Íslendingur í dómnefnd: Dómnefnd hótað lífláti eftir Eurovision-forval á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. febrúar 2022 15:49 Chanel og félagar. Sigurvegarar í Eurovision á Spáni og framlag Spánverja í úrslitakeppninni á Ítalíu í vor. Manuel Queimadelos Alonso/Getty Spænska þjóðin er öskureið eftir að framlag Spánverja í Eurovision var valið með pompi og prakt um síðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu, en fimm manna dómnefnd sérfræðinga hafði svo mikil völd að allt annað lag varð fyrir valinu. Einn Íslendingur sat í dómnefndinni sem hafa borist líflátshótanir vegna úrslitanna. Það er óhætt að segja að Spánverjar fylgist ekki með Eurovision söngvakeppninni af sömu ástríðu og mörlandinn. Öðru nær, hér fylgjast fáir með og flestir vita bókstaflega ekki af þessari keppni. Þar til í ár. Spænska ríkissjónvarpið ákvað nefnilega að blása til veislu og halda úrslitakeppnina með pompi og prakt í sólarparadísinni Benidorm þar sem milljónir manna sleikja sólina ár hvert. Og nú er búið að velja framlag Spánverja, með þvílíkum látum að jafnvel spænskir stjórnmálaleiðtogar eru farnir að blanda sér í málið og dómnefndarmönnum berast líflátshótanir. Sigurvegari keppninnar heitir Chanel. Hún er katalónsk og kúbversk og lagið hennar heitir SloMo. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4mYBiIO0pfY">watch on YouTube</a> Lagið var ekki talið líklegt til afreka, og alls ekki spáð sigri. Þessu lagi var hins vegar spáð sigri. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4uGN9efcACw">watch on YouTube</a> Þetta eru þrjár konur frá Galisíu, sem er á norðvesturodda Spánar, norðan við Portúgal, lagið er á galisísku og, það hreinlega burstaði símakosningu almennings í úrslitakeppninni um síðustu helgi. Lagið er enda gríðarlega kraftmikið og með djúpar rætur í galískri þjóðlagahefð. Það féll í kramið hjá spænsku þjóðinni og lagið fékk rúm 70 prósent allra atkvæða í símakosningunni. Einhvern tímann hefði það nú dugað til að vinna keppni. Í þokkabót fékk Chanel ekki nema rétt tæp 4 prósent atkvæða frá almenningi. Íslendingur í dómnefnd sem hunsaði vilja almennings En þá er komið að atkvæðum dómnefndarinnar. Og hlut Íslendinga í því að koma lagi sem spænska þjóðin vill ekki, í úrslitakeppnina í vor. Hin faglega dómnefnd var skipuð fimm manns, þremur spænskum listakonum, og tveimur körlum, tónlistarstjóra frá Austurríki og einum Íslendingi, Felix Bergssyni, sem er eins og flestir vita, mikill Eurovision sérfræðingur, tónlistarmaður og fararstjóri Íslendinga í Eurovision. Þessi dómnefnd valdi Chanel sem sigurvegara og vegna þess hve mikið vægi fimmmenningarnir hafa gagnvart 200.000 atkvæðum spænsku þjóðarinnar, þá dugði það til að velta galísku valkyrjunum úr sessi. Dómnefndarmeðlimum hótað lífláti Og það er bókstaflega allt vitlaust. Dómnefndarmönnum hafa sumum hverjum borist líflátshótanir, spænsk kona sem sat í dómnefndinni er sökuð um að vera góð vinkona Chanel og hún segir að börnum hennar hafi verið hótað lífláti. Og fleiri úr dómnefndinni greina frá því að þeir hafi móttekið skilaboð þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Spænskir stjórnmálaleiðtogar nokkurra flokka hafa ekki látið sitt eftir liggja og lýst yfir stuðningi sínum við galísku söngkonurnar sem sitja eftir með sárt ennið. Spænska ríkissjónvarpið fann sig knúið til að boða til blaðamannafundar í vikunni þar sem talsmenn þess reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér. Þeir viðurkenndu þó að ákveðin mistök hefðu átt sér stað, sem bendir til þess að í framtíðinni komi atkvæði almennings kannski til með að vega þyngra þegar framlag Spánverja verður valið. Spánn Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Það er óhætt að segja að Spánverjar fylgist ekki með Eurovision söngvakeppninni af sömu ástríðu og mörlandinn. Öðru nær, hér fylgjast fáir með og flestir vita bókstaflega ekki af þessari keppni. Þar til í ár. Spænska ríkissjónvarpið ákvað nefnilega að blása til veislu og halda úrslitakeppnina með pompi og prakt í sólarparadísinni Benidorm þar sem milljónir manna sleikja sólina ár hvert. Og nú er búið að velja framlag Spánverja, með þvílíkum látum að jafnvel spænskir stjórnmálaleiðtogar eru farnir að blanda sér í málið og dómnefndarmönnum berast líflátshótanir. Sigurvegari keppninnar heitir Chanel. Hún er katalónsk og kúbversk og lagið hennar heitir SloMo. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4mYBiIO0pfY">watch on YouTube</a> Lagið var ekki talið líklegt til afreka, og alls ekki spáð sigri. Þessu lagi var hins vegar spáð sigri. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4uGN9efcACw">watch on YouTube</a> Þetta eru þrjár konur frá Galisíu, sem er á norðvesturodda Spánar, norðan við Portúgal, lagið er á galisísku og, það hreinlega burstaði símakosningu almennings í úrslitakeppninni um síðustu helgi. Lagið er enda gríðarlega kraftmikið og með djúpar rætur í galískri þjóðlagahefð. Það féll í kramið hjá spænsku þjóðinni og lagið fékk rúm 70 prósent allra atkvæða í símakosningunni. Einhvern tímann hefði það nú dugað til að vinna keppni. Í þokkabót fékk Chanel ekki nema rétt tæp 4 prósent atkvæða frá almenningi. Íslendingur í dómnefnd sem hunsaði vilja almennings En þá er komið að atkvæðum dómnefndarinnar. Og hlut Íslendinga í því að koma lagi sem spænska þjóðin vill ekki, í úrslitakeppnina í vor. Hin faglega dómnefnd var skipuð fimm manns, þremur spænskum listakonum, og tveimur körlum, tónlistarstjóra frá Austurríki og einum Íslendingi, Felix Bergssyni, sem er eins og flestir vita, mikill Eurovision sérfræðingur, tónlistarmaður og fararstjóri Íslendinga í Eurovision. Þessi dómnefnd valdi Chanel sem sigurvegara og vegna þess hve mikið vægi fimmmenningarnir hafa gagnvart 200.000 atkvæðum spænsku þjóðarinnar, þá dugði það til að velta galísku valkyrjunum úr sessi. Dómnefndarmeðlimum hótað lífláti Og það er bókstaflega allt vitlaust. Dómnefndarmönnum hafa sumum hverjum borist líflátshótanir, spænsk kona sem sat í dómnefndinni er sökuð um að vera góð vinkona Chanel og hún segir að börnum hennar hafi verið hótað lífláti. Og fleiri úr dómnefndinni greina frá því að þeir hafi móttekið skilaboð þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Spænskir stjórnmálaleiðtogar nokkurra flokka hafa ekki látið sitt eftir liggja og lýst yfir stuðningi sínum við galísku söngkonurnar sem sitja eftir með sárt ennið. Spænska ríkissjónvarpið fann sig knúið til að boða til blaðamannafundar í vikunni þar sem talsmenn þess reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér. Þeir viðurkenndu þó að ákveðin mistök hefðu átt sér stað, sem bendir til þess að í framtíðinni komi atkvæði almennings kannski til með að vega þyngra þegar framlag Spánverja verður valið.
Spánn Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira