Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Þá verður heyrt í framkvæmdastjóra Sunnuhlíðar sem sér fram á bjartari tíma eftir manneklu og hópsmit á heimilinu. Íbúar á Hellu og Hvolsvelli eru ósáttir því Pósturinn hefur ákveðið að loka afgreiðslu í bæjunum í vor, þá er fyrirséð að störf tapast og þjónusta skerðist.
Við heyrum af öskurreiðum Spánverjum vegna framlags landsins til Eurovision. Bræðin er slík að dómnefndarmönnum hafa borist líflátshótanir - en í dómnefndinni var Felix Bergsson.
Þetta og fleira til í hádegisfréttum klukkan 12.