Lögreglan stuðlar að dreifingu amfetamíns — kyndir hún næst undir morðum? Einar Steingrímsson skrifar 1. febrúar 2022 14:01 Í nýlegri frétt á RÚV má lesa eftirfarandi: „... lögreglan hafi farið í leynilega húsleit á heimili mannsins í desember fyrir þremur árum þar sem hún fann lítra af amfetamínbasa og rúmlega 400 grömm af amfetamíni. Í ákærunni segir að lögregla hafi skipt út amfetamínbasanum fyrir annan vökva en látið amfetamínið vera vegna rannsóknarhagsmuna. ... Mánuði eftir leynilegu húsleitina kom lögreglan aftur á staðinn. Maðurinn framvísaði þá því amfetamíni sem eftir var eða rúmlega 200 grömmum.“ Nú má deila um hvort vit sé í að hafa afskipti af vímuefnaneyslu fólks. En ríkið eyðir líklega milljörðum á ári, ef allt er talið, í stríð sem vissulega er vonlaust, en samt endalaust háð af réttarkerfinu. Það er gert á þeirri forsendu að það sé betra fyrir samfélagið en að hætt verði að banna neyslu vímuefna, annarra en þeirra sem eru ríkinu þóknanleg (þótt þau valdi væntanlega mun meiri skaða en hin ólöglegu). Og meðan ríkið rekur þetta stríð, og lögreglan beitir í því aðferðum af þessu tagi, þá er ekki furða að spurt sé hvað sé næst. Eða, eins og kunningi minn einn orðaði það: „Ég hef stundum líkt þessu við að lögreglan fái inná borð til sín til rannsóknar manndrápstilraun, þar sem eiginmaður reynir að drepa konu sína, og lögreglan ákveður að sleppa honum við kæru í von um að honum takist ætlunarverkið næst og fái þarmeð mun þyngri dóm.“ Þetta hljómar auðvitað fáránlega. En þegar réttarkerfið þykist vera að vernda almenning gegn stórkostlegri hættu með stríðinu gegn vímuefnum, hvernig getur lögreglan þá réttlætt að hún láti 400 grömm af amfetamíni óhreyfð, vitandi að þau muni að öllum líkindum rata til neytenda? Er svarið kannski að lögreglan viti að þetta stríð hennar er verra en tilgangslaust, og að þar á bæ sé fólk bara í bófahasar, af því það langi svo að líta út eins og liðið í nýjustu löggutöffaraseríunni? Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt á RÚV má lesa eftirfarandi: „... lögreglan hafi farið í leynilega húsleit á heimili mannsins í desember fyrir þremur árum þar sem hún fann lítra af amfetamínbasa og rúmlega 400 grömm af amfetamíni. Í ákærunni segir að lögregla hafi skipt út amfetamínbasanum fyrir annan vökva en látið amfetamínið vera vegna rannsóknarhagsmuna. ... Mánuði eftir leynilegu húsleitina kom lögreglan aftur á staðinn. Maðurinn framvísaði þá því amfetamíni sem eftir var eða rúmlega 200 grömmum.“ Nú má deila um hvort vit sé í að hafa afskipti af vímuefnaneyslu fólks. En ríkið eyðir líklega milljörðum á ári, ef allt er talið, í stríð sem vissulega er vonlaust, en samt endalaust háð af réttarkerfinu. Það er gert á þeirri forsendu að það sé betra fyrir samfélagið en að hætt verði að banna neyslu vímuefna, annarra en þeirra sem eru ríkinu þóknanleg (þótt þau valdi væntanlega mun meiri skaða en hin ólöglegu). Og meðan ríkið rekur þetta stríð, og lögreglan beitir í því aðferðum af þessu tagi, þá er ekki furða að spurt sé hvað sé næst. Eða, eins og kunningi minn einn orðaði það: „Ég hef stundum líkt þessu við að lögreglan fái inná borð til sín til rannsóknar manndrápstilraun, þar sem eiginmaður reynir að drepa konu sína, og lögreglan ákveður að sleppa honum við kæru í von um að honum takist ætlunarverkið næst og fái þarmeð mun þyngri dóm.“ Þetta hljómar auðvitað fáránlega. En þegar réttarkerfið þykist vera að vernda almenning gegn stórkostlegri hættu með stríðinu gegn vímuefnum, hvernig getur lögreglan þá réttlætt að hún láti 400 grömm af amfetamíni óhreyfð, vitandi að þau muni að öllum líkindum rata til neytenda? Er svarið kannski að lögreglan viti að þetta stríð hennar er verra en tilgangslaust, og að þar á bæ sé fólk bara í bófahasar, af því það langi svo að líta út eins og liðið í nýjustu löggutöffaraseríunni? Höfundur er stærðfræðingur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun