Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Smári Jökull Jónsson skrifar 30. janúar 2022 12:03 Vladimir Putin sést hér á ríkisstjórnarfundi. Vesturlönd hafa hótað viðskiptaþvingunum á Rússa ráðist þeir inn í Úkraínu. Vísir/AP Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir að þessi mögulega fjölgun hermanna myndi senda skýr skilaboð til ráðamanna Rússlands í Kremlin og um leið stuðning til bandamanna Breta innan NATO. Úkraína er ekki meðlimur í NATO og hefur það verið ein helsta krafa Vladimir Putin, forseta Rússlands, að þeim verði ekki boðið þangað inn. Um 900 breskir hermenn eru nú þegar í Eistlandi og nokkur hundruð í viðbót í Úkraínu og Póllandi. Þá kemur til greina að senda bæði vopn og fjármuni til Úkraínu ef af innrás Rússa verður. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda í kortunum Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi hafa allir talað um mögulegar viðskiptaþvinganir til að draga vígtennurnar úr Rússum. Efasemdir hafa þó verið uppi um hversu langt verði gengið í þeim efnum. Málefni Rússlands og Úkraínu voru til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þeir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, og Jón Ólafsson, prófessor, ræddu mögulegar viðskiptaþvinganir. Hér fyrir neðan má hlusta á alla umræðu Alberts og Jóns á Sprengisandi í morgun. Jón ræddi þar Nord Stream gasleiðsluna sem á að taka í notkun fljótlega, en hún flytur gas frá Rússlandi til Þýskalands, og mun lækka verð á gasi í Evrópu verulega. Jón sagði gasverð hafa hækkað undanfarið sem þýðir að verið væri að senda gas í fljótandi formi til Evrópu og það svo selt á hærra verði en áður hefur verið hægt. Eina leiðin fyrir Vladimir Putin að koma þessu gasi á markað og ná enn meiri markaðshlutdeild í Evrópu sé að fá Nord Stream leiðsluna í gang. Ef lokað verði fyrir hana þýði það hærra gasverð í Evrópu. „Þannig að það er vandséð hvort það er verra fyrir Evrópu eða Rússland að loka fyrir þetta. Það er ólíklegt að ímynda sér, að minnsta kosti á meðan hernaðaraðgerðir eru ekki farnar að ógna heimsfriðinum, að fólk sé til í að raunverulega stoppa þetta þó Bandaríkjamenn segjast munu reyna það og hafa alltaf verið á móti þessari leiðslu.“ Rússland Úkraína Bandaríkin Bretland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir að þessi mögulega fjölgun hermanna myndi senda skýr skilaboð til ráðamanna Rússlands í Kremlin og um leið stuðning til bandamanna Breta innan NATO. Úkraína er ekki meðlimur í NATO og hefur það verið ein helsta krafa Vladimir Putin, forseta Rússlands, að þeim verði ekki boðið þangað inn. Um 900 breskir hermenn eru nú þegar í Eistlandi og nokkur hundruð í viðbót í Úkraínu og Póllandi. Þá kemur til greina að senda bæði vopn og fjármuni til Úkraínu ef af innrás Rússa verður. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda í kortunum Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi hafa allir talað um mögulegar viðskiptaþvinganir til að draga vígtennurnar úr Rússum. Efasemdir hafa þó verið uppi um hversu langt verði gengið í þeim efnum. Málefni Rússlands og Úkraínu voru til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þeir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, og Jón Ólafsson, prófessor, ræddu mögulegar viðskiptaþvinganir. Hér fyrir neðan má hlusta á alla umræðu Alberts og Jóns á Sprengisandi í morgun. Jón ræddi þar Nord Stream gasleiðsluna sem á að taka í notkun fljótlega, en hún flytur gas frá Rússlandi til Þýskalands, og mun lækka verð á gasi í Evrópu verulega. Jón sagði gasverð hafa hækkað undanfarið sem þýðir að verið væri að senda gas í fljótandi formi til Evrópu og það svo selt á hærra verði en áður hefur verið hægt. Eina leiðin fyrir Vladimir Putin að koma þessu gasi á markað og ná enn meiri markaðshlutdeild í Evrópu sé að fá Nord Stream leiðsluna í gang. Ef lokað verði fyrir hana þýði það hærra gasverð í Evrópu. „Þannig að það er vandséð hvort það er verra fyrir Evrópu eða Rússland að loka fyrir þetta. Það er ólíklegt að ímynda sér, að minnsta kosti á meðan hernaðaraðgerðir eru ekki farnar að ógna heimsfriðinum, að fólk sé til í að raunverulega stoppa þetta þó Bandaríkjamenn segjast munu reyna það og hafa alltaf verið á móti þessari leiðslu.“
Rússland Úkraína Bandaríkin Bretland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira