Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2022 15:54 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Jessica Tayolor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. Þetta sagði samskiptastjórinn nýji, Guto Harri, í viðtali við velskan fjölmiðil á dögunum. BBC fjallar um viðtalið. Þar segir að Harri hafi verið ráðinn eftir að nokkur fjöldi ráðgjafa Johnson og starfsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu upp störfum eftir að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. „Hann er ekki algjör trúður, hann er ágætis eintak,“ sagði Harri við velska fjölmiðilinn. Svo virðist sem að Harri og Johnson hafi skemmt sér vel í aðdraganda ráðningarinnar. Greindi Harri frá því að Johnson hefði sungið fyrir hann nokkrar línur úr slagararnum vinsæla „I Will Survive“. Var það vísun í þá erfiðu stöðu sem Johnson stendur frammi fyrir þessi misserin. Hefur hann mátt þola harða gagnrýni vegna partíhalds í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana. „Við settumst niður og áttum góðar samræður um hvernig við gætum komist aftur á beinu brautina og hver næstu skref verða,“ sagði Harri um samskipti þeirra eftir að Johnson söng línurnar frægu úr lagi Gloriu Gaynor. Fréttir af fundi Harri og Johnson hafa farið misvel ofan í þá sem fylgjast með stjórnmálum þar í landi. Þannig sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, að samskipti Harri og Johnson á fundinum væri til marks um það að þeir tækju stöðuna ekki alvarlega. So many people still struggling with the impacts and trauma of Covid, or worrying about the spiraling costs of living…but for Boris & Co it’s all just a bit of a laugh. This isn’t funny - in the current circumstances, it is offensive. https://t.co/dGi6Fvm4VX— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) February 7, 2022 Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Johnson miklum vandræðum. Bretland Tengdar fréttir Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Þetta sagði samskiptastjórinn nýji, Guto Harri, í viðtali við velskan fjölmiðil á dögunum. BBC fjallar um viðtalið. Þar segir að Harri hafi verið ráðinn eftir að nokkur fjöldi ráðgjafa Johnson og starfsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu upp störfum eftir að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. „Hann er ekki algjör trúður, hann er ágætis eintak,“ sagði Harri við velska fjölmiðilinn. Svo virðist sem að Harri og Johnson hafi skemmt sér vel í aðdraganda ráðningarinnar. Greindi Harri frá því að Johnson hefði sungið fyrir hann nokkrar línur úr slagararnum vinsæla „I Will Survive“. Var það vísun í þá erfiðu stöðu sem Johnson stendur frammi fyrir þessi misserin. Hefur hann mátt þola harða gagnrýni vegna partíhalds í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana. „Við settumst niður og áttum góðar samræður um hvernig við gætum komist aftur á beinu brautina og hver næstu skref verða,“ sagði Harri um samskipti þeirra eftir að Johnson söng línurnar frægu úr lagi Gloriu Gaynor. Fréttir af fundi Harri og Johnson hafa farið misvel ofan í þá sem fylgjast með stjórnmálum þar í landi. Þannig sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, að samskipti Harri og Johnson á fundinum væri til marks um það að þeir tækju stöðuna ekki alvarlega. So many people still struggling with the impacts and trauma of Covid, or worrying about the spiraling costs of living…but for Boris & Co it’s all just a bit of a laugh. This isn’t funny - in the current circumstances, it is offensive. https://t.co/dGi6Fvm4VX— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) February 7, 2022 Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Johnson miklum vandræðum.
Bretland Tengdar fréttir Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54
Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17