Aflétta heimsóknarbanni og opna alla þjónustu í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 11:08 Frá Sunnuhlíð í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Mikið hefur mætt á starfsfólki hjúkrunarheimila að undanförnu, vegna sóttkvíar og einangrunar starfsfólks. Framkvæmdastjóri segir þó bjartari tíma fram undan og stefnt er á að aflétta ýmsum skerðingum innan veggja hjúkrunarheimilisins. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts, sem rekur meðal annars hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi, segir róðurinn í starfsemi heimilisins hafa verið þungan að undanförnu, þá sérstaklega á síðustu tveimur vikum. Nú sjái hins vegar fyrir endan á því ástandi, þar sem flestir starfsmenn hafi þegar fengið Covid og tekið út sína einangrun. „Við reiknum með að opna húsið núna á þriðjudaginn í næstu viku og opnum það að hluta til um helgina, með takmarkaðar heimsóknir.“, segir Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts. Þannig verði kvöðum sem hvílt hafa á starfsemi heimilisins aflétt og endurhæfing og iðjuþjálfun heimilismanna opna að nýju, sem og hárgreiðslustofan. Einangrun heilbrigðisstarfsfólks hefur víðar verið vandamál upp á síðkastið, en til marks um það sendi Landspítalinn í gær frá sér ákall um að hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða bráðvantaði á vakt nú um helgina. Við nánari athugun fréttastofu kom þó í ljós að því var fljótlega kippt í liðinn. Fáir enn smitaðir og þá lítið veikir Þrír heimilismenn í Sunnuhlíð hafa látist af völdum Covid-19 á síðustu dögum, eftir að hópsmit kom upp á heimilinu. Alls greindust um fjörutíu heimilismenn í hópsmitinu, en fá virk smit eru eftir í þeirra hópi. „Það eru bara þrír eftir sem eru með einkenni, virk smit. Og þeir eru ekki mikið veikir,“ segir Kristján. Honum líst vel á fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnatakmörkunum og horfir bjartsýnn fram á veginn, eftir erfiða tíma í starfsemi heimilisins að undanförnu. „Ég vil bara þakka starfsfólkinu okkar. Það hefur staðið sig alveg frábærlega,“ segir Kristján. Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vigdísarholts, sem rekur meðal annars hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi, segir róðurinn í starfsemi heimilisins hafa verið þungan að undanförnu, þá sérstaklega á síðustu tveimur vikum. Nú sjái hins vegar fyrir endan á því ástandi, þar sem flestir starfsmenn hafi þegar fengið Covid og tekið út sína einangrun. „Við reiknum með að opna húsið núna á þriðjudaginn í næstu viku og opnum það að hluta til um helgina, með takmarkaðar heimsóknir.“, segir Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts. Þannig verði kvöðum sem hvílt hafa á starfsemi heimilisins aflétt og endurhæfing og iðjuþjálfun heimilismanna opna að nýju, sem og hárgreiðslustofan. Einangrun heilbrigðisstarfsfólks hefur víðar verið vandamál upp á síðkastið, en til marks um það sendi Landspítalinn í gær frá sér ákall um að hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða bráðvantaði á vakt nú um helgina. Við nánari athugun fréttastofu kom þó í ljós að því var fljótlega kippt í liðinn. Fáir enn smitaðir og þá lítið veikir Þrír heimilismenn í Sunnuhlíð hafa látist af völdum Covid-19 á síðustu dögum, eftir að hópsmit kom upp á heimilinu. Alls greindust um fjörutíu heimilismenn í hópsmitinu, en fá virk smit eru eftir í þeirra hópi. „Það eru bara þrír eftir sem eru með einkenni, virk smit. Og þeir eru ekki mikið veikir,“ segir Kristján. Honum líst vel á fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnatakmörkunum og horfir bjartsýnn fram á veginn, eftir erfiða tíma í starfsemi heimilisins að undanförnu. „Ég vil bara þakka starfsfólkinu okkar. Það hefur staðið sig alveg frábærlega,“ segir Kristján.
Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira