Mane þurfti að fara af velli vegna höfuðmeiðsla þegar Senegal lagði Grænhöfðaeyjar í 16-liða úrslitum en hann skoraði reyndar annað marka Senegal í 2-0 sigri, eftir að hafa orðið fyrir höfuðhöggi.
Mane var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið og því óttast að hann myndi ekki vera búinn að jafna sig fyrir leik morgundagsins.
Abdourahmane Fdior, læknir senegalska liðsins, segir að skoðun á Mane hafi leitt í ljós að hann hefði ekki fengið heilahristing við höggið og allar rannsóknir styðji að hann sé leikfær.
Sadio Mane has been declared fit for Senegal's Africa Cup of Nations quarter-final against Equatorial Guinea on Sunday, just days after suffering a head knock that saw him taken to hospital.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2022
Mikið hefur verið fjallað um vinnubrögð senegalska læknateymisins í enskum fjölmiðlum undanfarna daga en Mane er einnig ein skærasta stjarna ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.
Hefur það verið gagnrýnt harkalega að Mane skuli hafa verið haldið áfram inn á vellinum en Mane spilaði í sextán mínútur eftir höfuðhöggið áður en honum var skipt af velli.