Ágreiningur meðal dýravina:Stjórn DÍS telur sig mega sitja undir dæmalausum dylgjum Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2022 17:02 Linda Karen og Rósa Líf vilja meina að DÍS hafi algerlega brugðist því hlutverki sínu að gæta velferðar dýra. Hallgerður er formaður stjórnar sem hefur sent frá sér svargrein þar sem sagt er að um dylgjur sé að ræða og tilhæfulausar ávirðingar. vísir Stjórn Dýraverndunarsambands Íslands (DÍS) vill árétt að félagið starfi nú sem endranær að velferð dýra en DÍS telur sig nú mega sitja undir dylgjum. Í morgun birtist grein á Vísi eftir þær Lindu Karen Gunnarsdóttur og Rósu Líf Darradóttur en þær eru hestafræðingur og læknir. Þar gagnrýna þær DÍS ákaft fyrir meðal annars það að leggjast ekki afdráttarlaust á sveif með Ingu Sæland og frumvarpi hennar þar sem lagt er bann við blóðmerahaldi. Skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra Þær vísa til umsagnar DÍS. „Í stað þess að taka umsvifalaust afstöðu með frumvarpinu og gegn þessari starfsemi, fordæmir stjórn DÍS í umsögn sinni að blóðtaka á fylfullum hryssum verði framkvæmd án þess að óháð rannsókn á velferð hryssa og folalda þeirra liggi fyrir. Í umsögninni segir einnig að ótækt sé að miða við rannsóknir á öðrum dýrum en hryssunum sjálfum. Við slíkar rannsóknir yrði fjöldi hryssa gerður að tilraunadýrum í þágu þessarar starfsemi með tilheyrandi kvölum. Þetta er stórfurðuleg afstaða hjá stjórn DÍS. Að dýravelferðarsamtök taki ekki afdráttarlausa afstöðu með dýrum heldur óski eftir rannsóknum er óskiljanlegt. Það er hlutverk eftirlitsaðila og leyfisveitenda. Það er hins vegar skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra og tala máli þeirra,“ segir meðal annars í grein þeirra. En þar er þess krafist að haldinn verði aðalfundur hið fyrsta svo kjósa megi nýja stjórn: „Stjórnarmenn eiga að sjá sóma sinn í að segja sig frá stjórnarsetu í Dýraverndarsambandinu hið fyrsta.“ Vísir setti sig í samband við formann DÍS, Hallgerði Hauksdóttur, en hún taldi vert að svar lægi fyrir í greinarformi, og þá frá stjórninni allri. Sú grein birtist nú fyrir stundu. Þar segir meðal annars að sambandið geti ekki lýst yfir fyrirvaralausum stuðningi við einstök mál að óathuguðu máli. Harma hinar meintu dylgjur „Vönduð úrvinnsla getur einnig kostað að ekki ber mikið á vinnu okkar við fyrstu umræður, til dæmis á samfélagsmiðlum. Greinarhöfundar telja einnig óskiljanlegt að DÍS kalli eftir velferðarrannsóknum. Við bendum á að það eru einmitt slíkar rannsóknir og gagnreyndar upplýsingar á bak við öll viðmið varðandi velferð dýra. Auðvitað eiga hryssurnar að njóta vafans og það verður eingöngu gert með því að rannsaka með trúverðugum hætti þeirra eigin hag og aðstæður.“ Í grein þeirra Karenar Lindu og Rósar Líf er því einnig haldið fram að fjármál DÍS séu í ólestri. Því er hafnað í greininni sem Hallgerður skrifar undir fyrir hönd stjórnar. „Við hörmum að sjá fólk kjósa að verja kröftum í að birta dylgjur um vafasaman ásetning, bága fjárhagsstöðu eða veika starfsemi, til þess eins að skaða orðspor félags sem vinnur að velferð dýra,“ segir í lok greinarinnar. Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Félagasamtök Alþingi Tengdar fréttir „Hvers vegna þarf íslenskum hestum að blæða fyrir ódýra snitselið okkar?“ Þýska sjónvarpsstöðin Das Erste fjallaði um blóðmerahald á Íslandi í fréttum sínum í gær. Fréttamenn veltu fyrir sér hvers vegna íslenskum hestum þyrfti að blæða til þess að svínakjötsframleiðsla í Þýskalandi gengi eins og færiband. 27. janúar 2022 08:09 MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57 Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Í morgun birtist grein á Vísi eftir þær Lindu Karen Gunnarsdóttur og Rósu Líf Darradóttur en þær eru hestafræðingur og læknir. Þar gagnrýna þær DÍS ákaft fyrir meðal annars það að leggjast ekki afdráttarlaust á sveif með Ingu Sæland og frumvarpi hennar þar sem lagt er bann við blóðmerahaldi. Skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra Þær vísa til umsagnar DÍS. „Í stað þess að taka umsvifalaust afstöðu með frumvarpinu og gegn þessari starfsemi, fordæmir stjórn DÍS í umsögn sinni að blóðtaka á fylfullum hryssum verði framkvæmd án þess að óháð rannsókn á velferð hryssa og folalda þeirra liggi fyrir. Í umsögninni segir einnig að ótækt sé að miða við rannsóknir á öðrum dýrum en hryssunum sjálfum. Við slíkar rannsóknir yrði fjöldi hryssa gerður að tilraunadýrum í þágu þessarar starfsemi með tilheyrandi kvölum. Þetta er stórfurðuleg afstaða hjá stjórn DÍS. Að dýravelferðarsamtök taki ekki afdráttarlausa afstöðu með dýrum heldur óski eftir rannsóknum er óskiljanlegt. Það er hlutverk eftirlitsaðila og leyfisveitenda. Það er hins vegar skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra og tala máli þeirra,“ segir meðal annars í grein þeirra. En þar er þess krafist að haldinn verði aðalfundur hið fyrsta svo kjósa megi nýja stjórn: „Stjórnarmenn eiga að sjá sóma sinn í að segja sig frá stjórnarsetu í Dýraverndarsambandinu hið fyrsta.“ Vísir setti sig í samband við formann DÍS, Hallgerði Hauksdóttur, en hún taldi vert að svar lægi fyrir í greinarformi, og þá frá stjórninni allri. Sú grein birtist nú fyrir stundu. Þar segir meðal annars að sambandið geti ekki lýst yfir fyrirvaralausum stuðningi við einstök mál að óathuguðu máli. Harma hinar meintu dylgjur „Vönduð úrvinnsla getur einnig kostað að ekki ber mikið á vinnu okkar við fyrstu umræður, til dæmis á samfélagsmiðlum. Greinarhöfundar telja einnig óskiljanlegt að DÍS kalli eftir velferðarrannsóknum. Við bendum á að það eru einmitt slíkar rannsóknir og gagnreyndar upplýsingar á bak við öll viðmið varðandi velferð dýra. Auðvitað eiga hryssurnar að njóta vafans og það verður eingöngu gert með því að rannsaka með trúverðugum hætti þeirra eigin hag og aðstæður.“ Í grein þeirra Karenar Lindu og Rósar Líf er því einnig haldið fram að fjármál DÍS séu í ólestri. Því er hafnað í greininni sem Hallgerður skrifar undir fyrir hönd stjórnar. „Við hörmum að sjá fólk kjósa að verja kröftum í að birta dylgjur um vafasaman ásetning, bága fjárhagsstöðu eða veika starfsemi, til þess eins að skaða orðspor félags sem vinnur að velferð dýra,“ segir í lok greinarinnar.
Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Félagasamtök Alþingi Tengdar fréttir „Hvers vegna þarf íslenskum hestum að blæða fyrir ódýra snitselið okkar?“ Þýska sjónvarpsstöðin Das Erste fjallaði um blóðmerahald á Íslandi í fréttum sínum í gær. Fréttamenn veltu fyrir sér hvers vegna íslenskum hestum þyrfti að blæða til þess að svínakjötsframleiðsla í Þýskalandi gengi eins og færiband. 27. janúar 2022 08:09 MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57 Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Hvers vegna þarf íslenskum hestum að blæða fyrir ódýra snitselið okkar?“ Þýska sjónvarpsstöðin Das Erste fjallaði um blóðmerahald á Íslandi í fréttum sínum í gær. Fréttamenn veltu fyrir sér hvers vegna íslenskum hestum þyrfti að blæða til þess að svínakjötsframleiðsla í Þýskalandi gengi eins og færiband. 27. janúar 2022 08:09
MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57
Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02