Kröpp lægð gengur yfir: Hellisheiði lokuð vegna fastra bíla Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. janúar 2022 13:23 Bílar eru fastir á Hellisheiðinni. Vísir/Vilhelm Hellisheiði hefur verið lokað vegna veðurs en bílar eru nú fastir þar. Þá er fólk beðið að bíða með ferðir um Þrengsli á meðan veðrið gengur yfir. Gul veðurviðvörun tók gildi klukkan eitt á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa þegar kröpp lægð tók að ganga yfir landið. Mikil úrkoma fylgir lægðinni og gætu skilyrði til aksturs orðið slæm. „Það má búast við snjókomu og það er nú ekki hvass vindur. Það er svona allhvass vindur í suðvesturfjórðungi landsins en hægari vindur í öðrum landshlutum en það snjóar sem sagt um allt land en síðan kemur aðeins hlýtt loft með lægðinni þannig að úrkoman á láglendi færðir sig yfir í rigningu seinni partinn á sunnanverðu landinu. Þannig að hlýindin ná ekki á norðanvert landi,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lægðin gengur hratt yfir og á að mestu að vera gengin yfir síðdegis. Foreldrum skólabarna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send tilkynning þar sem þeir eru hvattir til að fylgjast með veðrinu og meta hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi. Jafnframt að mögulega geti orðið röskun á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags. Teitur segir það mikilvægt fyrir þá sem eru á ferðinni eftir hádegi að hafa í huga að búist er við mikilli úrkomu enda sé það helst það sem beri að varast. „Það er nú bara erfið akstursskilyrði í lélegu skyggni í snjókomunni.“ Þá eru vegfarendur beðnir að hafa í huga að vetrarfæri er víða á landinu og snjóþekja og hálka á heiðum. Veður Tengdar fréttir Allkröpp lægð nálgast landið Allkröpp lægð nálgast nú landið, en gengur þá í suðaustanstrekking með snjókomu sunnan- og vestanlands undir hádegi, en síðar einnig í öðrum landshlutum. 31. janúar 2022 06:52 Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26 Gul veðurviðvörun á vestanverðu landinu í dag Gul veðurviðvörun er á öllu vestanverðu landinu í dag. Viðvörunin tekur víðast hvar gildi um klukkan tíu í dag og verður í gildi fram undir kvöld. 30. janúar 2022 07:37 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Gul veðurviðvörun tók gildi klukkan eitt á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa þegar kröpp lægð tók að ganga yfir landið. Mikil úrkoma fylgir lægðinni og gætu skilyrði til aksturs orðið slæm. „Það má búast við snjókomu og það er nú ekki hvass vindur. Það er svona allhvass vindur í suðvesturfjórðungi landsins en hægari vindur í öðrum landshlutum en það snjóar sem sagt um allt land en síðan kemur aðeins hlýtt loft með lægðinni þannig að úrkoman á láglendi færðir sig yfir í rigningu seinni partinn á sunnanverðu landinu. Þannig að hlýindin ná ekki á norðanvert landi,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lægðin gengur hratt yfir og á að mestu að vera gengin yfir síðdegis. Foreldrum skólabarna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send tilkynning þar sem þeir eru hvattir til að fylgjast með veðrinu og meta hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi. Jafnframt að mögulega geti orðið röskun á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags. Teitur segir það mikilvægt fyrir þá sem eru á ferðinni eftir hádegi að hafa í huga að búist er við mikilli úrkomu enda sé það helst það sem beri að varast. „Það er nú bara erfið akstursskilyrði í lélegu skyggni í snjókomunni.“ Þá eru vegfarendur beðnir að hafa í huga að vetrarfæri er víða á landinu og snjóþekja og hálka á heiðum.
Veður Tengdar fréttir Allkröpp lægð nálgast landið Allkröpp lægð nálgast nú landið, en gengur þá í suðaustanstrekking með snjókomu sunnan- og vestanlands undir hádegi, en síðar einnig í öðrum landshlutum. 31. janúar 2022 06:52 Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26 Gul veðurviðvörun á vestanverðu landinu í dag Gul veðurviðvörun er á öllu vestanverðu landinu í dag. Viðvörunin tekur víðast hvar gildi um klukkan tíu í dag og verður í gildi fram undir kvöld. 30. janúar 2022 07:37 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Allkröpp lægð nálgast landið Allkröpp lægð nálgast nú landið, en gengur þá í suðaustanstrekking með snjókomu sunnan- og vestanlands undir hádegi, en síðar einnig í öðrum landshlutum. 31. janúar 2022 06:52
Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26
Gul veðurviðvörun á vestanverðu landinu í dag Gul veðurviðvörun er á öllu vestanverðu landinu í dag. Viðvörunin tekur víðast hvar gildi um klukkan tíu í dag og verður í gildi fram undir kvöld. 30. janúar 2022 07:37