Stóð ráðalaus í rauðri viðvörun: „Kannski smá karma“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2022 21:00 Atli Czubaiko getur vottað að það var ekki gluggaveður. Aðsend Atla Czubaiko brá heldur í brún á mánudagsmorgun þegar eldhúsglugginn á þriðju hæð fauk upp í vindhviðu og losnaði úr gluggakarminum. Hann hangir enn utan á blokkinni í Háaleiti í Reykjavík. Atvikið átti sér stað á sjöunda tímanum um morguninn á meðan rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Atli, sem er í einangrun vegna Covid-19, var vakandi þegar hann fattaði að ekki væri um neina venjulega vindhviðu að ræða. „Síðan heyri ég einhvern skell og hélt að það hefði kannski fokið borð eða einhver hlutur lent á svölunum okkar. Það er ekkert á svölunum en þá er þessi risastóri gluggi sem opnast allur út laus og hangir þarna niðri.“ Fram að þessu hafi glugginn verið lokaður og virkað heillegur en athygli vekur að glerið sjálft brotnaði ekki þessum í átökunum. Stóð ráðalaus í eldhúsinu „Hviðurnar eru orðnar það sterkar að ég veit að ég er ekki að fara að klifra þarna upp og toga þennan glugga til baka. Ég reyndi það og ég hefði þurft að ýta honum út og svo inn aftur, þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera,“ segir Atli. Festingarnar sem héldu glugganum hafi bognað en komið í veg fyrir að hann félli til jarðar. Atli hringdi í neyðarlínuna og var björgunarsveitarfólk mætt á eldhúsgólfið innan við tuttugu mínútum síðar. „Þau koma vitandi að ég er með Covid. Þetta er æðislegt fólk. Þau koma, binda gluggann við bláan spotta sem er núna bundinn við ofn inn í eldhúsi og setja síðan plötu til að loka fyrir.“ Atli er mjög þakklátur fyrir aðstoð björgunarsveitarinnar og segir að aðgerðin hafi tekið innan við klukkutíma. Hann á von á því að leigusalinn hans sé tryggður fyrir tjóninu. Reipið sem heldur glugganum. Atli á von á því að fá smið til að gera við gluggann fljótlega eftir að hann losnar úr einangrun á föstudag.Atli Hugsar sig tvisvar um áður en hann gerir aftur lítið úr óveðri Mikill viðbúnaður var víða um land vegna óveðursins í gær og þótti sumum nóg um. Þegar það skall loks á sáu margir netverjar, einkum staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, sér leik á borði og göntuðust með að almannavarnir, skólayfirvöld og veðurfræðingar hafi gangið full langt með hamfaraspám sínum. Atli segir að hann hafi sjálfur reglulega gerst sekur um að gera lítið úr óveðri á borð við það sem sást í gær. „Verandi sú týpa þá er það kannski smá karma að auðvitað brotnar glugginn hjá mér," segir hann léttur í bragði. Atli ákvað að láta það vera að tjá sig um veðrið á samfélagsmiðlum í gær, þó hann hafi vissulega tekið sig til og greint frá gluggaævintýrinu. Mikilvægt sé að minna fólk á að veðrið sé ekki alls staðar eins og í bakgarðinum. Veður Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Atvikið átti sér stað á sjöunda tímanum um morguninn á meðan rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Atli, sem er í einangrun vegna Covid-19, var vakandi þegar hann fattaði að ekki væri um neina venjulega vindhviðu að ræða. „Síðan heyri ég einhvern skell og hélt að það hefði kannski fokið borð eða einhver hlutur lent á svölunum okkar. Það er ekkert á svölunum en þá er þessi risastóri gluggi sem opnast allur út laus og hangir þarna niðri.“ Fram að þessu hafi glugginn verið lokaður og virkað heillegur en athygli vekur að glerið sjálft brotnaði ekki þessum í átökunum. Stóð ráðalaus í eldhúsinu „Hviðurnar eru orðnar það sterkar að ég veit að ég er ekki að fara að klifra þarna upp og toga þennan glugga til baka. Ég reyndi það og ég hefði þurft að ýta honum út og svo inn aftur, þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera,“ segir Atli. Festingarnar sem héldu glugganum hafi bognað en komið í veg fyrir að hann félli til jarðar. Atli hringdi í neyðarlínuna og var björgunarsveitarfólk mætt á eldhúsgólfið innan við tuttugu mínútum síðar. „Þau koma vitandi að ég er með Covid. Þetta er æðislegt fólk. Þau koma, binda gluggann við bláan spotta sem er núna bundinn við ofn inn í eldhúsi og setja síðan plötu til að loka fyrir.“ Atli er mjög þakklátur fyrir aðstoð björgunarsveitarinnar og segir að aðgerðin hafi tekið innan við klukkutíma. Hann á von á því að leigusalinn hans sé tryggður fyrir tjóninu. Reipið sem heldur glugganum. Atli á von á því að fá smið til að gera við gluggann fljótlega eftir að hann losnar úr einangrun á föstudag.Atli Hugsar sig tvisvar um áður en hann gerir aftur lítið úr óveðri Mikill viðbúnaður var víða um land vegna óveðursins í gær og þótti sumum nóg um. Þegar það skall loks á sáu margir netverjar, einkum staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, sér leik á borði og göntuðust með að almannavarnir, skólayfirvöld og veðurfræðingar hafi gangið full langt með hamfaraspám sínum. Atli segir að hann hafi sjálfur reglulega gerst sekur um að gera lítið úr óveðri á borð við það sem sást í gær. „Verandi sú týpa þá er það kannski smá karma að auðvitað brotnar glugginn hjá mér," segir hann léttur í bragði. Atli ákvað að láta það vera að tjá sig um veðrið á samfélagsmiðlum í gær, þó hann hafi vissulega tekið sig til og greint frá gluggaævintýrinu. Mikilvægt sé að minna fólk á að veðrið sé ekki alls staðar eins og í bakgarðinum.
Veður Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira