Aflýsa öllu Evrópuflugi á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 14:20 Flugferðum til Evrópu hefur verið aflýst og viðbúið er að ferðum frá Bandaríkjunum seinki. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun hefur verið aflýst, vegna yfirvofandi aftakaveðurs á stórum hluta landsins á morgun. Ferðaáætlanir um 1.300 farþega raskast vegna þessa. Í samtali við fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið hafi byrjað að hafa samband við farþega í gær og láta þá vita af stöðunni. „Við buðum þeim að færa flugið sitt, og einhverjir hafa nýtt sér það. En núna erum við búin að aflýsa öllu flugi til Evrópu og til baka í fyrramálið,“ segir Ásdís. Auk þess er fyrirséð að flug frá Bandaríkjunum muni koma seinna inn til landsins en áætlað var. Hversu mikið þeim ferðum mun seinka liggur þó ekki fyrir um sinn. Það ætti þó að koma í ljós snemma í fyrramálið. Aðspurð hversu margir farþegar þurfa að þola seinkun eða niðurfellingu flugferða segir Ásdís að um 1.300 farþegar eigi bókað flug til og frá Evrópu með félaginu á morgun. Senda fólki sjálfkrafa nýtt plan Félagið vinnur nú að því að greiða úr flækjum farþega sem kunn að verða vegna veðurofsans á morgun. „Við reynum bara að koma fólki á flug sem fyrst og það eru allir komnir með nýja flugáætlun sem við sendum sjálfkrafa til fólks,“ segir Ásdís. Því ættu allir tilvonandi Evrópufarþegar félagsins á morgun að vera upplýstir um gang mála. Ásdís segir að ef ný flugáætlun hentar fólki ekki, mæli Icelandair eindregið með því að farþegar setji sig í samband við félagið svo hægt sé að leysa málin. Það sé þó óþarfi nema ný áætlun hentar ekki. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Viðvörun færð upp í rautt fyrir höfuðborgarsvæðið Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er rauð milli 04:00 og 08:00 á mánudag. 6. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið hafi byrjað að hafa samband við farþega í gær og láta þá vita af stöðunni. „Við buðum þeim að færa flugið sitt, og einhverjir hafa nýtt sér það. En núna erum við búin að aflýsa öllu flugi til Evrópu og til baka í fyrramálið,“ segir Ásdís. Auk þess er fyrirséð að flug frá Bandaríkjunum muni koma seinna inn til landsins en áætlað var. Hversu mikið þeim ferðum mun seinka liggur þó ekki fyrir um sinn. Það ætti þó að koma í ljós snemma í fyrramálið. Aðspurð hversu margir farþegar þurfa að þola seinkun eða niðurfellingu flugferða segir Ásdís að um 1.300 farþegar eigi bókað flug til og frá Evrópu með félaginu á morgun. Senda fólki sjálfkrafa nýtt plan Félagið vinnur nú að því að greiða úr flækjum farþega sem kunn að verða vegna veðurofsans á morgun. „Við reynum bara að koma fólki á flug sem fyrst og það eru allir komnir með nýja flugáætlun sem við sendum sjálfkrafa til fólks,“ segir Ásdís. Því ættu allir tilvonandi Evrópufarþegar félagsins á morgun að vera upplýstir um gang mála. Ásdís segir að ef ný flugáætlun hentar fólki ekki, mæli Icelandair eindregið með því að farþegar setji sig í samband við félagið svo hægt sé að leysa málin. Það sé þó óþarfi nema ný áætlun hentar ekki.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Viðvörun færð upp í rautt fyrir höfuðborgarsvæðið Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er rauð milli 04:00 og 08:00 á mánudag. 6. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Viðvörun færð upp í rautt fyrir höfuðborgarsvæðið Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er rauð milli 04:00 og 08:00 á mánudag. 6. febrúar 2022 12:45