Vann Ólympíugull en henti því í ruslið og „hataði lífið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 08:00 Chloe Kim í bandaríska gallanum tilbúin fyrir keppnina á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hún átti mjög erfitt með að ráða við athyglina og eftirspurnina eftir að hafa unnið gull á síðustu leikum. Getty/Tom Pennington Bandaríska snjóbrettakonan Chloe Kim sló í gegn sautján ára gömul þegar hún varð Ólympíumeistari á snjóbretti. Chloe Kim vann hálfpípu keppnina á leikunum í Pyeongchang árið 2018 og varð um leið stórstjarna. Nú er komið að því að reyna að vinna gullið aftur á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Lífið á þessum fjórum árum hafa þó ekki verið dans á rósum. Chloe Kim on the cover of TIME! pic.twitter.com/JV42hoUsT5— Nancy Wang Yuen (@nancywyuen) January 19, 2022 Chloe Kim ræddi um þessi ár í viðtali við blaðamann bandaríska stórblaðsins Time. Kim segist hafa glímt við mikið þunglyndi eftir að hún kom heim með Ólympíugullið. „Ég hataði lífið mitt,“ sagði Chloe Kim sem er nú 21 árs. „Ég vildi bara fá daga þar sem ég gat fengið smá frið. Ég hafði farið í gegnum mest stressandi mánuði á allri ævi mini en um leið og ég kom heim þá voru allir að pressa á mig,“ sagði Chloe. Kim birtist meðal annars á forsíðu Sports Illustrated og var ein af stærstu stjörnum leikanna. Hún var svo niðurdregin og undir svo mikilli pressu að hún endaði á því að henda Ólympíugullinu í ruslið. After winning Olympic gold in Pyeongchang, Chloe Kim came home depressed and threw her medal in the trash. Now she s ready to win again on her own terms. (via @seanmgregory for @TIME in News+) https://t.co/iKPamHwzjU— Apple News (@AppleNews) January 27, 2022 Nokkrum mánuðum síðar ökklabrotnaði hún í keppni í Bandaríkjunum. Það var dropinn sem fyllti mælinn. „Ég var algjörlega útbrunnin og réð ekki við þetta lengur. Ég var alveg týnd. Ég var komin á botninn,“ sagði Chloe sem lét þunglyndið fara illa með sig. Hún hafði líka þurft að glíma við mikla kynþáttaformdóma eftir að hún vann sitt fyrsta gull á X-leikunum. Kim er að suður-kóreskum ættum þótt hún keppi fyrir Bandaríkin enda fædd og uppalin í Bandaríkjunum. „Ég grét sjálfa mig í svefn á besta degi lífs míns,“ sagði Chloe en þetta var áruð 2015 og hún var aðeins fimmtán ára gömul. Það er samt engin uppgjartónn í Kim. Hún varð heimsmeistari í hálfpípunni bæði 2019 og 2021 og ætlar sér að taka gullið aftur í Peking. Kim ætlar líka að bjóða upp á nýjar brellur. „Ég hlakka svo mikið til. Þetta eru mínar bestu brellur hingað til. Þið getið búist við miklu af mér. Ég ætla að springa út,“ sagði Chloe Kim og virðist sem betur fer vera búin að komast yfir þunglyndið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iL_-VGD-BTU">watch on YouTube</a> Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Snjóbrettaíþróttir Bandaríkin Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Chloe Kim vann hálfpípu keppnina á leikunum í Pyeongchang árið 2018 og varð um leið stórstjarna. Nú er komið að því að reyna að vinna gullið aftur á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Lífið á þessum fjórum árum hafa þó ekki verið dans á rósum. Chloe Kim on the cover of TIME! pic.twitter.com/JV42hoUsT5— Nancy Wang Yuen (@nancywyuen) January 19, 2022 Chloe Kim ræddi um þessi ár í viðtali við blaðamann bandaríska stórblaðsins Time. Kim segist hafa glímt við mikið þunglyndi eftir að hún kom heim með Ólympíugullið. „Ég hataði lífið mitt,“ sagði Chloe Kim sem er nú 21 árs. „Ég vildi bara fá daga þar sem ég gat fengið smá frið. Ég hafði farið í gegnum mest stressandi mánuði á allri ævi mini en um leið og ég kom heim þá voru allir að pressa á mig,“ sagði Chloe. Kim birtist meðal annars á forsíðu Sports Illustrated og var ein af stærstu stjörnum leikanna. Hún var svo niðurdregin og undir svo mikilli pressu að hún endaði á því að henda Ólympíugullinu í ruslið. After winning Olympic gold in Pyeongchang, Chloe Kim came home depressed and threw her medal in the trash. Now she s ready to win again on her own terms. (via @seanmgregory for @TIME in News+) https://t.co/iKPamHwzjU— Apple News (@AppleNews) January 27, 2022 Nokkrum mánuðum síðar ökklabrotnaði hún í keppni í Bandaríkjunum. Það var dropinn sem fyllti mælinn. „Ég var algjörlega útbrunnin og réð ekki við þetta lengur. Ég var alveg týnd. Ég var komin á botninn,“ sagði Chloe sem lét þunglyndið fara illa með sig. Hún hafði líka þurft að glíma við mikla kynþáttaformdóma eftir að hún vann sitt fyrsta gull á X-leikunum. Kim er að suður-kóreskum ættum þótt hún keppi fyrir Bandaríkin enda fædd og uppalin í Bandaríkjunum. „Ég grét sjálfa mig í svefn á besta degi lífs míns,“ sagði Chloe en þetta var áruð 2015 og hún var aðeins fimmtán ára gömul. Það er samt engin uppgjartónn í Kim. Hún varð heimsmeistari í hálfpípunni bæði 2019 og 2021 og ætlar sér að taka gullið aftur í Peking. Kim ætlar líka að bjóða upp á nýjar brellur. „Ég hlakka svo mikið til. Þetta eru mínar bestu brellur hingað til. Þið getið búist við miklu af mér. Ég ætla að springa út,“ sagði Chloe Kim og virðist sem betur fer vera búin að komast yfir þunglyndið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iL_-VGD-BTU">watch on YouTube</a>
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Snjóbrettaíþróttir Bandaríkin Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira