Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Þar segir að kaupin hafi þegar gengið í gegn og að starfsfólk muni flytja í skrifstofur KPMG í Borgartúni á næstu dögum.
Að sögn KPMG mun fyrirtækið með kaupunum á OZIO verða enn betur í stakk búið til að geta boðið viðskiptavinum sínum öflugt þjónustuframboð á sviði stafrænnar þróunar. Megi þar nefna þætti eins áhættustjórnun, gæða og upplýsingastjórn, skjalastjórnun og rafvæðingu ferla auk almennrar ráðgjafar og stefnumótunar í stafrænni þróun fyrirtækja.
„Við kaupin fá viðskiptavinir OZIO aðgang að öflugum hópi sérfræðinga KPMG á ýmsum sviðum, til dæmis áhættustjórnunar og lykilferlum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða sem rímar vel við núverandi viðskiptavinahóp félagsins.“