Þolinmæði menntaskólanema á þrotum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2022 19:42 Kári Freyr Kristinsson er forseti NFVÍ. sigurjón ólason Nemendur í Verzló skipulögðu skemmtikvöld í von um að ráðherra myndi aflétta samkomutakmörkunum í dag. Skemmtikvöldið fer fram með rafrænum hætti og segist formaður nemendafélagsins sár út í stjórnvöld og að þolinmæðin sé á þrotum. Í vikunni sagði heilbrigðisráðherra að mögulega yrðu tilslakanir á samkomutakmörkunum kynntar í dag. Nemendur Verzlunarskólans biðu spenntir eftir því að ráðherra gengi út af ríkisstjórnarfundi í morgun því þeir voru búnir að ákveða að ef fleiri mættu koma saman yrði blásið til skemmtikvölds. „Síðan eftir ríkisstjórnarfund þá voru mikil vonbrigði að fá ekki þær fréttir sem maður var að búast við eða vonast eftir,“ sagði Kári Freyr Kristinsson, forseti NFVÍ. Skemmtikvöldið verður því rafrænt. Kári segir að ráðherrar þurfi að fara varlega í að byggja upp væntingar fólks. „Maður þarf kannski að fara varlega í að reyna að byggja upp væntingar sem síðar er ekki hægt að standa við. Ég skil þetta alveg en þetta er sárt fyrir okkur menntskælinga. Maður upplifir að það sé búið að taka svolítið margt af manni og auðvitað er maður kannski sár út í stjórnvöld en það er ekkert við því að gera.“ Nemendur segja tíma til kominn að stjórnvöld hugsi um líðan nemenda. Þeir segjast hættir að taka mark á stjórnvöldum. „Nei, nei. Það er ekki hægt að taka mark á neinu sem þau segja, þau gera aldrei neitt af því sem þau ætla að gera. Það er alltaf sagt eitt og gert annað,“ sögðu Herborg, Júlía, Brynja og Erling. Finnst ykkur stjórnvöld hafa brugðist ykkur? „Já,“ sögðu þau öll í kór. Kári skorar á stjórnöld að hugsa um hag menntaskólanema. „Og koma með einhver úrræði fyrir okkur því að tíminn er mjög naumur.“ Nemendur langi til þess að njóta síðustu mánuði skólagöngunnar til fulls. „Miðað við hversu bjartsýn stjórnvöld eru í dag þá held ég að við séum líka bjartsýn en þolinmæðin er eiginlega alveeg á þrotum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Flúði til Danmerkur vegna íslenskra takmarkana Háskólanemi ákvað að flytja til Danmerkur þegar afléttingar voru tilkynntar þar í landi í haust. Hún vill nýta háskólaárin til þess að skemmta sér og segir það erfitt þegar samkomutakmarkanir eru harðar. 3. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Í vikunni sagði heilbrigðisráðherra að mögulega yrðu tilslakanir á samkomutakmörkunum kynntar í dag. Nemendur Verzlunarskólans biðu spenntir eftir því að ráðherra gengi út af ríkisstjórnarfundi í morgun því þeir voru búnir að ákveða að ef fleiri mættu koma saman yrði blásið til skemmtikvölds. „Síðan eftir ríkisstjórnarfund þá voru mikil vonbrigði að fá ekki þær fréttir sem maður var að búast við eða vonast eftir,“ sagði Kári Freyr Kristinsson, forseti NFVÍ. Skemmtikvöldið verður því rafrænt. Kári segir að ráðherrar þurfi að fara varlega í að byggja upp væntingar fólks. „Maður þarf kannski að fara varlega í að reyna að byggja upp væntingar sem síðar er ekki hægt að standa við. Ég skil þetta alveg en þetta er sárt fyrir okkur menntskælinga. Maður upplifir að það sé búið að taka svolítið margt af manni og auðvitað er maður kannski sár út í stjórnvöld en það er ekkert við því að gera.“ Nemendur segja tíma til kominn að stjórnvöld hugsi um líðan nemenda. Þeir segjast hættir að taka mark á stjórnvöldum. „Nei, nei. Það er ekki hægt að taka mark á neinu sem þau segja, þau gera aldrei neitt af því sem þau ætla að gera. Það er alltaf sagt eitt og gert annað,“ sögðu Herborg, Júlía, Brynja og Erling. Finnst ykkur stjórnvöld hafa brugðist ykkur? „Já,“ sögðu þau öll í kór. Kári skorar á stjórnöld að hugsa um hag menntaskólanema. „Og koma með einhver úrræði fyrir okkur því að tíminn er mjög naumur.“ Nemendur langi til þess að njóta síðustu mánuði skólagöngunnar til fulls. „Miðað við hversu bjartsýn stjórnvöld eru í dag þá held ég að við séum líka bjartsýn en þolinmæðin er eiginlega alveeg á þrotum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Flúði til Danmerkur vegna íslenskra takmarkana Háskólanemi ákvað að flytja til Danmerkur þegar afléttingar voru tilkynntar þar í landi í haust. Hún vill nýta háskólaárin til þess að skemmta sér og segir það erfitt þegar samkomutakmarkanir eru harðar. 3. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Flúði til Danmerkur vegna íslenskra takmarkana Háskólanemi ákvað að flytja til Danmerkur þegar afléttingar voru tilkynntar þar í landi í haust. Hún vill nýta háskólaárin til þess að skemmta sér og segir það erfitt þegar samkomutakmarkanir eru harðar. 3. febrúar 2022 21:00