Fækkum bílum Pétur Marteinn Urbancic Tómasson skrifar 3. febrúar 2022 13:31 Mig langar að biðja lesendur á höfuðborgarsvæðinu að líta út um gluggann. Það eru yfirgnæfandi líkur á að meirihluti þess svæðis sem þú horfir á fari undir einn samgöngumáta - bílinn. Það heyrist af og til í umræðunni að Íslendingar hafi valið bílinn. Að einhverju leyti er það rétt, stjórnmálamenn völdu hann með því að úthluta landi á þann hátt að einstaklingar höfðu voðalega lítið val. Ef þú ferð á hlaðborð þar sem það eina sem er í boði eru rófur muntu líklega enda á að borða rófur. Til að raunverulegt val sé til staðar í samgöngum þarf að skipta plássi og fjármunum jafnar á milli bíla, reiðhjóla, gangandi og almenningssamgangna. Eina leiðin til að gera það er að fækka bílum í umferð. Þrátt fyrir ýmis metnaðarfull verkefni innan borgarinnar fer einkabílum á götum Reykjavíkur enn fjölgandi. Það leiðir eðlilega til þyngri umferðar. Margir vilja bregðast við þessu með því að fjölga akgreinum, en það er skammgóður vermir. Meira pláss fyrir bíla leiðir til fleiri bíla, enda er tilgangurinn með því að fjölga akgreinum sá að akgreinarnar verði nýttar. Í öllum þeim greiningum sem fjalla um breikkun vega er tekið fram að um umferðaraukandi aðgerð sé að ræða til lengri tíma. Með því að breikka vegi og fjölga akgreinum er þannig verið að tryggja að það þurfi að gera slíkt hið sama aftur eftir nokkur ár. Hin leiðin sem stendur til boða er að fækka bílum í umferðinni. Það er sú leið sem við verðum að fara. Færri bílar í umferðinni gagnast öllum, ekki síst þeim sem vilja eða þurfa að nota bíla í sínu daglega lífi, er nauðsynleg aðgerð til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og ýtir undir meira og skemmtilegra mannlíf í borginni okkar. Borgarlínan spilar risastóran þátt í þessari vegferð en meira þarf til. Við sjáum borgir um allan heim hverfa frá bílamódelinu. Amsterdam og Kaupmannahöfn voru bílaborgir fyrir 60 árum. Það var pólitísk ákvörðun að verða bílaborg og pólitísk ákvörðun að hætta því. London og París hafa verið í öflugum aðgerðum við að leggja áherslu á aðra samgöngumáta en bílinn. Það er yfirgnæfandi ánægja meðal íbúa um þessar aðgerðir. Ekkert bendir til þess að annað muni eiga við í Reykjavík. Þrátt fyrir jákvæð skref er Reykjavíkurborg enn bílaborg og bílum fer fjölgandi. Við þurfum að þora að taka afgerandi skref til að fækka bílum. Við þurfum að byggja fleiri íbúðir án bílastæða eða bílakjallara, auka nærþjónustu í öllum hverfum, búa til mannvæn græn svæði og torg, gera fleiri og stærri svæði bíllaus, passa að öll hönnun í borgarrými taki mið af fleiri ferðamátum en bara bílnum, fækka bílastæðum í borgarlandi og leggja gjaldskyldu á þau sem þó eru til staðar. Mín framtíðarsýn er að hver einasti Reykvíkingur hafi raunverulegt val um hvernig hann ferðist, geti sótt sér nærþjónustu í sínu hverfi og njóti þess að ferðast um borgina, sama með hvaða hætti það er gert. En til þess þarf að byrja á að fækka bílum. Höfundur er lögfræðingur, forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík þar sem hann sækist eftir 5.-6. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skipulag Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Bílar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að biðja lesendur á höfuðborgarsvæðinu að líta út um gluggann. Það eru yfirgnæfandi líkur á að meirihluti þess svæðis sem þú horfir á fari undir einn samgöngumáta - bílinn. Það heyrist af og til í umræðunni að Íslendingar hafi valið bílinn. Að einhverju leyti er það rétt, stjórnmálamenn völdu hann með því að úthluta landi á þann hátt að einstaklingar höfðu voðalega lítið val. Ef þú ferð á hlaðborð þar sem það eina sem er í boði eru rófur muntu líklega enda á að borða rófur. Til að raunverulegt val sé til staðar í samgöngum þarf að skipta plássi og fjármunum jafnar á milli bíla, reiðhjóla, gangandi og almenningssamgangna. Eina leiðin til að gera það er að fækka bílum í umferð. Þrátt fyrir ýmis metnaðarfull verkefni innan borgarinnar fer einkabílum á götum Reykjavíkur enn fjölgandi. Það leiðir eðlilega til þyngri umferðar. Margir vilja bregðast við þessu með því að fjölga akgreinum, en það er skammgóður vermir. Meira pláss fyrir bíla leiðir til fleiri bíla, enda er tilgangurinn með því að fjölga akgreinum sá að akgreinarnar verði nýttar. Í öllum þeim greiningum sem fjalla um breikkun vega er tekið fram að um umferðaraukandi aðgerð sé að ræða til lengri tíma. Með því að breikka vegi og fjölga akgreinum er þannig verið að tryggja að það þurfi að gera slíkt hið sama aftur eftir nokkur ár. Hin leiðin sem stendur til boða er að fækka bílum í umferðinni. Það er sú leið sem við verðum að fara. Færri bílar í umferðinni gagnast öllum, ekki síst þeim sem vilja eða þurfa að nota bíla í sínu daglega lífi, er nauðsynleg aðgerð til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og ýtir undir meira og skemmtilegra mannlíf í borginni okkar. Borgarlínan spilar risastóran þátt í þessari vegferð en meira þarf til. Við sjáum borgir um allan heim hverfa frá bílamódelinu. Amsterdam og Kaupmannahöfn voru bílaborgir fyrir 60 árum. Það var pólitísk ákvörðun að verða bílaborg og pólitísk ákvörðun að hætta því. London og París hafa verið í öflugum aðgerðum við að leggja áherslu á aðra samgöngumáta en bílinn. Það er yfirgnæfandi ánægja meðal íbúa um þessar aðgerðir. Ekkert bendir til þess að annað muni eiga við í Reykjavík. Þrátt fyrir jákvæð skref er Reykjavíkurborg enn bílaborg og bílum fer fjölgandi. Við þurfum að þora að taka afgerandi skref til að fækka bílum. Við þurfum að byggja fleiri íbúðir án bílastæða eða bílakjallara, auka nærþjónustu í öllum hverfum, búa til mannvæn græn svæði og torg, gera fleiri og stærri svæði bíllaus, passa að öll hönnun í borgarrými taki mið af fleiri ferðamátum en bara bílnum, fækka bílastæðum í borgarlandi og leggja gjaldskyldu á þau sem þó eru til staðar. Mín framtíðarsýn er að hver einasti Reykvíkingur hafi raunverulegt val um hvernig hann ferðist, geti sótt sér nærþjónustu í sínu hverfi og njóti þess að ferðast um borgina, sama með hvaða hætti það er gert. En til þess þarf að byrja á að fækka bílum. Höfundur er lögfræðingur, forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík þar sem hann sækist eftir 5.-6. sæti.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun