Segir ásakanir um kynferðisbrot vera misskilning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. febrúar 2022 07:01 Hvarf Peng Shuai eftir að hún sakaði fyrrverandi forsætisráðherra Kína um naðugun vakti mikla athygli á heimsvísu. AP/Andy Wong Peng Shuai, kínverska tenniskonan sem gufaði upp af yfirborði jarðar í nokkrar vikur síðasta haust eftir að ásaka háttsettan mann innan kínversku ríkisstjórnarinnar um kynferðisbrot, segir málið vera byggt á misskilningi. Í nóvember á síðasta ári setti Peng Shuai inn færslu á samfélagsmiðilinn Weibo þar sem hún ásakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta Kína, um að hafa nauðgað sér. Færslunni var eytt stuttu síðar sem og nær öllum upplýsingum um Peng Shuai á veraldarvefnum. Segja má að Peng Shuai hafi í kjölfarið horfið af yfirborði jarðar. Loks nokkrum vikum eftir hvarf hennar ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í gegnum myndbandssímtal. Þar sagði Peng Shuai að sér liði vel og hún væri örugg á heimili sínu í Peking. Fullyrðing sem fjölmiðlar efuðust um að væri sönn og talið var að hún væri í stofufangelsi á eigin heimili. Nú hefur Peng Shuai skotið upp kollinum á nýjan leik en hún ræddi við fjölmiðla á mánudag vegna Vetrarólympíuleikanna sem nú fara fram í Kína. Þar segir hún að ásakanir hennar á hendur Zhang Gaoli hafi verið byggðar á misskilningi. Hún sagði slíkt hið sama í kínverskum fjölmiðlum í desember á síðasta ári. Einnig sagði tenniskonan að hún hefði aldrei gefið til kynna að brotið hefði verið á henni kynferðislega og að hún hefði sjálf eytt færslunni á Weibo. Shuai sagðist lifa eðlilegu lífi en gaf hins vegar í skyn að tennisferli hennar væri lokið. Verandi orðin 36 ára gömul og með slæm hné sem hafa þurft fleiri en eina aðgerð þá sjái hún ekki fyrir sér að snúa aftur á tennisvöllinn. Viðtal Shuai hefur vakið mikla athygli enda ekki um hefðbundið viðtal að ræða. Til að mega ræða við tenniskonuna fyrrverandi þurfa fjölmiðlar að senda spurningar sínar fyrir fram. Þá var meðlimur ólympíunefndar Kína á staðnum og sá hann um að þýða bæði spurningar og svör. Chinese tennis player Peng Shuai gave a controlled interview that touched on the sexual assault allegations she made against a former high-ranking member of China's ruling Communist Party.Her answers left many unanswered questions. https://t.co/FOApVUieB9— The Associated Press (@AP) February 7, 2022 Alþjóðatennissambandið hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ólympíuleikanna fyrir að taka ekki betur á máli Peng Shuai. Alþjóðatennissambandið hefur hætt við allt mótahald í Kína en það sama verður ekki sagt um Ólympíuhreyfinguna. Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Peking í Kína. Leikarnir hófust 4. febrúar og lýkur 20. febrúar. Tennis Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Kína Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Í nóvember á síðasta ári setti Peng Shuai inn færslu á samfélagsmiðilinn Weibo þar sem hún ásakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta Kína, um að hafa nauðgað sér. Færslunni var eytt stuttu síðar sem og nær öllum upplýsingum um Peng Shuai á veraldarvefnum. Segja má að Peng Shuai hafi í kjölfarið horfið af yfirborði jarðar. Loks nokkrum vikum eftir hvarf hennar ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í gegnum myndbandssímtal. Þar sagði Peng Shuai að sér liði vel og hún væri örugg á heimili sínu í Peking. Fullyrðing sem fjölmiðlar efuðust um að væri sönn og talið var að hún væri í stofufangelsi á eigin heimili. Nú hefur Peng Shuai skotið upp kollinum á nýjan leik en hún ræddi við fjölmiðla á mánudag vegna Vetrarólympíuleikanna sem nú fara fram í Kína. Þar segir hún að ásakanir hennar á hendur Zhang Gaoli hafi verið byggðar á misskilningi. Hún sagði slíkt hið sama í kínverskum fjölmiðlum í desember á síðasta ári. Einnig sagði tenniskonan að hún hefði aldrei gefið til kynna að brotið hefði verið á henni kynferðislega og að hún hefði sjálf eytt færslunni á Weibo. Shuai sagðist lifa eðlilegu lífi en gaf hins vegar í skyn að tennisferli hennar væri lokið. Verandi orðin 36 ára gömul og með slæm hné sem hafa þurft fleiri en eina aðgerð þá sjái hún ekki fyrir sér að snúa aftur á tennisvöllinn. Viðtal Shuai hefur vakið mikla athygli enda ekki um hefðbundið viðtal að ræða. Til að mega ræða við tenniskonuna fyrrverandi þurfa fjölmiðlar að senda spurningar sínar fyrir fram. Þá var meðlimur ólympíunefndar Kína á staðnum og sá hann um að þýða bæði spurningar og svör. Chinese tennis player Peng Shuai gave a controlled interview that touched on the sexual assault allegations she made against a former high-ranking member of China's ruling Communist Party.Her answers left many unanswered questions. https://t.co/FOApVUieB9— The Associated Press (@AP) February 7, 2022 Alþjóðatennissambandið hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ólympíuleikanna fyrir að taka ekki betur á máli Peng Shuai. Alþjóðatennissambandið hefur hætt við allt mótahald í Kína en það sama verður ekki sagt um Ólympíuhreyfinguna. Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Peking í Kína. Leikarnir hófust 4. febrúar og lýkur 20. febrúar.
Tennis Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Kína Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira