Boðar verulegar afléttingar tveimur vikum fyrr Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 4. febrúar 2022 12:33 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir blasa við að allt vinni með því að hægt verði að létta á takmörkunum í samfélaginu fyrr en afléttingaráætlun segi til um. Hann reiknar með verulegum afléttingum í næstu viku, tveimur vikum á undan áætlun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að einangrun yrði stytt á miðnætti á sunnudag úr sjö dögum í fimm. Það sé í fullu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Kjarninn í áhættumati sóttvarnalæknis, vegna hinnar miklu útbreiðslu og veikinda, snúi að hve ýmis starfsemi standi tæpt. Bæði í heilbrigðisþjónustu og félagsmálaþjónustu. Samkvæmt afléttingaráætlun stóð til að aflétta verulega 24. febrúar og aflétta með öllu 14. mars. Willum segist vona að geta kynnt verulegar afléttingar hið minnsta tveimur vikum fyrr, þ.e. í síðasta lagi 10. febrúar. „Nú kynntum við þessar afléttingaáætlun fyrir viku. Mér sýnist blasa við að það sé allt að vinna með okkur. Það séu forsendur til að aflétta fyrr og jafnvel meir en við kynntum í þeim skrefum sem voru þá 24. febrúar og 14. mars. Enda sögðum við að við myndum alltaf horfa til afléttinga þess á milli.“ Þegar hafi verið afnumin nándarregla á sitjandi viðburðum og nú sé einangrun stytt. „Mér sýnist að við getum hálfum mánuði fyrr hið minnsta tilkynnt verulegar afléttingar og jafnvel meiri en við gerðum ráð fyrir. Ef ekkert óvænt gerist eins og kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis,“ segir Willum. Takist það í næstu viku verði það hálfum mánuði á undan áætlun. Taka verði þó áfram mið af sjónarmiðum sóttvarnalæknis. Willum viðurkennir að ýmsir innan ríkisstjórnar vilji aflétta enn fyrr. Tekist hafi verið á um málið á fundi ríkisstjórnar í morgun á málefnalegum nótum. Nánar er greint er frá styttingu einangrunar í eftirfarandi tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu: Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi mánudaginn 7. febrúar. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf krefur samkvæmt læknisfræðilegu mati. Frá sama tíma er afnumin skylda þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa smitgát sem eru með afstaðna sýkingu, staðfesta með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga. Nánar um einangrun og afléttingu hennar Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 skal vera í einangrun í 5 daga frá greiningu, enda sé hann einkennalaus eða einkennalítill. Með litlum einkennum er átt við væg einkenni frá öndunarfærum og að viðkomandi sé hitalaus (þ.e. hiti lægri en 37,8°C) og hafi verið hitalaus a.m.k. síðastliðinn sólarhring áður en hann losnar úr einangrun. Fylgja skal reglum um smitgát í a.m.k. tvo daga eftir að einangrun lýkur. Ath! Reglugerðin gildir einnig um þá sem eru í einangrun við gildistöku hennar. Það felur í sér að henni lýkur hjá þeim sem þegar hafa verið í einangrun í 5 daga eða lengur þegar reglugerðin tekur gildi 7. febrúar. Allir sem eru að ljúka einangrun frá skilaboð þess efnis í gegnum Heilsuveru og þar með en ekki fyrr lýkur einangruninni. Reglur um smitgát Reglugerð um 3. br. á reglugerð nr. 38/2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að einangrun yrði stytt á miðnætti á sunnudag úr sjö dögum í fimm. Það sé í fullu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Kjarninn í áhættumati sóttvarnalæknis, vegna hinnar miklu útbreiðslu og veikinda, snúi að hve ýmis starfsemi standi tæpt. Bæði í heilbrigðisþjónustu og félagsmálaþjónustu. Samkvæmt afléttingaráætlun stóð til að aflétta verulega 24. febrúar og aflétta með öllu 14. mars. Willum segist vona að geta kynnt verulegar afléttingar hið minnsta tveimur vikum fyrr, þ.e. í síðasta lagi 10. febrúar. „Nú kynntum við þessar afléttingaáætlun fyrir viku. Mér sýnist blasa við að það sé allt að vinna með okkur. Það séu forsendur til að aflétta fyrr og jafnvel meir en við kynntum í þeim skrefum sem voru þá 24. febrúar og 14. mars. Enda sögðum við að við myndum alltaf horfa til afléttinga þess á milli.“ Þegar hafi verið afnumin nándarregla á sitjandi viðburðum og nú sé einangrun stytt. „Mér sýnist að við getum hálfum mánuði fyrr hið minnsta tilkynnt verulegar afléttingar og jafnvel meiri en við gerðum ráð fyrir. Ef ekkert óvænt gerist eins og kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis,“ segir Willum. Takist það í næstu viku verði það hálfum mánuði á undan áætlun. Taka verði þó áfram mið af sjónarmiðum sóttvarnalæknis. Willum viðurkennir að ýmsir innan ríkisstjórnar vilji aflétta enn fyrr. Tekist hafi verið á um málið á fundi ríkisstjórnar í morgun á málefnalegum nótum. Nánar er greint er frá styttingu einangrunar í eftirfarandi tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu: Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi mánudaginn 7. febrúar. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf krefur samkvæmt læknisfræðilegu mati. Frá sama tíma er afnumin skylda þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa smitgát sem eru með afstaðna sýkingu, staðfesta með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga. Nánar um einangrun og afléttingu hennar Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 skal vera í einangrun í 5 daga frá greiningu, enda sé hann einkennalaus eða einkennalítill. Með litlum einkennum er átt við væg einkenni frá öndunarfærum og að viðkomandi sé hitalaus (þ.e. hiti lægri en 37,8°C) og hafi verið hitalaus a.m.k. síðastliðinn sólarhring áður en hann losnar úr einangrun. Fylgja skal reglum um smitgát í a.m.k. tvo daga eftir að einangrun lýkur. Ath! Reglugerðin gildir einnig um þá sem eru í einangrun við gildistöku hennar. Það felur í sér að henni lýkur hjá þeim sem þegar hafa verið í einangrun í 5 daga eða lengur þegar reglugerðin tekur gildi 7. febrúar. Allir sem eru að ljúka einangrun frá skilaboð þess efnis í gegnum Heilsuveru og þar með en ekki fyrr lýkur einangruninni. Reglur um smitgát Reglugerð um 3. br. á reglugerð nr. 38/2022
Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi mánudaginn 7. febrúar. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf krefur samkvæmt læknisfræðilegu mati. Frá sama tíma er afnumin skylda þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa smitgát sem eru með afstaðna sýkingu, staðfesta með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga. Nánar um einangrun og afléttingu hennar Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 skal vera í einangrun í 5 daga frá greiningu, enda sé hann einkennalaus eða einkennalítill. Með litlum einkennum er átt við væg einkenni frá öndunarfærum og að viðkomandi sé hitalaus (þ.e. hiti lægri en 37,8°C) og hafi verið hitalaus a.m.k. síðastliðinn sólarhring áður en hann losnar úr einangrun. Fylgja skal reglum um smitgát í a.m.k. tvo daga eftir að einangrun lýkur. Ath! Reglugerðin gildir einnig um þá sem eru í einangrun við gildistöku hennar. Það felur í sér að henni lýkur hjá þeim sem þegar hafa verið í einangrun í 5 daga eða lengur þegar reglugerðin tekur gildi 7. febrúar. Allir sem eru að ljúka einangrun frá skilaboð þess efnis í gegnum Heilsuveru og þar með en ekki fyrr lýkur einangruninni. Reglur um smitgát Reglugerð um 3. br. á reglugerð nr. 38/2022
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira