tilefnið af hverju ég skáldaði þetta upp til að byrja með. Þetta er búið að vera óþægilegt í langan tíma,“ segir Björn Leví. „Merki Kristjáns IX hefði að sjálfsögðu átt að vera löngu búið að fjarlægja. Tillagan útskýrir sig að öðru leyti sjálf þar sem Alþingi Íslendinga starfar ekki í umboði danskrar krúnu,“ segir í rökstuðningi ályktunarinnar. Aðspurður um hvernig hann sjái fyrir sér að þingsályktunartillögunni muni reiða af segir Björn Leví að mögulega sé stuðnings að vænta úr óvæntri átt. „Án þess að nefna hver þá var ráðherra sem sagðist vilja vera meðflutningsmaður. Ég segi ekki hver,“ segir hann hlæjandi að lokum.
Alþingi Píratar Kóngafólk Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira