Þurfa tuttugu lasagnediska á dag Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2022 17:01 Íþróttafólkið á Vetrarólympíuleikunum í Peking þarf að fá nóg að borða og til þess er séð í ólympíuþorpinu. Getty/Wang Zhao Íþróttafólkið á Vetrarólympíuleikunum í Peking er ekki bara það besta í heimi í sínum íþróttagreinum. Margt af því getur tekið mun betur til matar síns en meðalmaðurinn. Reuters fjallar um matarþörf keppenda á leikunum og bendir á að rannsóknir sýni að meðalskíðagöngumaður þurfi orku sem samsvari 20 diskum af lasagne á dag, til að ráða sem best við erfiða keppni í fimbulkulda. „Ég fæ mér eitthvað að borða á 15-20 mínútna fresti,“ segir kanadíski skíðagöngumaðurinn Remi Drolet. „Bara til að vera viss um að vöðvarnir séu eins fullir af glýkógeni og mögulegt er. Tíminn er fljótur að hverfa því maður er alltaf að borða,“ sagði Drolet. Flest íþróttafólk á Vetrarólympíuleikum þarf að borða meiri mat en gengur og gerist, og þar á meðal er þýski skíðakappinn Christian Schwaiger sem er afar svekktur yfir veitingunum sem boðið er upp á fyrir keppendur á æfingum og í keppni. „Þetta er engin veitingaþjónusta. Það eru engar heitar máltíðir, bara flögur, hnetur og súkkulaði en ekkert annað. Þarna er pottur brotinn í aðbúnaði fyrir íþróttafólk sem þarf hámarksárangur,“ sagði Schwaiger. Það kennir ýmissa grasa í veitingabásunum á Vetrarólympíuleikunum.Getty/Wang Zhao Sum lið, til að mynda það bandaríska, sýna fyrirhyggju og hafa keppendur nesti með sér þegar þess gæti gerst þörf. Sturla Snær Snorrason og aðrir sem lent hafa í einangrun fá sendan mat á sín herbergi en sumir hafa kvartað yfir að fá ekki nóg. „Hann er mjög stór strákur en er ekki að fá frábæran mat,“ sagði Jukka Jalonen, þjálfari finnska hokkíliðsins um Marko Anttila, leikmann liðsins. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Reuters fjallar um matarþörf keppenda á leikunum og bendir á að rannsóknir sýni að meðalskíðagöngumaður þurfi orku sem samsvari 20 diskum af lasagne á dag, til að ráða sem best við erfiða keppni í fimbulkulda. „Ég fæ mér eitthvað að borða á 15-20 mínútna fresti,“ segir kanadíski skíðagöngumaðurinn Remi Drolet. „Bara til að vera viss um að vöðvarnir séu eins fullir af glýkógeni og mögulegt er. Tíminn er fljótur að hverfa því maður er alltaf að borða,“ sagði Drolet. Flest íþróttafólk á Vetrarólympíuleikum þarf að borða meiri mat en gengur og gerist, og þar á meðal er þýski skíðakappinn Christian Schwaiger sem er afar svekktur yfir veitingunum sem boðið er upp á fyrir keppendur á æfingum og í keppni. „Þetta er engin veitingaþjónusta. Það eru engar heitar máltíðir, bara flögur, hnetur og súkkulaði en ekkert annað. Þarna er pottur brotinn í aðbúnaði fyrir íþróttafólk sem þarf hámarksárangur,“ sagði Schwaiger. Það kennir ýmissa grasa í veitingabásunum á Vetrarólympíuleikunum.Getty/Wang Zhao Sum lið, til að mynda það bandaríska, sýna fyrirhyggju og hafa keppendur nesti með sér þegar þess gæti gerst þörf. Sturla Snær Snorrason og aðrir sem lent hafa í einangrun fá sendan mat á sín herbergi en sumir hafa kvartað yfir að fá ekki nóg. „Hann er mjög stór strákur en er ekki að fá frábæran mat,“ sagði Jukka Jalonen, þjálfari finnska hokkíliðsins um Marko Anttila, leikmann liðsins.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira