„Ég held að þetta sé framtíðin og ég er glaður að fá að taka þátt í því að búa hana til“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 07:01 Gísli Grímsson, Ólafur Örn Ólafsson og Halldór Laxness Halldórsson. vísir Náttúruvín nýtur vaxandi vinsælda hér á landi og segja vínsérfræðingar að timburmenn læðist síður að manni vegna hreinna efna í víninu. Fréttastofa fékk að vita allt um þessa vinsælu vöru sem sérfræðingarnir segja framtíðina. Það hefur talist góð skemmtun að fá sér vín í góðra vina hópi en skemmtunin virðist minni daginn eftir þegar að þynnkan læðist upp að manni. Sérfræðingar í vínbransanum segja að þó að maður drekki nokkur glös af víninu í myndbandinu hér að neðan þá verði maður síður timbraður daginn eftir og það er vegna þess að þetta er náttúruvín og nýjasta tíska á Íslandi. „Náttúruvín eru vín sem eru gerð án allra aukaefna. Maður heyrir þetta mikið: Eru ekki öll vín nárúruleg? En ég lærði þetta svo vel í nýja vínskólanum að leyfilegur listi aukaefna í venjulegu víni er svona langur. Leyfilegur listi í lífrænu víni er svona og í „biogenic“ er hann svona og leyfilegur í náttúruvínum er ekki neitt, það er bara ber,“ segir Halldór Laxness Halldórsson, eigandi Mikka refs og Berjamórs. „Það er líka kallað hrávín eða vín án inngripa og er í rauninni vín eins og það var gert í árdaga víngerðar. Berin eru handtínd og allt ræktað eftir einhverjum tungldagatölum,“ segir Gísli Grímsson, eigandi Skál og Rætur og vín. „Hver flaska frá hverjum búgarði frá hverjum bónda frá hverju landi er mismunandi af því að þetta endurspeglar staðinn sem þetta kemur frá,“ segir Steinarr Ólafsson, hjá Vinstúkunni tíu sopum. Stuðaði marga til að byrja með Halldór og Gísli eru báðir innflutningsaðilar á náttúruvíni. Dóri með fyrirtækið Berjamór og Gísli með Rætur og vín. Báðir segja þeir að til að byrja með hafi náttúruvín stuðað marga, en nú sé eftirspurnin gríðarleg. Halldór Laxness Halldórsson.arnar halldórsson „Fólk segir náttúruvín? Eru ekki öll vín náttúruleg? Og þar með strax komin andstaða en þegar maður segir: við erum með sérinnflutt vín sem við flytjum inn beint frá bændum sem eru gerð án allra aukaefna. Þá segir fólk: vá, í alvörunni mig langar að smakka það! En það er þetta hugtak náttúruvín sem stuðar fólk,“ segir Halldór. Þurftu að grátbiðja fólk um að prufa í byrjun en nú fara flöskurnar strax „Þegar við opnum Skál árið 2017 þá var náttúruvín í mjög litlum mæli á Íslandi og erfitt að nálgast það. Okkur langaði til þess að gera það aðgengilegt. Þegar við opnuðum Skál þá fluttum við inn okkar fyrstu vín og höfum síðan þá bara boðið upp á náttúruvín á Skál,“ segir Gísli. „Við höfum þurft að gráta þetta inn á lið: bara gerðu það viltu prófa og nú er staðan þannig að við höldum ekki vínið sem við flytjum inn. Það bara er farið um leið og við segjum að það sé orðið klárt,“ segir Halldór. Gísli Grímsson.arnar halldórsson En er náttúruvín hollara en hefðbundið vín? „Ég held að þetta sé hollara eins og nýkreistur appelsínusafi er betri en Frissi fríski og að heimabökuð kaka er betri en Snickers. Þú veist hvað er í þessu. Það er gagnsæi og svo er þetta siðferðislega hollara,“ segir Halldór. „Já hollara fyrir þær sakir að það eru ekki notuð nein eiturefni við ræktun, svo er oft mikið talað um það að það sé notað lítið magn af súlfíum sem að eru í raun rotvarnarefni svo að vínið skemmist ekki og það er oft það sem gefur fólki svokallaðan hausverk,“ segir Gísli. Þjóðsaga að fólk verði ekki timbrað af náttúruvíni en klárlega minni þynnka En þýðir það minni þynnka? „Já það er nefnilega málið sko og trixið við náttúruvín,“ segir Gísli. „Það er reyndar þjóðsaga að maður verði ekki timbraður af því að drekka náttúruvín. Ég get alveg vottað fyrir það að maður verði það. En hins vegar þekki ég fólk sem fær allskonar útbrot þegar það drekkur vín. Þá er alveg líklegt að það sé vegna þess að það er búið að blanda einhverjum efnum í ferlið,“ sagði Ólafur Örn Ólafsson, hjá Vínstúkunni tíu sopum. Feðgarnir Steinarr Ólafsson og Ólafur Örn Ólafsson.arnar halldórsson Neytandinn farinn aftur á hjólið Þó að náttúruvín njóti vaxandi vinsælda í dag þá er fyrirbærið ekki nýtt af nálinni. „Raunverulega er þetta upprunalega leiðin til þess að gera vín, áður en að iðnvæðingin á sér stað þannig það er ekkert verið að finna upp hjólið, það er bara verði að fara aftur á hjólið í raun og veru,“ segir Gísli. „Þetta er að koma aftur inn með aukinni áherslu á beint frá býli, að vera ekki að setja í sig óþverra, e-efni og svona vitleysu,“ segir Halldór. „Fólk er að borða lífrænt og drekka lífrænt þannig að okkur er ekki alveg sama hvað fer inn í líkamann á okkur,“ segir Ólafur. „Ég held að þetta sé framtíðin og ég er glaður að fá að taka þátt í því að búa hana til,“ sagði Gísli. Neytendur Áfengi og tóbak Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Það hefur talist góð skemmtun að fá sér vín í góðra vina hópi en skemmtunin virðist minni daginn eftir þegar að þynnkan læðist upp að manni. Sérfræðingar í vínbransanum segja að þó að maður drekki nokkur glös af víninu í myndbandinu hér að neðan þá verði maður síður timbraður daginn eftir og það er vegna þess að þetta er náttúruvín og nýjasta tíska á Íslandi. „Náttúruvín eru vín sem eru gerð án allra aukaefna. Maður heyrir þetta mikið: Eru ekki öll vín nárúruleg? En ég lærði þetta svo vel í nýja vínskólanum að leyfilegur listi aukaefna í venjulegu víni er svona langur. Leyfilegur listi í lífrænu víni er svona og í „biogenic“ er hann svona og leyfilegur í náttúruvínum er ekki neitt, það er bara ber,“ segir Halldór Laxness Halldórsson, eigandi Mikka refs og Berjamórs. „Það er líka kallað hrávín eða vín án inngripa og er í rauninni vín eins og það var gert í árdaga víngerðar. Berin eru handtínd og allt ræktað eftir einhverjum tungldagatölum,“ segir Gísli Grímsson, eigandi Skál og Rætur og vín. „Hver flaska frá hverjum búgarði frá hverjum bónda frá hverju landi er mismunandi af því að þetta endurspeglar staðinn sem þetta kemur frá,“ segir Steinarr Ólafsson, hjá Vinstúkunni tíu sopum. Stuðaði marga til að byrja með Halldór og Gísli eru báðir innflutningsaðilar á náttúruvíni. Dóri með fyrirtækið Berjamór og Gísli með Rætur og vín. Báðir segja þeir að til að byrja með hafi náttúruvín stuðað marga, en nú sé eftirspurnin gríðarleg. Halldór Laxness Halldórsson.arnar halldórsson „Fólk segir náttúruvín? Eru ekki öll vín náttúruleg? Og þar með strax komin andstaða en þegar maður segir: við erum með sérinnflutt vín sem við flytjum inn beint frá bændum sem eru gerð án allra aukaefna. Þá segir fólk: vá, í alvörunni mig langar að smakka það! En það er þetta hugtak náttúruvín sem stuðar fólk,“ segir Halldór. Þurftu að grátbiðja fólk um að prufa í byrjun en nú fara flöskurnar strax „Þegar við opnum Skál árið 2017 þá var náttúruvín í mjög litlum mæli á Íslandi og erfitt að nálgast það. Okkur langaði til þess að gera það aðgengilegt. Þegar við opnuðum Skál þá fluttum við inn okkar fyrstu vín og höfum síðan þá bara boðið upp á náttúruvín á Skál,“ segir Gísli. „Við höfum þurft að gráta þetta inn á lið: bara gerðu það viltu prófa og nú er staðan þannig að við höldum ekki vínið sem við flytjum inn. Það bara er farið um leið og við segjum að það sé orðið klárt,“ segir Halldór. Gísli Grímsson.arnar halldórsson En er náttúruvín hollara en hefðbundið vín? „Ég held að þetta sé hollara eins og nýkreistur appelsínusafi er betri en Frissi fríski og að heimabökuð kaka er betri en Snickers. Þú veist hvað er í þessu. Það er gagnsæi og svo er þetta siðferðislega hollara,“ segir Halldór. „Já hollara fyrir þær sakir að það eru ekki notuð nein eiturefni við ræktun, svo er oft mikið talað um það að það sé notað lítið magn af súlfíum sem að eru í raun rotvarnarefni svo að vínið skemmist ekki og það er oft það sem gefur fólki svokallaðan hausverk,“ segir Gísli. Þjóðsaga að fólk verði ekki timbrað af náttúruvíni en klárlega minni þynnka En þýðir það minni þynnka? „Já það er nefnilega málið sko og trixið við náttúruvín,“ segir Gísli. „Það er reyndar þjóðsaga að maður verði ekki timbraður af því að drekka náttúruvín. Ég get alveg vottað fyrir það að maður verði það. En hins vegar þekki ég fólk sem fær allskonar útbrot þegar það drekkur vín. Þá er alveg líklegt að það sé vegna þess að það er búið að blanda einhverjum efnum í ferlið,“ sagði Ólafur Örn Ólafsson, hjá Vínstúkunni tíu sopum. Feðgarnir Steinarr Ólafsson og Ólafur Örn Ólafsson.arnar halldórsson Neytandinn farinn aftur á hjólið Þó að náttúruvín njóti vaxandi vinsælda í dag þá er fyrirbærið ekki nýtt af nálinni. „Raunverulega er þetta upprunalega leiðin til þess að gera vín, áður en að iðnvæðingin á sér stað þannig það er ekkert verið að finna upp hjólið, það er bara verði að fara aftur á hjólið í raun og veru,“ segir Gísli. „Þetta er að koma aftur inn með aukinni áherslu á beint frá býli, að vera ekki að setja í sig óþverra, e-efni og svona vitleysu,“ segir Halldór. „Fólk er að borða lífrænt og drekka lífrænt þannig að okkur er ekki alveg sama hvað fer inn í líkamann á okkur,“ segir Ólafur. „Ég held að þetta sé framtíðin og ég er glaður að fá að taka þátt í því að búa hana til,“ sagði Gísli.
Neytendur Áfengi og tóbak Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira