Fótboltaþjálfari kvennaliðs hvatti til hópnauðgunar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Fáni spænska fótboltaliðsins Rayo Vallecano Wikimedia Commons Spænskur fótboltaþjálfari kvennaliðs í Madrid hvatti þjálfarateymi sitt fyrir nokkrum árum til þess að hópnauðga ungri konu. Það myndi efla liðsandann. Stuðningsmenn félagsins krefjast þess að maðurinn verði rekinn, en stjórn félagsins aftekur það með öllu. Carlos Santiso, var um síðustu helgi ráðinn þjálfari kvennaliðs Rayo Vallecano í Madrid, en liðið er í spænsku úrvalsdeildinni. Hann var ráðinn þrátt fyrir að vitað væri að Santiso hefði fyrir fjórum árum sent þjálfarateymi sínu hjá stúlknaliði Rayo Vallecano, skilaboð um að þeir væru að standa sig vel, en að þeir gætu gert enn betur. Og til þess að það mætti gerast væri þjóðráð að hópnauðga ungri stúlku. „Við þurfum“, sagði Santiso í skilaboðum sem hann sendi þjálfarateyminu, „að gera eins og drengirnir frá Arandina. Við þurfum að taka eina stelpu. Gætum þess bara að hún sé sjálfráða, til þess að lenda ekki í veseni. Og svo tökum við hana allir. Það herðir liðsandann og þéttir okkur saman.“ Svo mörg voru þau orð og ósmekklegu skilaboð sem þjálfarinn sendi, og reyndar aðeins lengri. Drengirnir frá Arandina sem þjálfarinn vísaði til og vildi taka sér til fyrirmyndar, eru þrír ungir fótboltamenn, sem fyrir 5 árum nauðguðu 15 ára stúlku í norður spænska bænum Pamplona. Þeir voru dæmdir til 38 ára fangelsisvistar í héraðsdómi, en æðra dómstig mildaði dómana, einn var sýknaður, en hinir tveir dæmdir í 3ja og 4ra ára fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Stjórnin vissi af ummælunum en réði manninn samt til starfa Skilaboð Santiso voru gerð opinber í lok nóvember síðastliðnum, á baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi. Santiso var þá samstundis rekinn sem þjálfari úrvalsliðs stúlkna yngri en 12 ára í Madrid. Þessi ummæli virðast hins vegar ekki hafa pirrað stjórnendur Rayo Vallecano meira en svo, að um síðustu helgi var hann, sem fyrr segir, endurráðinn til félagsins. Margir hafa mótmælt ráðningunni, borgarfulltrúar í Madrid krefjast þess að Santiso verði látinn taka pokann sinn, forseti Íþróttasambands Spánar hefur lýst yfir vandlætingu sinni og stuðningsmenn og -konur félagsins hafa mótmælt ráðningunni og sett upp borða í kringum leikvang félagsins þar sem því er mótmælt að svona maður sé látinn þjálfa stúlkurnar þeirra. Biðst afsökunar en segist eiga flekklausan feril að baki Santiso, sem er rúmlega þrítugur, hefur sjálfur beðist afsökunar á ummælunum, þau séu óheppileg og óverjandi og endurspegli karlrembu og smekkleysu. Hann biðst hins vegar vægðar, hann hafi aldrei nokkurn tímann brotið á nokkurri manneskju og eigi að baki 15 ára flekklausan feril sem fótboltaþjálfari ungra stúlkna. Svo virðist sem afsökunarbeiðni Santiso nái einungis eyrum stjórnenda Rayo Vallecano, sem þverneita að láta manninn fara. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur fallist á að leggja málið fyrir siðanefnd þess, en á meðan það velkist þar, stjórnar Santiso æfingum og leikjum kvennaliðsins eins og ekkert hafi í skorist. Fótbolti Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Sjá meira
Carlos Santiso, var um síðustu helgi ráðinn þjálfari kvennaliðs Rayo Vallecano í Madrid, en liðið er í spænsku úrvalsdeildinni. Hann var ráðinn þrátt fyrir að vitað væri að Santiso hefði fyrir fjórum árum sent þjálfarateymi sínu hjá stúlknaliði Rayo Vallecano, skilaboð um að þeir væru að standa sig vel, en að þeir gætu gert enn betur. Og til þess að það mætti gerast væri þjóðráð að hópnauðga ungri stúlku. „Við þurfum“, sagði Santiso í skilaboðum sem hann sendi þjálfarateyminu, „að gera eins og drengirnir frá Arandina. Við þurfum að taka eina stelpu. Gætum þess bara að hún sé sjálfráða, til þess að lenda ekki í veseni. Og svo tökum við hana allir. Það herðir liðsandann og þéttir okkur saman.“ Svo mörg voru þau orð og ósmekklegu skilaboð sem þjálfarinn sendi, og reyndar aðeins lengri. Drengirnir frá Arandina sem þjálfarinn vísaði til og vildi taka sér til fyrirmyndar, eru þrír ungir fótboltamenn, sem fyrir 5 árum nauðguðu 15 ára stúlku í norður spænska bænum Pamplona. Þeir voru dæmdir til 38 ára fangelsisvistar í héraðsdómi, en æðra dómstig mildaði dómana, einn var sýknaður, en hinir tveir dæmdir í 3ja og 4ra ára fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Stjórnin vissi af ummælunum en réði manninn samt til starfa Skilaboð Santiso voru gerð opinber í lok nóvember síðastliðnum, á baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi. Santiso var þá samstundis rekinn sem þjálfari úrvalsliðs stúlkna yngri en 12 ára í Madrid. Þessi ummæli virðast hins vegar ekki hafa pirrað stjórnendur Rayo Vallecano meira en svo, að um síðustu helgi var hann, sem fyrr segir, endurráðinn til félagsins. Margir hafa mótmælt ráðningunni, borgarfulltrúar í Madrid krefjast þess að Santiso verði látinn taka pokann sinn, forseti Íþróttasambands Spánar hefur lýst yfir vandlætingu sinni og stuðningsmenn og -konur félagsins hafa mótmælt ráðningunni og sett upp borða í kringum leikvang félagsins þar sem því er mótmælt að svona maður sé látinn þjálfa stúlkurnar þeirra. Biðst afsökunar en segist eiga flekklausan feril að baki Santiso, sem er rúmlega þrítugur, hefur sjálfur beðist afsökunar á ummælunum, þau séu óheppileg og óverjandi og endurspegli karlrembu og smekkleysu. Hann biðst hins vegar vægðar, hann hafi aldrei nokkurn tímann brotið á nokkurri manneskju og eigi að baki 15 ára flekklausan feril sem fótboltaþjálfari ungra stúlkna. Svo virðist sem afsökunarbeiðni Santiso nái einungis eyrum stjórnenda Rayo Vallecano, sem þverneita að láta manninn fara. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur fallist á að leggja málið fyrir siðanefnd þess, en á meðan það velkist þar, stjórnar Santiso æfingum og leikjum kvennaliðsins eins og ekkert hafi í skorist.
Fótbolti Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Sjá meira