Óttast að ferðaþjónustunni blæði út Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 00:01 Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline segir óvíst hvort aðilar í ferðaþjónustu ráði við að hafa starfsfólk í vinnu. Stöð 2 Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar. Forsvarsmenn og stjórnendur tíu fyrirtækja í ferðaþjónustu sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir segja viðbúið að ráðist verði í uppsagnir. Stór hluti fyrirtækja hafi ekki nægar tekjur til að halda starfsfólki og hvað þá ráða inn fólk til að undirbúa komandi sumar. „Því er spáð að ferðamönnum muni fjölga töluvert frá því sem var í fyrra. Þeir muni sækja í að komast á milli staða, gista, skoða, fá leiðsögn, borða og drekka, lenda í ævintýrum, sigla o.s.frv. Viðbúið er að slík þjónusta verði ekki til staðar vegna þess að starfsfólk vantar,“ segir í yfirlýsingunni. Segja ráðningarstyrki bestu leiðina Fyrirtækin telja bestu leiðina að framlengja ráðningarstyrki með örlítið breyttu fyrirkomulagi og stinga upp á því að úrræðið verði framlengt í nokkra mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli ráðningarstyrkjanna. Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline var meðal þeirra aðila sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Hann ræddi við fréttastofu um málið í dag og segir nauðsynlegt að gripið verði til frekari ráðstafana. Þórir segir að bjart hafi verið yfir í haust og ferðaþjónustufyrirtæki hafi ráðið til sín fjölda starfsmanna. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi svo sannarlega sett strik í reikninginn. „Það er alveg ljóst að núna í janúar og febrúar verður mun minna að gera en fyrirtæki gerðu ráð fyrir og þá kemur þessi spurning, hvort að fyrirtæki ráði við það, hvort þau eigi að fara að segja upp fólki eða ekki. Og það er það sem eiginlega allir stjórnendur vilja forðast; að segja upp starfsfólki, vegna þess að þá er ekki víst að við fáum þetta fólk aftur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Þórir. Hann segir nauðsynlegt að tryggja ráðningarsamband, til dæmis með ráðningarstyrkjum, á meðan erfiðustu mánuðir í ferðaþjónustunni standi yfir. „Þetta er okkar auður í ferðaþjónustunni, það er hæft starfsfólk, og þetta er auðvitað fólkið sem hefur verið með okkur. Og það yrði sorglegt á síðustu metrunum ef fyrirtækin réðu ekki við það að hafa þetta fólk áfram í vinnu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Anna Rut nýr aðstoðarforstjóri Kviku Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna Rut nýr aðstoðarforstjóri Kviku Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Forsvarsmenn og stjórnendur tíu fyrirtækja í ferðaþjónustu sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir segja viðbúið að ráðist verði í uppsagnir. Stór hluti fyrirtækja hafi ekki nægar tekjur til að halda starfsfólki og hvað þá ráða inn fólk til að undirbúa komandi sumar. „Því er spáð að ferðamönnum muni fjölga töluvert frá því sem var í fyrra. Þeir muni sækja í að komast á milli staða, gista, skoða, fá leiðsögn, borða og drekka, lenda í ævintýrum, sigla o.s.frv. Viðbúið er að slík þjónusta verði ekki til staðar vegna þess að starfsfólk vantar,“ segir í yfirlýsingunni. Segja ráðningarstyrki bestu leiðina Fyrirtækin telja bestu leiðina að framlengja ráðningarstyrki með örlítið breyttu fyrirkomulagi og stinga upp á því að úrræðið verði framlengt í nokkra mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli ráðningarstyrkjanna. Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline var meðal þeirra aðila sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Hann ræddi við fréttastofu um málið í dag og segir nauðsynlegt að gripið verði til frekari ráðstafana. Þórir segir að bjart hafi verið yfir í haust og ferðaþjónustufyrirtæki hafi ráðið til sín fjölda starfsmanna. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi svo sannarlega sett strik í reikninginn. „Það er alveg ljóst að núna í janúar og febrúar verður mun minna að gera en fyrirtæki gerðu ráð fyrir og þá kemur þessi spurning, hvort að fyrirtæki ráði við það, hvort þau eigi að fara að segja upp fólki eða ekki. Og það er það sem eiginlega allir stjórnendur vilja forðast; að segja upp starfsfólki, vegna þess að þá er ekki víst að við fáum þetta fólk aftur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Þórir. Hann segir nauðsynlegt að tryggja ráðningarsamband, til dæmis með ráðningarstyrkjum, á meðan erfiðustu mánuðir í ferðaþjónustunni standi yfir. „Þetta er okkar auður í ferðaþjónustunni, það er hæft starfsfólk, og þetta er auðvitað fólkið sem hefur verið með okkur. Og það yrði sorglegt á síðustu metrunum ef fyrirtækin réðu ekki við það að hafa þetta fólk áfram í vinnu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Anna Rut nýr aðstoðarforstjóri Kviku Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna Rut nýr aðstoðarforstjóri Kviku Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira