Hafði endanlega betur og fær tugmilljóna bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2022 15:33 Mótorhjólamaðurinn slasaðist alvarlega í slysinu en mun nú fá fullar bætur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Vörður þarf að greiða mótorhjólamanni sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi árið 2013 67 milljónir í bætur vegna slyssins. Tekist var á um hvort að mótorhjólamaðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda árekstursins. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í dag. Manninum hafði áður verið dæmdar bætur í héraði og í Landsrétti, en þar var honum gert að bera tjón sitt sjálfur að þriðjungi. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók hann bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafðist hann 67 milljóna króna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins. Krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins en varanleg orörka mannsins var metin 85 prósent eftir slysið. Tryggingafélagið viðurkenndi bótaskyldu í málinu en taldi að skerða ætti bætur um helming vegna stórkostlegs gáleysis mannsins. Deila mannsins og Varðar snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Þá taldi mótorhjólamaðurinn að tilkynning Varðar um að félagið hygðist skerða bætur vegna slyssins hafi borist of seint, eða átján mánuðum eftir slysið. Þetta virðist hafa haft verulega þýðingu í úrlausn Hæstaréttar í málinu en í niðurstöðu dómsins segir að með þessu hafi tryggingafélagið sýnt af sér verulegt tómlæti, og þar með glatað rétti sínum til að skerða bætur mannsins. Þarf Vörður því að greiða manninum fullar bætur, 67 millónir króna, að frádregnum 35 milljónum króna sem félagið hefur þegar greitt manninum vegna slyssins. Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. 23. mars 2019 09:20 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í dag. Manninum hafði áður verið dæmdar bætur í héraði og í Landsrétti, en þar var honum gert að bera tjón sitt sjálfur að þriðjungi. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók hann bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafðist hann 67 milljóna króna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins. Krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins en varanleg orörka mannsins var metin 85 prósent eftir slysið. Tryggingafélagið viðurkenndi bótaskyldu í málinu en taldi að skerða ætti bætur um helming vegna stórkostlegs gáleysis mannsins. Deila mannsins og Varðar snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Þá taldi mótorhjólamaðurinn að tilkynning Varðar um að félagið hygðist skerða bætur vegna slyssins hafi borist of seint, eða átján mánuðum eftir slysið. Þetta virðist hafa haft verulega þýðingu í úrlausn Hæstaréttar í málinu en í niðurstöðu dómsins segir að með þessu hafi tryggingafélagið sýnt af sér verulegt tómlæti, og þar með glatað rétti sínum til að skerða bætur mannsins. Þarf Vörður því að greiða manninum fullar bætur, 67 millónir króna, að frádregnum 35 milljónum króna sem félagið hefur þegar greitt manninum vegna slyssins.
Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. 23. mars 2019 09:20 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. 23. mars 2019 09:20