Appelsínugul viðvörun fyrir landið allt og líkur á rauðri fyrir borgina Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 15:25 Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur. vísir/egill Appelsínugul veðurviðvörun hefur nú verið gefin út fyrir landið allt á aðfaranótt mánudags. Óvenjulega slæmt veður er í kortunum, að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun hafði verið í gildi fyrir aðfaranótt mánudags frá því í gær en í hádeginu var henni breytt í appelsínugula. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir viðvaranakerfi Veðurstofunnar annars vegar byggjast á áhrifum veðurs og hins vegar líkum á að spá rætist. „Í gær var enn þá svolítið í þetta þannig að við byrjuðum á gulu og nú tröppum við okkur upp,“ segir hún í samtali við Vísi. Á viðvaranasíðu Veðurstofunnar má sjá á grafi fyrir höfuðborgarsvæðið að aðeins vantar upp á líkur á að spá rætist svo að viðvörun verði rauð. Veðurstofa Íslands Elín telur ekki ólíklegt að gefin verði út rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið. Gengur hratt yfir Hún segir lægðina koma á land á Suðvesturhorninu og þar muni byrja að hvessa um miðnætti. Hún muni svo ná á Norðausturland um hádegisbil á mánudag. „Þetta gerist mjög hratt. Það er í raun og veru fínasta veður á morgun, svo um miðnætti fer að snögghvessa og upp úr klukkan fjögur nær það hámarki og svo snöggbatnar þetta á milli klukkan átta og níu á Suðvesturlandi,“ segir Elín. Búist er við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri um allt land. Hvassviðrinu fylgir mikil snjókoma og útlit er fyrir skafrenning. Fólk kemst hvorki lönd né strönd fyrir mokstur Búist er við ófærð innan hverfa á höfuðborgarsvæðinu en þar verður hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Töluverð hætta verður á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni eða koma þeim í skjól og verktakar eru beðnir um að ganga vel frá framkvæmdasvæðum sínum. „Ef það verður þessi mokandi hríð sem spárnar gera ráð fyrir, þá kemst fólk ekkert út úr götunum sínum það er búið að koma og allavega skafa stofnbrautir. Hérna á höfuðborgarsvæðinu ætti fólk bara að hafa sig hægt á mánudagsmorgun,“ segir Elín Þá er eðli málsins samkvæmt ekkert ferðaveður á landinu á meðan lægðin gengur hér yfir. Veður Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Ozzy Osbourne allur Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Sjá meira
Gul viðvörun hafði verið í gildi fyrir aðfaranótt mánudags frá því í gær en í hádeginu var henni breytt í appelsínugula. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir viðvaranakerfi Veðurstofunnar annars vegar byggjast á áhrifum veðurs og hins vegar líkum á að spá rætist. „Í gær var enn þá svolítið í þetta þannig að við byrjuðum á gulu og nú tröppum við okkur upp,“ segir hún í samtali við Vísi. Á viðvaranasíðu Veðurstofunnar má sjá á grafi fyrir höfuðborgarsvæðið að aðeins vantar upp á líkur á að spá rætist svo að viðvörun verði rauð. Veðurstofa Íslands Elín telur ekki ólíklegt að gefin verði út rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið. Gengur hratt yfir Hún segir lægðina koma á land á Suðvesturhorninu og þar muni byrja að hvessa um miðnætti. Hún muni svo ná á Norðausturland um hádegisbil á mánudag. „Þetta gerist mjög hratt. Það er í raun og veru fínasta veður á morgun, svo um miðnætti fer að snögghvessa og upp úr klukkan fjögur nær það hámarki og svo snöggbatnar þetta á milli klukkan átta og níu á Suðvesturlandi,“ segir Elín. Búist er við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri um allt land. Hvassviðrinu fylgir mikil snjókoma og útlit er fyrir skafrenning. Fólk kemst hvorki lönd né strönd fyrir mokstur Búist er við ófærð innan hverfa á höfuðborgarsvæðinu en þar verður hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Töluverð hætta verður á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni eða koma þeim í skjól og verktakar eru beðnir um að ganga vel frá framkvæmdasvæðum sínum. „Ef það verður þessi mokandi hríð sem spárnar gera ráð fyrir, þá kemst fólk ekkert út úr götunum sínum það er búið að koma og allavega skafa stofnbrautir. Hérna á höfuðborgarsvæðinu ætti fólk bara að hafa sig hægt á mánudagsmorgun,“ segir Elín Þá er eðli málsins samkvæmt ekkert ferðaveður á landinu á meðan lægðin gengur hér yfir.
Veður Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Ozzy Osbourne allur Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Sjá meira