Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 00:59 Sumir ferðamenn koma gagngert til Íslands til að upplifa lægðina. Þessi ferðamaður lét reyna á jafnvægið við Sólfarið við Sæbraut í Reykjavík í lægð í ársbyrjun 2019. Vísir/Vilhelm Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. Rétt er að taka fram að eðli málsins samkvæmt er langt í frá um tæmandi talningu að ræða. Aðeins brotabrot af þeim lægðum sem landsmenn hafa þurft að glíma við eða sætta sig við, eftir því hvernig maður lítur á málin. Lægðin í febrúar 1991 er mörgum Íslendingnum í fersku minni. Björgunarsveitarfólk barðist við þakplöturnar, fjárhús og sumarbústaðir slitu rótum auk þess sem bílar enduðu á hvolfi. Þá voru veðurspár ekki jafn öflugar og í dag og minni tími til undirbúnings. Stökkvum svo inn í 21. öldina og fram í janúar 2010 þegar mikið hvassviðri gekk yfir landið. Sigríður Mogensen fréttakona átti í mestu erfiðleikum með að standa utandyra í rokinu á Kjalarnesi. Fjölmargir ökumenn þurftu að skilja bíla sína eftir á Reykjanesbraut í janúar 2012. Færðin var skelfileg og þeir sem komust leiðar sinnar tókst það með því að fylgja eftir snjóruðningstæki. Hvassviðri, stormur, ofsaveður eða rok? Búið var að skipta yfir í mælingar í metrum á sekúndu þegar óveður gekk yfir landið í nóvember 2012. Höfuðborgarbúar og fólk á suðvesturhorninu fann sérstaklega fyrir óveðrinu í það skiptið. Margir sátu fastir í bílum sínum í mars 2013 þegar bylur gekk yfir. Í nóvember sama ár gekk mikið hvassviðri yfir. Þótti mikil mildi að ekki urðu slys á fólki þegar stór vinnupallur féll á bíl sem stóð við Bárugötu í Reykjavík. Enn mætti lægð í heimsókn í desember 2014 þegar tré rifnaði upp með rótum og björgunarsveitir sinntu fjölmörgum útköllum. Óveður gekk yfir landið í desember 2019. Íbúar á Norðvesturlandi glímdu við rafmagnsleysi í lengri tíma enda brotnaði nokkur fjöldi mastra og gerði fólki á svæðinu lífið leitt. Tré rifnuðu upp með rótum í Reykjavík. Í ársbyrjun 2020 mættu nokkrar lægðir í heimsókn. Mildi þótti að ekki hefði farið verr þegar rúta með fjórtán innaborðs fauk út af á Kjalarnesi og þá fauk byggingarkrani á hús í Garðabæ og olli miklum skemmdum. Björgunarsveitir sinntu fleiri en hundrað og tuttugu verkefnum á meðan lægðin gekk yfir. Gríðarlegt tjón varð víða um landið í febrúar 2020 þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. Þótti mörgum nóg um í febrúar eftir lægðirnar framan af ári. Við tók faraldur nokkur sem kenndur hefur verið við Covid-19 en sem betur fer hafa Íslendingar að mestu sloppið við djúpar lægðir á meðan faraldrinum stóð. Nú eru vísbendingar um að hylli undir lok faraldursins og spurning hvort lægðunum fari að sama skapi að fjölga á nýjan leik. Öll nýjustu tíðindi af óveðrinu sem gengur yfir landið í nótt og á morgun má finna í Vaktinni á Vísi. Veður Einu sinni var... Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Rétt er að taka fram að eðli málsins samkvæmt er langt í frá um tæmandi talningu að ræða. Aðeins brotabrot af þeim lægðum sem landsmenn hafa þurft að glíma við eða sætta sig við, eftir því hvernig maður lítur á málin. Lægðin í febrúar 1991 er mörgum Íslendingnum í fersku minni. Björgunarsveitarfólk barðist við þakplöturnar, fjárhús og sumarbústaðir slitu rótum auk þess sem bílar enduðu á hvolfi. Þá voru veðurspár ekki jafn öflugar og í dag og minni tími til undirbúnings. Stökkvum svo inn í 21. öldina og fram í janúar 2010 þegar mikið hvassviðri gekk yfir landið. Sigríður Mogensen fréttakona átti í mestu erfiðleikum með að standa utandyra í rokinu á Kjalarnesi. Fjölmargir ökumenn þurftu að skilja bíla sína eftir á Reykjanesbraut í janúar 2012. Færðin var skelfileg og þeir sem komust leiðar sinnar tókst það með því að fylgja eftir snjóruðningstæki. Hvassviðri, stormur, ofsaveður eða rok? Búið var að skipta yfir í mælingar í metrum á sekúndu þegar óveður gekk yfir landið í nóvember 2012. Höfuðborgarbúar og fólk á suðvesturhorninu fann sérstaklega fyrir óveðrinu í það skiptið. Margir sátu fastir í bílum sínum í mars 2013 þegar bylur gekk yfir. Í nóvember sama ár gekk mikið hvassviðri yfir. Þótti mikil mildi að ekki urðu slys á fólki þegar stór vinnupallur féll á bíl sem stóð við Bárugötu í Reykjavík. Enn mætti lægð í heimsókn í desember 2014 þegar tré rifnaði upp með rótum og björgunarsveitir sinntu fjölmörgum útköllum. Óveður gekk yfir landið í desember 2019. Íbúar á Norðvesturlandi glímdu við rafmagnsleysi í lengri tíma enda brotnaði nokkur fjöldi mastra og gerði fólki á svæðinu lífið leitt. Tré rifnuðu upp með rótum í Reykjavík. Í ársbyrjun 2020 mættu nokkrar lægðir í heimsókn. Mildi þótti að ekki hefði farið verr þegar rúta með fjórtán innaborðs fauk út af á Kjalarnesi og þá fauk byggingarkrani á hús í Garðabæ og olli miklum skemmdum. Björgunarsveitir sinntu fleiri en hundrað og tuttugu verkefnum á meðan lægðin gekk yfir. Gríðarlegt tjón varð víða um landið í febrúar 2020 þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. Þótti mörgum nóg um í febrúar eftir lægðirnar framan af ári. Við tók faraldur nokkur sem kenndur hefur verið við Covid-19 en sem betur fer hafa Íslendingar að mestu sloppið við djúpar lægðir á meðan faraldrinum stóð. Nú eru vísbendingar um að hylli undir lok faraldursins og spurning hvort lægðunum fari að sama skapi að fjölga á nýjan leik. Öll nýjustu tíðindi af óveðrinu sem gengur yfir landið í nótt og á morgun má finna í Vaktinni á Vísi.
Veður Einu sinni var... Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira