Til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast Snorri Másson skrifar 31. janúar 2022 23:30 Kjartan Leifur Sigurðsson í FG og Jón Bjarni Snorrason í Borgarholtsskóla. Vísir/Egill Menntaskólanemar segja það til skammar fyrir stjórnvöld að hafa leyft heimsfaraldri að bitna svo illa á ungu fólki. Með breyttum samkomutakmörkunum í liðinni viku var leikhúsum gert kleift að hefja starfsemi á ný í einhverri mynd, skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis en menntaskólanemar falla á milli skips og bryggju. Áfram engin böll, rétt eins og þetta hefur verið í tæp tvö ár með skammvinnum undantekningum. „Þetta er bara alveg ömurleg staða. Að þessi þrjú menntaskólaár séu að fara í þetta er bara alveg hræðilegt. Og það er til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast að mínu mati,“ segir Kjartan Leifur Sigurðsson varaformaður NFFG. „Það er eins og þeim sé bara alveg sama um þessa tíu þúsund nemendur sem eru í framhaldsskóla, það er bara eins og þeir séu ekki til fyrir þeim. Þetta bara virkar ekki að hafa þetta svona áfram, því það mun bara skila sér í nemendum sem eru ekki eins og aðrir í þessu samfélagi og hafa farið í gegnum þetta,“ segir Kjartan. Allsherjaraflétting takmarkana er boðuð um miðjan mars að óbreyttu en sex til átta vikur eru of langur tími þegar maður er að útskrifast í vor. „Ég sé bara fólk sem byrjaði í menntó og er bara ekki búið að ná að tengjast neinum eða mynda nein almennileg vinasambönd, sem er kjörið tækifæri til að gera í framhaldsskóla. En ekki núna,“ segir Jón Bjarni Snorrason, formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla. Menntaskólar fengu til skamms tíma undanþágu fyrir böllum og vilja það aftur. „Ef þú smitast, kemstu ekki þarna inn, af því að þú þarft hraðpróf. Þannig að þetta virkaði mjög vel og ég veit ekki af hverju þetta ætti ekki að virka núna,“ segir Kjartan Leifur. Í fréttabrotinu hér að neðan segir frá böllum eins og þau gátu verið haldin í október á síðasta ári: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja eins metra regluna burt Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt. 31. janúar 2022 17:19 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Með breyttum samkomutakmörkunum í liðinni viku var leikhúsum gert kleift að hefja starfsemi á ný í einhverri mynd, skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis en menntaskólanemar falla á milli skips og bryggju. Áfram engin böll, rétt eins og þetta hefur verið í tæp tvö ár með skammvinnum undantekningum. „Þetta er bara alveg ömurleg staða. Að þessi þrjú menntaskólaár séu að fara í þetta er bara alveg hræðilegt. Og það er til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast að mínu mati,“ segir Kjartan Leifur Sigurðsson varaformaður NFFG. „Það er eins og þeim sé bara alveg sama um þessa tíu þúsund nemendur sem eru í framhaldsskóla, það er bara eins og þeir séu ekki til fyrir þeim. Þetta bara virkar ekki að hafa þetta svona áfram, því það mun bara skila sér í nemendum sem eru ekki eins og aðrir í þessu samfélagi og hafa farið í gegnum þetta,“ segir Kjartan. Allsherjaraflétting takmarkana er boðuð um miðjan mars að óbreyttu en sex til átta vikur eru of langur tími þegar maður er að útskrifast í vor. „Ég sé bara fólk sem byrjaði í menntó og er bara ekki búið að ná að tengjast neinum eða mynda nein almennileg vinasambönd, sem er kjörið tækifæri til að gera í framhaldsskóla. En ekki núna,“ segir Jón Bjarni Snorrason, formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla. Menntaskólar fengu til skamms tíma undanþágu fyrir böllum og vilja það aftur. „Ef þú smitast, kemstu ekki þarna inn, af því að þú þarft hraðpróf. Þannig að þetta virkaði mjög vel og ég veit ekki af hverju þetta ætti ekki að virka núna,“ segir Kjartan Leifur. Í fréttabrotinu hér að neðan segir frá böllum eins og þau gátu verið haldin í október á síðasta ári:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja eins metra regluna burt Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt. 31. janúar 2022 17:19 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Vilja eins metra regluna burt Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt. 31. janúar 2022 17:19
Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59