Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2022 12:35 Pfizer mun sækja um heimild fyrir bóluefnið sitt í vikunni, sem gerir ráð fyrir tveimur skömmtum fyrir börn yngir en 5 ára. Rannsóknir á ágæti þriðja skammtarins standa enn yfir. AP/Carolyn Kaster Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. Frá þessu greinir New York Times. Umsóknin mun ná til bólusetningar með tveimur skömmtun en fyrirtækin eru enn að rannsaka áhrif og nauðsyn þess að gefa þriðja skammtinn. Niðurstaða hvað það varðar er sögð munu liggja fyrir í mars. Útbreiðsla ómíkron-afbrigðisins hefur gert það að verkum bæði í Bandaríkjunum og víðar að fleiri börn greinast með Covid-19. Í Bandaríkjunum eru 19 milljónir barna undir 5 ára en gert er ráð fyrir að bóluefnið verði í boði fyrir börn allt niður í 6 mánaða. Samkvæmt New York Times hafa rannsóknir sýnt að tveir skammtar veita börnum á fyrrnefndum aldri góða vernd gegn Covid-19, án alvarlegra aukaverkana. Fyrirtækin greindu frá því í desember að tveir skammtar af bóluefni sem hefðu 10 prósent af styrkleika fullorðinsskammtanna veittu börnum á aldrinum 6 mánaða til 2 ára sömu vörn og ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára. Vörnin var hins vegar ekki jafn góð hjá börnum 2 til 4 ára. Jafnvel þótt flest börn veikist lítið af Covid-19 hefur innlögnum barna á aldrinum núll til 4 ára fjölgað í Bandaríkjunum. Þetta má meðal annars rekja til þess að fleiri smitast nú vegna mikillar smithæfni ómíkron-afbrigðisins. Pfizer sagðist í desember gera ráð fyrir að ung börn fengju skammt númer tvö þremur vikum eftir fyrsta skammtinn og þriðja skammtin tveimur mánuðum eftir skammt númer tvö. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times. Umsóknin mun ná til bólusetningar með tveimur skömmtun en fyrirtækin eru enn að rannsaka áhrif og nauðsyn þess að gefa þriðja skammtinn. Niðurstaða hvað það varðar er sögð munu liggja fyrir í mars. Útbreiðsla ómíkron-afbrigðisins hefur gert það að verkum bæði í Bandaríkjunum og víðar að fleiri börn greinast með Covid-19. Í Bandaríkjunum eru 19 milljónir barna undir 5 ára en gert er ráð fyrir að bóluefnið verði í boði fyrir börn allt niður í 6 mánaða. Samkvæmt New York Times hafa rannsóknir sýnt að tveir skammtar veita börnum á fyrrnefndum aldri góða vernd gegn Covid-19, án alvarlegra aukaverkana. Fyrirtækin greindu frá því í desember að tveir skammtar af bóluefni sem hefðu 10 prósent af styrkleika fullorðinsskammtanna veittu börnum á aldrinum 6 mánaða til 2 ára sömu vörn og ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára. Vörnin var hins vegar ekki jafn góð hjá börnum 2 til 4 ára. Jafnvel þótt flest börn veikist lítið af Covid-19 hefur innlögnum barna á aldrinum núll til 4 ára fjölgað í Bandaríkjunum. Þetta má meðal annars rekja til þess að fleiri smitast nú vegna mikillar smithæfni ómíkron-afbrigðisins. Pfizer sagðist í desember gera ráð fyrir að ung börn fengju skammt númer tvö þremur vikum eftir fyrsta skammtinn og þriðja skammtin tveimur mánuðum eftir skammt númer tvö.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira