Sólveig furðaði sig á „kostnaðarsömum fríðindum“ starfsmanna Eflingar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2022 00:15 Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður og nú formannsframbjóðandi í Eflingu, segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu Eflingar hafa nýtt sér kostnaðarsöm fríðindi á kostnað félagsfólks. Hálaunafólki hafi tekist að breyta Eflingu í sjálftökumaskínu. Sólveig Anna birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hún skýtur föstum skotum á úttekt sem Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður og formannsframbjóðandi, óskaði eftir um kostnað við uppsagnir og veikindi starfsmanna í formannstíð Sólveigar Önnu. Vísir greindi frá því fyrr í dag að samkvæmt úttektinni væri kostnaðurinn tæpar 130 milljónir króna. Í færslunni segir hún að kostnaður við starfsmannahald á skrifstofum Eflingar sé miklu meiri en fram komi í svari frá skrifstofu Eflingar við fyrirspurn Guðmundar. „Eitt af því sem vakti furðu mína þegar ég hóf störf á skrifstofum Eflingar árið 2018 voru þau miklu og kostnaðarsömu fríðindi sem starfsfólk skrifstofunnar nýtur á kostnað félagsfólks. Mér var tilkynnt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að starfsfólk ætti að „njóta alls þess besta“ úr kjarasamningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðinum.“ segir Sólveig Anna í færslunni. Segir starfsmenn njóta mikilla fríðinda Hún telur upp önnur fríðindi starfsfólks Eflingar og nefnir þar ókeypis veislumat í hádeginu, dýrar árshátíðarferðir til útlanda, einkaskrifstofur fyrir alla starfsmenn með fyrsta flokks tölvu- og húsbúnaði, tíðar hópeflis- og átsamkomur á vinnutíma, eins og það er orðað í færslunni. Sólveig Anna segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu félagsins hafa sóst eftir því að nýta sér „þau veglegu réttindi sem þeir njóta tengt veikindum og starfslokum.“ Gagnrýni hennar hafi ekki skilað sátt, heldur aukinni heift í hennar garð og meiri ásælni í sjóði Eflingar. „Mér er til dæmis minnisstætt þegar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri hóf linnulausar árásir og ásakanir á mig, eftir að hafa undirritað starfslokasamning og skilið við félagið í góðu. Ástæðan er sú að ég féllst ekki á að veita honum enn meira fé úr sjóðum félagsins,“ segir Sólveig Anna í færslunni. Hún rifjar upp mál ónefnds starfsmanns og segir hann hafa reiðst þegar hann fékk ekki umbeðna stöðuhækkun. Í kjölfarið hafi hann farið í veikindaleyfi: „Sami starfsmaður ákvað svo seinna að sniðugt væri að hóta að koma á heimili mitt og gera mér illt.“ Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21 Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Sólveig Anna birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hún skýtur föstum skotum á úttekt sem Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður og formannsframbjóðandi, óskaði eftir um kostnað við uppsagnir og veikindi starfsmanna í formannstíð Sólveigar Önnu. Vísir greindi frá því fyrr í dag að samkvæmt úttektinni væri kostnaðurinn tæpar 130 milljónir króna. Í færslunni segir hún að kostnaður við starfsmannahald á skrifstofum Eflingar sé miklu meiri en fram komi í svari frá skrifstofu Eflingar við fyrirspurn Guðmundar. „Eitt af því sem vakti furðu mína þegar ég hóf störf á skrifstofum Eflingar árið 2018 voru þau miklu og kostnaðarsömu fríðindi sem starfsfólk skrifstofunnar nýtur á kostnað félagsfólks. Mér var tilkynnt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að starfsfólk ætti að „njóta alls þess besta“ úr kjarasamningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðinum.“ segir Sólveig Anna í færslunni. Segir starfsmenn njóta mikilla fríðinda Hún telur upp önnur fríðindi starfsfólks Eflingar og nefnir þar ókeypis veislumat í hádeginu, dýrar árshátíðarferðir til útlanda, einkaskrifstofur fyrir alla starfsmenn með fyrsta flokks tölvu- og húsbúnaði, tíðar hópeflis- og átsamkomur á vinnutíma, eins og það er orðað í færslunni. Sólveig Anna segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu félagsins hafa sóst eftir því að nýta sér „þau veglegu réttindi sem þeir njóta tengt veikindum og starfslokum.“ Gagnrýni hennar hafi ekki skilað sátt, heldur aukinni heift í hennar garð og meiri ásælni í sjóði Eflingar. „Mér er til dæmis minnisstætt þegar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri hóf linnulausar árásir og ásakanir á mig, eftir að hafa undirritað starfslokasamning og skilið við félagið í góðu. Ástæðan er sú að ég féllst ekki á að veita honum enn meira fé úr sjóðum félagsins,“ segir Sólveig Anna í færslunni. Hún rifjar upp mál ónefnds starfsmanns og segir hann hafa reiðst þegar hann fékk ekki umbeðna stöðuhækkun. Í kjölfarið hafi hann farið í veikindaleyfi: „Sami starfsmaður ákvað svo seinna að sniðugt væri að hóta að koma á heimili mitt og gera mér illt.“
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21 Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21
Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08
Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18