Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 19:08 Kristrún Frostadóttir. bjarni einarsson Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðisliðurinn vegi þungt í þessu samhengi. „Það liggur auðvitað fyrir að þessar húsnæðisverðhækkanir eru af hendi stjórnvalda. Þetta eru auðvitað mistök sem hafa verið gerð í hagstjórn undanfarinn áratug og ágerðist á síðustu tveimur árum sem fól í sér að mikið fjármagn flæddi inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún vill sjá stjórnvöld stíga inn og taka ábyrgð. „Vegna þess að hættan er auðvitað sú að þó að peningastefnunefnd eigi að bregðast við verðbólgu þá á peningastefnunefnd ekki að skapa neyð fyrir heimilin í landinu.“ Kristrún segir að stjórnvöld gætu þurft að horfa til vaxtabóta og barnabóta til þess að koma í veg fyrir að það myndist mikll launaþrýstingur til þess að vinna upp húsnæðisverðhækkanir. Svakalegt högg fyrir heimilin Þingmaður Viðreisnar óttast miklar vaxtahækkanir. „Þetta þýðir bara fyrir fólk sem var að taka venjulegt húsnæðislán, óverðtryggt, núna kannski fyrir einhverjum mánuðum síðan eða ári. Það getur verði komið í þá stöðu eftir ekki langan tíma að afborganir hafa hækkað um hálfa milljón yfir árið og þetta er auðvitað svakalegt högg fyrir heimilin í landinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir Hann segir að horfa þurfi til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem þarna eru undir. „Það má alveg ímynda sér vaxtabótakerfi í því eða einhverjar aðrar leiðir. Við erum alveg opin fyrir hverju sem er í því.“ Heimilin skuldsett sig um 400 milljarða Kristrún segir að skrúfað hafi verið frá hömlum í bankakerfinu og telur að stjórnvöld beri ekki bara ábyrgð á ríkisskuldum. „Heimilin hafa skuldsett sig um 400 milljarða króna á undanförnum tveimur árum og þetta hefur meðal annars haldið einkaneyslu uppi. Núna er eitthvað af þessum skuldum að koma í bakið á fólki. Stjórnvöld bera auðvitað ábyrgð á fleiru en bara ríkisskuldunum.“ Evran langtímalausn Sigmar segir höggið minna á evrusvæðinu og segir íslensku krónuna stórt vandamál í þessu samhengi. „Til skemmri tíma þá þurfum við að huga að öðrum leiðum. Við skiptum ekki um gjaldmiðil svo glatt þannig að þetta er bæði spurning um skammtímalausnir fyrir þá sem eru að verða fyrir högginu og svo auðvitað líka langtímalausnir sem hljóta að vera að endurskoða þennan gjaldmiðil sem við erum með.“ Efnahagsmál Neytendur Samfylkingin Alþingi Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðisliðurinn vegi þungt í þessu samhengi. „Það liggur auðvitað fyrir að þessar húsnæðisverðhækkanir eru af hendi stjórnvalda. Þetta eru auðvitað mistök sem hafa verið gerð í hagstjórn undanfarinn áratug og ágerðist á síðustu tveimur árum sem fól í sér að mikið fjármagn flæddi inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún vill sjá stjórnvöld stíga inn og taka ábyrgð. „Vegna þess að hættan er auðvitað sú að þó að peningastefnunefnd eigi að bregðast við verðbólgu þá á peningastefnunefnd ekki að skapa neyð fyrir heimilin í landinu.“ Kristrún segir að stjórnvöld gætu þurft að horfa til vaxtabóta og barnabóta til þess að koma í veg fyrir að það myndist mikll launaþrýstingur til þess að vinna upp húsnæðisverðhækkanir. Svakalegt högg fyrir heimilin Þingmaður Viðreisnar óttast miklar vaxtahækkanir. „Þetta þýðir bara fyrir fólk sem var að taka venjulegt húsnæðislán, óverðtryggt, núna kannski fyrir einhverjum mánuðum síðan eða ári. Það getur verði komið í þá stöðu eftir ekki langan tíma að afborganir hafa hækkað um hálfa milljón yfir árið og þetta er auðvitað svakalegt högg fyrir heimilin í landinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir Hann segir að horfa þurfi til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem þarna eru undir. „Það má alveg ímynda sér vaxtabótakerfi í því eða einhverjar aðrar leiðir. Við erum alveg opin fyrir hverju sem er í því.“ Heimilin skuldsett sig um 400 milljarða Kristrún segir að skrúfað hafi verið frá hömlum í bankakerfinu og telur að stjórnvöld beri ekki bara ábyrgð á ríkisskuldum. „Heimilin hafa skuldsett sig um 400 milljarða króna á undanförnum tveimur árum og þetta hefur meðal annars haldið einkaneyslu uppi. Núna er eitthvað af þessum skuldum að koma í bakið á fólki. Stjórnvöld bera auðvitað ábyrgð á fleiru en bara ríkisskuldunum.“ Evran langtímalausn Sigmar segir höggið minna á evrusvæðinu og segir íslensku krónuna stórt vandamál í þessu samhengi. „Til skemmri tíma þá þurfum við að huga að öðrum leiðum. Við skiptum ekki um gjaldmiðil svo glatt þannig að þetta er bæði spurning um skammtímalausnir fyrir þá sem eru að verða fyrir högginu og svo auðvitað líka langtímalausnir sem hljóta að vera að endurskoða þennan gjaldmiðil sem við erum með.“
Efnahagsmál Neytendur Samfylkingin Alþingi Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35