Biðjast afsökunar á að hafa samið við nauðgarann og íhuga að láta hann fara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2022 11:49 Nauðgarinn David Goodwillie er mikill markaskorari. Skoska B-deildarliðið Raith Rovers ætlar ekki að nota nauðgarann David Goodwillie og íhugar að rifta samningi sínum við hann, áður en hann spilar leik fyrir félagið. Sú ákvörðun Raith Rovers að semja við Goodwillie hefur vægast sagt vakið hörð viðbrögð og dregið dilk á eftir sér. Nokkrir starfsmenn Raith Rovers hafa sagt upp, tveir af stærstu styrktaraðilum félagsins vilja ekki lengur auglýsa framan á búningum þess og fyrirliði kvennaliðsins, Tyler Rattray, hætti í mótmælaskyni. Kvennalið Raith Rovers hefur líka slitið sig frá félaginu vegna kaupanna umdeildu á Goodwillie. Liðið spilar næsta leik sinn án merkis Raith Rovers á búningum sínum og ekki á heimavelli liðsins, Stark's Park. Þá hafa þekkt nöfn á borð við Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, gagnrýnt Raith Rovers fyrir að semja við Goodwillie. Árið 2017 var Goodwillie fundinn sekur um að vera nauðgari í einkamáli ásamt fyrrverandi samherja sínum, David Robertson. Þeir greiddu þolandanum hundrað þúsund pund í skaðabætur. Goodwillie fór þó ekki fyrir rétt því ekki þóttu næg sönnunargögn fyrir hendi. Raith Rovers hefur varið ákvörðunina að semja við Goodwillie og segja að hún hafi eingöngu verið tekin út frá fótboltalegum forsendum en nú er komið annað hljóð í strokkinn. John Sim, stjórnarformaður Raith Rovers, hefur beðist afsökunar á því að hafa samið við Goodwillie. Hann kom til liðsins frá Clyde á lokadegi félagaskiptagluggans á mánudaginn. „Fyrst í stað vil ég biðja stuðningsmenn okkar, styrktaraðila, leikmenn og Raith Rovers samfélagið innilega afsökunar á reiðinni og angistinni sem við höfum orsakað. Okkur varð á. Þegar við tókum ákvörðunina einblíndum við of mikið á fótboltann og ekki nógu mikið á hvaða áhrif þetta hefði á félagið okkar og samfélagið,“ sagði Sim í yfirlýsingu. „Undanfarna daga höfum við hlustað á stuðningsmenn sem hafa sett sig í samband við okkur og ég er þakklátur fyrir hreinskilni þeirra. Við sjáum eftir þessu og ætlum okkur að laga þetta.“ Sim staðfesti einnig að Goodwillie myndi ekki spila með Raith Rovers og félagið ætli að skoða mál hans og íhugi jafnvel að rifta samningi hans áður en hann spilar fyrir það. Hinn 32 ára Goodwillie hefur skorað grimmt fyrir Clyde undanfarin ár. Hann hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Skotland og skorað eitt mark. Skoski boltinn Kynferðisofbeldi Skotland Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Sú ákvörðun Raith Rovers að semja við Goodwillie hefur vægast sagt vakið hörð viðbrögð og dregið dilk á eftir sér. Nokkrir starfsmenn Raith Rovers hafa sagt upp, tveir af stærstu styrktaraðilum félagsins vilja ekki lengur auglýsa framan á búningum þess og fyrirliði kvennaliðsins, Tyler Rattray, hætti í mótmælaskyni. Kvennalið Raith Rovers hefur líka slitið sig frá félaginu vegna kaupanna umdeildu á Goodwillie. Liðið spilar næsta leik sinn án merkis Raith Rovers á búningum sínum og ekki á heimavelli liðsins, Stark's Park. Þá hafa þekkt nöfn á borð við Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, gagnrýnt Raith Rovers fyrir að semja við Goodwillie. Árið 2017 var Goodwillie fundinn sekur um að vera nauðgari í einkamáli ásamt fyrrverandi samherja sínum, David Robertson. Þeir greiddu þolandanum hundrað þúsund pund í skaðabætur. Goodwillie fór þó ekki fyrir rétt því ekki þóttu næg sönnunargögn fyrir hendi. Raith Rovers hefur varið ákvörðunina að semja við Goodwillie og segja að hún hafi eingöngu verið tekin út frá fótboltalegum forsendum en nú er komið annað hljóð í strokkinn. John Sim, stjórnarformaður Raith Rovers, hefur beðist afsökunar á því að hafa samið við Goodwillie. Hann kom til liðsins frá Clyde á lokadegi félagaskiptagluggans á mánudaginn. „Fyrst í stað vil ég biðja stuðningsmenn okkar, styrktaraðila, leikmenn og Raith Rovers samfélagið innilega afsökunar á reiðinni og angistinni sem við höfum orsakað. Okkur varð á. Þegar við tókum ákvörðunina einblíndum við of mikið á fótboltann og ekki nógu mikið á hvaða áhrif þetta hefði á félagið okkar og samfélagið,“ sagði Sim í yfirlýsingu. „Undanfarna daga höfum við hlustað á stuðningsmenn sem hafa sett sig í samband við okkur og ég er þakklátur fyrir hreinskilni þeirra. Við sjáum eftir þessu og ætlum okkur að laga þetta.“ Sim staðfesti einnig að Goodwillie myndi ekki spila með Raith Rovers og félagið ætli að skoða mál hans og íhugi jafnvel að rifta samningi hans áður en hann spilar fyrir það. Hinn 32 ára Goodwillie hefur skorað grimmt fyrir Clyde undanfarin ár. Hann hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Skotland og skorað eitt mark.
Skoski boltinn Kynferðisofbeldi Skotland Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira