Þung staða á húsnæðismarkaði: „Þurfum að huga meira að framboðshliðinni“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2022 19:44 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Svört staða er uppi á húsnæðismarkaði nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og framboð á íbúðum sjaldan verið minna. Fjármálaráðherra segir þetta áhyggjuefni, ekki síst með tilliti til tekjulægri einstaklinga. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Húsnæðisliðurinn vegur einna þyngst en á sama tíma og greiðslubyrði lána hefur hækkað um allt að 14 prósent hefur meðalíbúðaverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað verulega. Til að taka þetta saman þá hefur meðalkaupverð í borginni farið úr því að vera 63,2 milljónir í október, í 68,2 milljónir í desember - sem þýðir fimm milljón króna hækkun á tveimur mánuðum, að því er kemur fram í tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofun. 44 prósent íbúða seldust yfir ásettu verði. Á sama tíma hefur framboð sjaldan verið minna, en fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu á meðan þær voru 2.200 talsins fyrir tveimur árum. Þá hafa ekki færri íbúðir verið í byggingu frá árinu 2017. „Ég held að við þurfum að huga meira að framboðshliðinni á húsnæðismarkaði en eftirspurnarhliðinni. Margt af því sem hefur verið gert undanfarin ár hefur verið til þess fallið að auka aðgengi að húsnæði og mögulega átt þátt í því að húsnæðisverðið hefur verið að hækka. Nú þegar það er horft fram á við þá finnst okkur að það mætti vera meira í pípunum á framboðshliðinni og ég held að menn ættu að beina sjónum sínum að því,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þá sé lítið hægt að bregðast við hinni alþjóðlegu verðbólgu sem sé að skila sér til Íslands, með tilheyrandi verðhækkunum. „Það er ekkert enn sem komið er sem bendir til þess að séu mikil vandræði fram undan. Þetta eru hættumerki sem við verðum að fylgjast vel með og gaumgæfa mjög vandlega hvað er skynsamlegt að gera, hvað er hægt að gera sem skilar árangri og eins og alltaf þegar verðbólgan á í hlut þá er það svona tekjulægra fólk sem fyrst mun finna fyrir áhrifunum og það er áhyggjuefni,“ segir Bjarni. Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Húsnæðisliðurinn vegur einna þyngst en á sama tíma og greiðslubyrði lána hefur hækkað um allt að 14 prósent hefur meðalíbúðaverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað verulega. Til að taka þetta saman þá hefur meðalkaupverð í borginni farið úr því að vera 63,2 milljónir í október, í 68,2 milljónir í desember - sem þýðir fimm milljón króna hækkun á tveimur mánuðum, að því er kemur fram í tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofun. 44 prósent íbúða seldust yfir ásettu verði. Á sama tíma hefur framboð sjaldan verið minna, en fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu á meðan þær voru 2.200 talsins fyrir tveimur árum. Þá hafa ekki færri íbúðir verið í byggingu frá árinu 2017. „Ég held að við þurfum að huga meira að framboðshliðinni á húsnæðismarkaði en eftirspurnarhliðinni. Margt af því sem hefur verið gert undanfarin ár hefur verið til þess fallið að auka aðgengi að húsnæði og mögulega átt þátt í því að húsnæðisverðið hefur verið að hækka. Nú þegar það er horft fram á við þá finnst okkur að það mætti vera meira í pípunum á framboðshliðinni og ég held að menn ættu að beina sjónum sínum að því,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þá sé lítið hægt að bregðast við hinni alþjóðlegu verðbólgu sem sé að skila sér til Íslands, með tilheyrandi verðhækkunum. „Það er ekkert enn sem komið er sem bendir til þess að séu mikil vandræði fram undan. Þetta eru hættumerki sem við verðum að fylgjast vel með og gaumgæfa mjög vandlega hvað er skynsamlegt að gera, hvað er hægt að gera sem skilar árangri og eins og alltaf þegar verðbólgan á í hlut þá er það svona tekjulægra fólk sem fyrst mun finna fyrir áhrifunum og það er áhyggjuefni,“ segir Bjarni.
Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira