Forseti viðurkennir mistök varðandi grímuskyldu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 21:52 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segist bera ábyrgð á því að gildandi sóttvarnareglum hafi ekki verið fylgt. Vísir/Egill Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist bera ábyrgð á því að ekki hafi verið farið eftir gildandi sóttvarnareglum við veitingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem fram fóru í liðinni viku. Íslensku bókmenntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 25. janúar síðastliðinn og vöktu netverjar athygli á því að sóttvarnareglum hafi ekki verið fylgt á viðburðinum. Við þessu hefur Guðni nú gengist og segist hann biðjast innilegrar afsökunar á mistökunum. Því miður hafi reglum um grímuskyldu ekki verið fylgt og á því beri hann ábyrgð. „Eftir að gestir höfðu fengið sér sæti í salnum var grímunotkunar ekki krafist, en það samræmdist ekki gildandi sóttvarnarreglum. Ég ber ábyrgð á þeim misskilningi. Sömuleiðis var það misráðið af mér að fallast á undanþágu til að halda slíkan viðburð á Bessastöðum, segir Guðni í færslu á Facebook síðu sinni. Hann bætir við að forsetaembættið hafi reglulega frestað viðburðum eða fallið frá þeim og einsett sér að fylgja öllum tilmælum í hvívetna. „Sá eða sú, sem gegnir embætti forseta Íslands, á að ganga á undan með góðu fordæmi. Nú fór svo að það sem helst hann varast vann, varð að koma yfir hann, eins og sálmaskáldið orti, eða sjálfsmark á lokakaflanum svo að notuð sé samlíking úr heimi boltaíþrótta. Ég biðst innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum.“ Forseti Íslands Íslensku bókmenntaverðlaunin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hallgrímur tók þrennuna Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn nú í kvöld. Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu einnig verðlaunin. 25. janúar 2022 20:59 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Íslensku bókmenntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 25. janúar síðastliðinn og vöktu netverjar athygli á því að sóttvarnareglum hafi ekki verið fylgt á viðburðinum. Við þessu hefur Guðni nú gengist og segist hann biðjast innilegrar afsökunar á mistökunum. Því miður hafi reglum um grímuskyldu ekki verið fylgt og á því beri hann ábyrgð. „Eftir að gestir höfðu fengið sér sæti í salnum var grímunotkunar ekki krafist, en það samræmdist ekki gildandi sóttvarnarreglum. Ég ber ábyrgð á þeim misskilningi. Sömuleiðis var það misráðið af mér að fallast á undanþágu til að halda slíkan viðburð á Bessastöðum, segir Guðni í færslu á Facebook síðu sinni. Hann bætir við að forsetaembættið hafi reglulega frestað viðburðum eða fallið frá þeim og einsett sér að fylgja öllum tilmælum í hvívetna. „Sá eða sú, sem gegnir embætti forseta Íslands, á að ganga á undan með góðu fordæmi. Nú fór svo að það sem helst hann varast vann, varð að koma yfir hann, eins og sálmaskáldið orti, eða sjálfsmark á lokakaflanum svo að notuð sé samlíking úr heimi boltaíþrótta. Ég biðst innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum.“
Forseti Íslands Íslensku bókmenntaverðlaunin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hallgrímur tók þrennuna Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn nú í kvöld. Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu einnig verðlaunin. 25. janúar 2022 20:59 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Hallgrímur tók þrennuna Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn nú í kvöld. Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu einnig verðlaunin. 25. janúar 2022 20:59