Vann Ólympíugull þremur árum eftir að hafa greinst með krabbamein Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 09:31 Max Parrot fagnar sigrinum í brekkufimi á snjóbretti. getty/Clive Rose Kanadamaðurinn Max Parrot var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í brekkufimi á snjóbretti á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Parrot en ekki eru nema þrjú ár síðan hann greindist með krabbamein. Eftir þrjár umferðir í lyfjameðferð greindi hann frá því að hann væri laus við krabbameinið í júlí 2019. 10 months after winning a silver medal at PyeongChang 2018, Max Parrot was diagnosed with Hodgkin's lymphoma.He went through multiple rounds of chemotherapy, but in July 2019 he announced he had beaten cancer. Today he's the Olympic champion in the #Snowboard Slopestyle! pic.twitter.com/wRCGZDUuYH— Olympics (@Olympics) February 7, 2022 Við tók löng og ströng endurhæfing hjá Parrot og hann uppskar loks laun erfiðisins þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í brekkufimi í dag. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Kanada á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Parrot fékk 90.96 stig í annarri umferð sem dugði honum til sigurs. Su Yiming, sautján ára Kínverji, varð annar og landi Parrots, Mark McMorris, þriðji. „Mér líður stórkostlega. Svo margt hefur gerst á síðustu fjórum árum. Síðast þegar ég var á Vetrarólympíuleikum í Peyongchang [2018] endaði ég í 2. sæti og síðan þurfti ég að glíma við krabbamein. Það var martröð og það er svo erfitt að lýsa því sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Parrot. „Þú hefur ekkert þol, engan kraft og enga vöðva. Að vera kominn aftur, á pall á Ólympíuleikunum en með gullmedalíu um hálsinn, er frábært.“ Parrot var tíundi í undankeppninni en sýndi allar sínar bestu hliðar í úrslitunum. Ólympíumeistarinn Red Gerard var efstur eftir fyrstu umferðina en frábær önnur umferð Parrots kom honum í bílstjórasætið. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Parrot en ekki eru nema þrjú ár síðan hann greindist með krabbamein. Eftir þrjár umferðir í lyfjameðferð greindi hann frá því að hann væri laus við krabbameinið í júlí 2019. 10 months after winning a silver medal at PyeongChang 2018, Max Parrot was diagnosed with Hodgkin's lymphoma.He went through multiple rounds of chemotherapy, but in July 2019 he announced he had beaten cancer. Today he's the Olympic champion in the #Snowboard Slopestyle! pic.twitter.com/wRCGZDUuYH— Olympics (@Olympics) February 7, 2022 Við tók löng og ströng endurhæfing hjá Parrot og hann uppskar loks laun erfiðisins þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í brekkufimi í dag. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Kanada á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Parrot fékk 90.96 stig í annarri umferð sem dugði honum til sigurs. Su Yiming, sautján ára Kínverji, varð annar og landi Parrots, Mark McMorris, þriðji. „Mér líður stórkostlega. Svo margt hefur gerst á síðustu fjórum árum. Síðast þegar ég var á Vetrarólympíuleikum í Peyongchang [2018] endaði ég í 2. sæti og síðan þurfti ég að glíma við krabbamein. Það var martröð og það er svo erfitt að lýsa því sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Parrot. „Þú hefur ekkert þol, engan kraft og enga vöðva. Að vera kominn aftur, á pall á Ólympíuleikunum en með gullmedalíu um hálsinn, er frábært.“ Parrot var tíundi í undankeppninni en sýndi allar sínar bestu hliðar í úrslitunum. Ólympíumeistarinn Red Gerard var efstur eftir fyrstu umferðina en frábær önnur umferð Parrots kom honum í bílstjórasætið.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira