Fram kemur í tilkynningu frá verslunarmiðstöðinni að Sandra hafi víðtæka reynslu á sviði markaðsmála og starfað sem verkefnastjóri í markaðsdeild Smáralindar frá árinu 2012. Þar hafi hún komið að öllu markaðsstarfi Smáralindar og skipulagningu viðburða. Þar áður starfaði Sandra í markaðsdeild SPRON.
Sandra er með BSc-gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík, diplomu í verkefnastjórnun og stundar mastersnám í alþjóðaviðskiptum hjá Háskólanum á Bifröst samhliða vinnu.
„Ég er ánægð að hafa fengið þetta tækifæri og hlakka til að halda áfram þeirri frábæru vegferð sem Smáralind hefur verið á undanfarið. Smáralind er sterkari en aldrei fyrr með öllum þeim nýju og glæsilegu verslunum sem hafa opnað í húsinu á síðustu árum og gríðarlegri uppbyggingu í nær umhverfinu. Það eru því mörg spennandi tækifæri framundan í markaðsstarfinu,” segir Sandra í tilkynningu.