Háð Legókubbum: Gæti tekið Lególand fram yfir Dúbaí og Flórída Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2022 08:01 Jeff Sigworth í baráttunni við Maríu Þórisdóttur í leik Leicester City og Manchester United. Matthew Ashton/AMA/Getty Images Það er fullkomlega eðlilegt að fullorðið fólk skemmti sér jafn vel og börn þegar kemur að því að byggja hluti úr Legókubbum. Jess Sigworth, framherji Leicester City, gengur hins vegar skrefi lengra. „Svarið gæti komið þér á óvart. Það er ekki auðvelt að giska á hvað ég geri á frídögunum mínum,“ sagði Sigworth í viðtali við The Guardian nýverið. Hún var að ræða stressið sem fylgir því að spila í ensku úrvalsdeildinni og hversu mikilvægt það er að hreinsa hugann þegar tími gefst. „Legókubbar, ég er háð þeim. Ég hef byggt Wembley og Old Trafford. Þegar þú ert að byggja úr Legókubbum þá tekur þú hugann af öllu öðru, það verður það eina sem skiptir máli.“ „Þegar þú ert búin þá hafa tvær til þrjár klukkustundir liðið án þess að þú hafir orðið var við það. Að byggja hluti úr Legókubbum hjálpar mér að hugsa ekki endalaust um fótbolta.“ „Fótbolti á þessu getustigi getur verið mjög krefjandi andlega, sérstaklega þegar það gengur illa að ná í úrslit. Það er gott að geta tekið hugann aðeins af fótboltanum, ef ég hugsaði um fótbolta allan daginn myndi ég missa vitið.“ Hin 27 ára gamla Sigworth leikur í dag með nýliðum Leicester City en hún kynntist Legókubbum hjá fyrrum félagi sínu, Manchester United. „Ég byrjaði á þessu á síðasta ári þegar allt var lokað vegna kórónufaraldursins, svo varð ég bara háð.“ Leicester s Jess Sigsworth: I m addicted to Lego. I ve built Wembley and Old Trafford https://t.co/4ceBVE0NyT— The Guardian (@guardian) January 28, 2022 Óvíst hver verður farið í sumarfrí „Ég elska Dubai og ég elska Flórída en ég verð augljóslega að fara í Lególand í Danmörku áður en langt um líður. Eina vandamálið er að ég á ekki nægilega stóra ferðatösku til að koma öllu fyrir sem ég mun kaupa.“ Eftir erfiða byrjun er Leicester City aðeins að rétta úr kútnum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er enn í bullandi fallbaráttu en Sigworth vonast til að vera enn spilandi í ensku úrvalsdeildinni er hún fer í Lególand næsta sumar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
„Svarið gæti komið þér á óvart. Það er ekki auðvelt að giska á hvað ég geri á frídögunum mínum,“ sagði Sigworth í viðtali við The Guardian nýverið. Hún var að ræða stressið sem fylgir því að spila í ensku úrvalsdeildinni og hversu mikilvægt það er að hreinsa hugann þegar tími gefst. „Legókubbar, ég er háð þeim. Ég hef byggt Wembley og Old Trafford. Þegar þú ert að byggja úr Legókubbum þá tekur þú hugann af öllu öðru, það verður það eina sem skiptir máli.“ „Þegar þú ert búin þá hafa tvær til þrjár klukkustundir liðið án þess að þú hafir orðið var við það. Að byggja hluti úr Legókubbum hjálpar mér að hugsa ekki endalaust um fótbolta.“ „Fótbolti á þessu getustigi getur verið mjög krefjandi andlega, sérstaklega þegar það gengur illa að ná í úrslit. Það er gott að geta tekið hugann aðeins af fótboltanum, ef ég hugsaði um fótbolta allan daginn myndi ég missa vitið.“ Hin 27 ára gamla Sigworth leikur í dag með nýliðum Leicester City en hún kynntist Legókubbum hjá fyrrum félagi sínu, Manchester United. „Ég byrjaði á þessu á síðasta ári þegar allt var lokað vegna kórónufaraldursins, svo varð ég bara háð.“ Leicester s Jess Sigsworth: I m addicted to Lego. I ve built Wembley and Old Trafford https://t.co/4ceBVE0NyT— The Guardian (@guardian) January 28, 2022 Óvíst hver verður farið í sumarfrí „Ég elska Dubai og ég elska Flórída en ég verð augljóslega að fara í Lególand í Danmörku áður en langt um líður. Eina vandamálið er að ég á ekki nægilega stóra ferðatösku til að koma öllu fyrir sem ég mun kaupa.“ Eftir erfiða byrjun er Leicester City aðeins að rétta úr kútnum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er enn í bullandi fallbaráttu en Sigworth vonast til að vera enn spilandi í ensku úrvalsdeildinni er hún fer í Lególand næsta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira