Fólk geti gert ráð fyrir að mæta ekki í vinnu og skóla í fyrramálið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. febrúar 2022 14:50 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Vísir/Baldur Almannavarnir funda nú með Veðurstofunni og Vegagerðinni um hvort biðlað verði til skóla að hafa lokað á morgun og vinnustaða að fá starfsfólk sitt seinna til vinnu. Búist er við því að mjög þungfært verði á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og vilja Almannavarnir að sem fæstir séu á ferð á meðan verið er að ryðja göturnar. „Það er bara það mikil snjókoma með þessu að það má búast við að það verði ófært víða, sem tekur bara tíma að hreinsa. Við höfum séð það áður að það tefur mjög mikið fyrir svoleiðis ef það er mikið af bílum sem fara af stað, þannig að við bara hvetjum alla til að bíða heima í fyrramálið og sjá hvernig staðan verður. Fylgjast vel með fjölmiðlum,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Vegagerðin fer í að ryðja göturnar um leið og færi gefst en það verk gengur hraðar fyrir sig ef sem fæstir eru á ferð um bæinn. Rauða veðurviðvörunin er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan átta í fyrramálið. „Þó að kannski aðalleiðir verði opnar þá vitum við bara hvernig svona óveðursdagar eru. Bara ef leigubílar fara vanbúnir af stað og festast þá stoppar allt. Alveg sama hversu vel búinn þú ert þá eru bara aðrir sem verða fyrir þér. Þannig að við bara hvetjum alla til að gera ráð fyrir því að geta ekki mætt í vinnuna klukkan átta í fyrramálið,“ segir Víðir. Svipað og fyrir tveimur árum Hann segir óveðrið líkjast því sem varð í febrúar 2020 en þá var rauð veðurviðvörun gefin út á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti síðan litakóðakerfið var tekið upp árið 2017. „Það má alveg búast við því að lausamunir muni fjúka. Við sáum svona svipað veður í febrúar 2020, þá voru þök að fjúka og hús að skemmast þannig það má alveg búast við slíku tjóni,“ segir Víðir. Veður Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
„Það er bara það mikil snjókoma með þessu að það má búast við að það verði ófært víða, sem tekur bara tíma að hreinsa. Við höfum séð það áður að það tefur mjög mikið fyrir svoleiðis ef það er mikið af bílum sem fara af stað, þannig að við bara hvetjum alla til að bíða heima í fyrramálið og sjá hvernig staðan verður. Fylgjast vel með fjölmiðlum,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Vegagerðin fer í að ryðja göturnar um leið og færi gefst en það verk gengur hraðar fyrir sig ef sem fæstir eru á ferð um bæinn. Rauða veðurviðvörunin er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan átta í fyrramálið. „Þó að kannski aðalleiðir verði opnar þá vitum við bara hvernig svona óveðursdagar eru. Bara ef leigubílar fara vanbúnir af stað og festast þá stoppar allt. Alveg sama hversu vel búinn þú ert þá eru bara aðrir sem verða fyrir þér. Þannig að við bara hvetjum alla til að gera ráð fyrir því að geta ekki mætt í vinnuna klukkan átta í fyrramálið,“ segir Víðir. Svipað og fyrir tveimur árum Hann segir óveðrið líkjast því sem varð í febrúar 2020 en þá var rauð veðurviðvörun gefin út á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti síðan litakóðakerfið var tekið upp árið 2017. „Það má alveg búast við því að lausamunir muni fjúka. Við sáum svona svipað veður í febrúar 2020, þá voru þök að fjúka og hús að skemmast þannig það má alveg búast við slíku tjóni,“ segir Víðir.
Veður Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira