Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2022 19:21 Seðlabankastjóri segir aðgerðir Seðlabankans hafa varið aukin kaupmátt heimilanna í covid faraldrinum. Nú þegar faraldrinum sé að ljúka, störfum fjölgi og verðbólga fari vaxandi þurfi heimilin að draga úr neyslu sinni. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína í 2,75 prósent í morgun. Þeir eru þá komnir á sama stað og þeir voru rétt áður en kórónuveirufaraldurinn skall á og verða enn að teljast lágir í sögulegu samhengi. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun árs 2020 greip Seðlabankinn til vaxtalækkana og héldust vextir í sögulegu lágmarki langt fram á síðasta ár. Verðbólga hefur síðan aukist og Seðlabankinn brugðist við með vaxtahækkunum sem ekki sér fyrir endann á. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Vextir lækkuðu hratt frá febrúar 2020 fram í maí 2021 þegar Seðlabankinn hóf aftur að hækka meginvexti sína vegna aukinnar verðbólgu. Verðbólga mældist 5,7 prósent í síðasta mánuði og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vextir kunni að hækka enn frekar gefi verðbólgan ekki eftir. Ásgeir Jónsson segir ríkisfjármálin og kjarasamninga í haust ráða mestu um þróun verðbólgu innanlands næstu misserin. Gera ætti kjarasamninga sem stuðluðu að verðstöðugleika.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað það varðar. Ef þetta heldur áfram þurfum við að bregðast við. Það er alveg rétt.“ Verðbólgan sé aðallega drifin áfram af hækkun húsnæðisverðs og hækkun olíu- og hrávöruverðs í útlöndum. Vonir standi til að þessar hækkanir fari að ná hámarki sínu og ganga hægt til baka. Seðlabankinn gerir þó ekki ráð fyrir að verðbólgan verði komin nálægt 2,5 prósenta markmiði bankans fyrr en í ársbyrjun 2025. „Svo skiptir auðvitað miklu máli þegar kemur fram á næsta haust hvernig kjarasamningar koma út. Verðbólga eftir það ræðast algerlega af kjarasamningum,“ segir Ásgeir. Með aðgerðum Seðlabankans hafi tekist að verja gengi krónunnar og aukinn kaupmátt heimilanna í faraldrinum. Nú þurfi heimilin hins vegar að draga úr neyslu sinni. „Það var markmið okkar að hvetja áfram einkaneyslu á þeim tíma þegar hagkerfið lá niðri. Núna þurfum við að fara að takmarka einkaneyslu og hægja á heimilunum,“ segir seðlabankastjóri. Laun hafi hækkað meira en verðbólga undanfarið ár. Hugmyndir um að bæta heimilunum hækkun vaxta með framlögum úr ríkissjóði dragi ekki úr verðbólgu. „Það vinnur gegn okkur og vinnur gegn því sem við erum að gera. Sérstaklega í ljósi þess sem ég sagði áðan. Heimilin hafa aldrei staðið sterkara en einmitt núna. Hvað varðar laun og kaupmátt, hvað varðar eigiðfé. Við erum líka í uppsveiflu núna þar sem störfum er að fjölga. Þannig að það er ansi mikið að vinna með heimilunum þótt verðbólga sé aðeins að hækka,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05 Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína í 2,75 prósent í morgun. Þeir eru þá komnir á sama stað og þeir voru rétt áður en kórónuveirufaraldurinn skall á og verða enn að teljast lágir í sögulegu samhengi. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun árs 2020 greip Seðlabankinn til vaxtalækkana og héldust vextir í sögulegu lágmarki langt fram á síðasta ár. Verðbólga hefur síðan aukist og Seðlabankinn brugðist við með vaxtahækkunum sem ekki sér fyrir endann á. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Vextir lækkuðu hratt frá febrúar 2020 fram í maí 2021 þegar Seðlabankinn hóf aftur að hækka meginvexti sína vegna aukinnar verðbólgu. Verðbólga mældist 5,7 prósent í síðasta mánuði og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vextir kunni að hækka enn frekar gefi verðbólgan ekki eftir. Ásgeir Jónsson segir ríkisfjármálin og kjarasamninga í haust ráða mestu um þróun verðbólgu innanlands næstu misserin. Gera ætti kjarasamninga sem stuðluðu að verðstöðugleika.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað það varðar. Ef þetta heldur áfram þurfum við að bregðast við. Það er alveg rétt.“ Verðbólgan sé aðallega drifin áfram af hækkun húsnæðisverðs og hækkun olíu- og hrávöruverðs í útlöndum. Vonir standi til að þessar hækkanir fari að ná hámarki sínu og ganga hægt til baka. Seðlabankinn gerir þó ekki ráð fyrir að verðbólgan verði komin nálægt 2,5 prósenta markmiði bankans fyrr en í ársbyrjun 2025. „Svo skiptir auðvitað miklu máli þegar kemur fram á næsta haust hvernig kjarasamningar koma út. Verðbólga eftir það ræðast algerlega af kjarasamningum,“ segir Ásgeir. Með aðgerðum Seðlabankans hafi tekist að verja gengi krónunnar og aukinn kaupmátt heimilanna í faraldrinum. Nú þurfi heimilin hins vegar að draga úr neyslu sinni. „Það var markmið okkar að hvetja áfram einkaneyslu á þeim tíma þegar hagkerfið lá niðri. Núna þurfum við að fara að takmarka einkaneyslu og hægja á heimilunum,“ segir seðlabankastjóri. Laun hafi hækkað meira en verðbólga undanfarið ár. Hugmyndir um að bæta heimilunum hækkun vaxta með framlögum úr ríkissjóði dragi ekki úr verðbólgu. „Það vinnur gegn okkur og vinnur gegn því sem við erum að gera. Sérstaklega í ljósi þess sem ég sagði áðan. Heimilin hafa aldrei staðið sterkara en einmitt núna. Hvað varðar laun og kaupmátt, hvað varðar eigiðfé. Við erum líka í uppsveiflu núna þar sem störfum er að fjölga. Þannig að það er ansi mikið að vinna með heimilunum þótt verðbólga sé aðeins að hækka,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05 Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05
Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18