Skiptar skoðanir netverja eftir laumumynd af Icelandair-þotu í nýja búningnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2022 10:01 Á myndinni má sjá dæmi um fyrirhugaðar breytingar fyrirtækisins. Myndin er tölvuteiknuð. Icelandair Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á meðal netverja sem svöruðu tísti belgísks flugáhugamanns þar sem sjá mátti eina af flugvélum Icelandair í nýjum einkennislitum flugfélagsins. Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum á næstunni en þoturnar verða í öllum regnbogans litum. Í gær var birt mynd á Twitter-reikningnum TLspotting, sem sérhæfir sig í að birta myndir af flugvélum. Á myndinni má sjá flugvél Icelandair í flugskýli, nýmálaða í nýjum einkennislitum. Túristi.is greindi fyrst frá. Icelandair new livery...(Source : Unknown) pic.twitter.com/IAO5VNTFoY— TLspotting ✈️ (@TLspotting) January 25, 2022 Tístið hefur vakið töluverða athygli á meðal erlendra flugáhugamanna og skiptast þeir sem svara tístinu nokkurnveginn í tvo hópa. Sumir eru ánægðir á meðan aðrir benda á að hið nýja útlit sé ekki framför. „Trúi ekki að þeir hafi skipt út þessum fallegu einkennislitum fyrir þetta, afsakið, en þetta er hræðilegt,“ skrifar einn í svari við tístinu þar sem hann birtir mynd af flugvél Icelandair í núverandi einkennislitum. „Ég er persónulega ánægður með hið nýja útlit,“ skrifar annar en óhætt er að segja að fleiri hallist að því að hinir nýju einkennislitir séu ekki nógu einkennandi. „Blái, hvíti og gyllti liturinn hafa verið okkar aðallitir. Flugbransinn í heildinni er mjög blár þannig að það var eftirspurn eftir því að taka fleiri liti inn í litapallettuna. Vörumerkið var hannað árið 2006 og það hefur allt breyst síðan 2006. Það var bara kominn tími á breytingar á útliti félagsins,“ sagði Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, í samtali við Vísi þegar nýju litirnir voru kynntir. Icelandair Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum á næstunni en þoturnar verða í öllum regnbogans litum. Í gær var birt mynd á Twitter-reikningnum TLspotting, sem sérhæfir sig í að birta myndir af flugvélum. Á myndinni má sjá flugvél Icelandair í flugskýli, nýmálaða í nýjum einkennislitum. Túristi.is greindi fyrst frá. Icelandair new livery...(Source : Unknown) pic.twitter.com/IAO5VNTFoY— TLspotting ✈️ (@TLspotting) January 25, 2022 Tístið hefur vakið töluverða athygli á meðal erlendra flugáhugamanna og skiptast þeir sem svara tístinu nokkurnveginn í tvo hópa. Sumir eru ánægðir á meðan aðrir benda á að hið nýja útlit sé ekki framför. „Trúi ekki að þeir hafi skipt út þessum fallegu einkennislitum fyrir þetta, afsakið, en þetta er hræðilegt,“ skrifar einn í svari við tístinu þar sem hann birtir mynd af flugvél Icelandair í núverandi einkennislitum. „Ég er persónulega ánægður með hið nýja útlit,“ skrifar annar en óhætt er að segja að fleiri hallist að því að hinir nýju einkennislitir séu ekki nógu einkennandi. „Blái, hvíti og gyllti liturinn hafa verið okkar aðallitir. Flugbransinn í heildinni er mjög blár þannig að það var eftirspurn eftir því að taka fleiri liti inn í litapallettuna. Vörumerkið var hannað árið 2006 og það hefur allt breyst síðan 2006. Það var bara kominn tími á breytingar á útliti félagsins,“ sagði Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, í samtali við Vísi þegar nýju litirnir voru kynntir.
Icelandair Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent