Um helmingur íbúa með kórónuveiruna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2022 10:24 Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið. Í byrjun vikunnar greindist fyrsti íbúi Sunnuhlíðar með kórónuveiruna. Þetta er í fyrsta sinn á þeim nærri tveimur árum frá því veiran greindist fyrst hér á landi sem íbúi greinist með veiruna. Á heimilinu búa sextíu og sex íbúar og breiddi veiran hratt úr sér og nú hafa rúmlega þrjátíu íbúar greinst með veiruna. „Staðan er nokkuð þung en allt viðráðanlegt þar sem það er lítið um veikindi, og nánast eiginlega bara ekkert um veikindi, meðal heimilismanna,“ segir Kristján Sigurðsson framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur Sunnuhlíð. Hann segir mönnun nú meira vandamál en veikindi íbúa. Nokkur fjöldi starfsmanna sé nú í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. „Það eru nokkur afföll út af veirunni og við höfum þurft að loka stoðdeildum og flutt starfsfólk á milli deilda og það er eiginlega því að þakka hvað við erum með frábært starfsfólk að þetta er allt að ganga upp hjá okkur.“ Hann segir þá íbúa sem veikst hafa vera með flensueinkenni. „Eins og er er þetta alveg viðráðanlegt en svo náttúrulega getur þetta aukist og þá náttúrulega versnar ástandið.“ Í byrjun árs greindist veiran á hjúkrunarheimilinu Seltjörn, sem einnig er rekið af Vígdísarholti, en þar smituðust níu af tíu íbúum af veirunni. Kristján segir alla hafa orðið lítið veika þar. Sunnuhlíð hefur verið lokað fyrir heimsóknum. Þá hafa íbúar verið færðir á milli staða innan heimilisins til að einangra íbúa með veiruna en nokkur tvíbýli eru í Sunnuhlíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Kópavogur Tengdar fréttir 27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. 26. janúar 2022 10:05 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Sjá meira
Í byrjun vikunnar greindist fyrsti íbúi Sunnuhlíðar með kórónuveiruna. Þetta er í fyrsta sinn á þeim nærri tveimur árum frá því veiran greindist fyrst hér á landi sem íbúi greinist með veiruna. Á heimilinu búa sextíu og sex íbúar og breiddi veiran hratt úr sér og nú hafa rúmlega þrjátíu íbúar greinst með veiruna. „Staðan er nokkuð þung en allt viðráðanlegt þar sem það er lítið um veikindi, og nánast eiginlega bara ekkert um veikindi, meðal heimilismanna,“ segir Kristján Sigurðsson framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur Sunnuhlíð. Hann segir mönnun nú meira vandamál en veikindi íbúa. Nokkur fjöldi starfsmanna sé nú í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. „Það eru nokkur afföll út af veirunni og við höfum þurft að loka stoðdeildum og flutt starfsfólk á milli deilda og það er eiginlega því að þakka hvað við erum með frábært starfsfólk að þetta er allt að ganga upp hjá okkur.“ Hann segir þá íbúa sem veikst hafa vera með flensueinkenni. „Eins og er er þetta alveg viðráðanlegt en svo náttúrulega getur þetta aukist og þá náttúrulega versnar ástandið.“ Í byrjun árs greindist veiran á hjúkrunarheimilinu Seltjörn, sem einnig er rekið af Vígdísarholti, en þar smituðust níu af tíu íbúum af veirunni. Kristján segir alla hafa orðið lítið veika þar. Sunnuhlíð hefur verið lokað fyrir heimsóknum. Þá hafa íbúar verið færðir á milli staða innan heimilisins til að einangra íbúa með veiruna en nokkur tvíbýli eru í Sunnuhlíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Kópavogur Tengdar fréttir 27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. 26. janúar 2022 10:05 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Sjá meira
27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. 26. janúar 2022 10:05