Óvenjulega gæfur hrafn gefur frá sér einkennileg ástarhljóð Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. febrúar 2022 21:00 Hrafninn var á vappi í Lágmúlanum í dag þegar við rákumst á hann. vísir/sigurjón Varpstofn hrafna í Reykjavík hefur stækkað töluvert á síðustu árum. Fuglarnir para sig á þessum árstíma og eru því mjög áberandi í borginni. Við hittum ungan hrafn í leit að ást en hann fann í staðinn góðan vin í fréttamanni okkar. Hrafninn hittum við óvænt í Lágmúlanum í dag þar sem fréttastofa var stödd í öðrum erindagjörðum. Hann var með eindæmum gæfur eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Hann vakti mikla lukku meðal vegfarenda á svæðinu. Ungir hrafnar eru óttalegir kjánar Við leituðum til sérfræðings til að ræða hrafnalífið í borginni eftir kynni okkar af hrafninum í Lágmúla. En eru hrafnar orðnir gæfari í dag en áður? „Fyrst og fremst meta þeir svona bara hvar er hætta á ferð. Hérna innan borgarinnar eru þeir nú varla ofsóttir og þeir geta verið mjög spakir og sérstaklega ef einhvers ætis er von. En svo geta sumir hrafnar verið miklu styggari,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Kristinn segir hrafnana einhverja gáfuðustu fugla sem fyrirfinnast.vísir/sindri Og þarna getur aldur fuglanna spilað inn í. „Ungir hrafnar eru til dæmis eru fyrstu mánuðina bara asnar og miklir kjánar en þeir læra nú fljótt á lífið,“ segir Kristinn Haukur. Þannig ég hef líklega hitt einn svona kjána eða hvað? „Já, væntanlega,“ segir Kristinn Haukur og hlær við. Hrafninn vakti mikla lukku vegfarenda. Á tímabili var nokkur hópur búinn að safnast að honum en hér sést ferðamaður mynda hann.vísir/sigurjón Koma í bæinn á veturna Hann segir hrafnana einstaklega skemmtileg dýr og taldir meðal þeirra gáfuðustu ásamt páfagaukum og krákum. Varpstofn hrafna í borginni hefur stækkað samhliða fjölgun trjáa og núverpa hér tugir para. Á veturna sækja hrafnar úr nágrannasveitarfélögum hins vegar í borgina í leit að æti og til að para sig. Þeir geta verið í hundraðatali í Reykjavík á veturna. Hrafninn ungi. Sá gaf frá sér einkennileg hljóð eða að minnsta kosti ekki það hefðbundna krunk sem flestir tengja við hrafna.vísir/sigurjón Ekkert venjulegt krunk En hljóðin í hrafninum sem við hittum í dag vöktu mikla athygli okkar og vegfarenda. Það var ekki það venjulega krunk sem flestir tengja við hrafninn. Við spurðum Kristinn út í það: „Hrafnarnir gefa frá sér mjög merkileg og margvísleg hljóð. Þeir eru að parast á veturna. Þeir parast í þessum geldhrafnaflokkum þannig sumt af þessum hljóðum eru kannski ástarkvak,“ segir hann og líkir eftir einu af hljóðum hrafnsins, líklega því sem við heyrðum í dag. Við bendum lesendum enn og aftur á myndbandið sem hér fylgir fréttinni, sem sýnt var í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Hvort ástarkvak hrafnsins hafi beinst að frétta- og tökumanni verður ekki fullyrt um hér en eitt er víst að hann vitrist að minnsta kosti ansi hrifinn af okkur. Dýr Fuglar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hrafninn hittum við óvænt í Lágmúlanum í dag þar sem fréttastofa var stödd í öðrum erindagjörðum. Hann var með eindæmum gæfur eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Hann vakti mikla lukku meðal vegfarenda á svæðinu. Ungir hrafnar eru óttalegir kjánar Við leituðum til sérfræðings til að ræða hrafnalífið í borginni eftir kynni okkar af hrafninum í Lágmúla. En eru hrafnar orðnir gæfari í dag en áður? „Fyrst og fremst meta þeir svona bara hvar er hætta á ferð. Hérna innan borgarinnar eru þeir nú varla ofsóttir og þeir geta verið mjög spakir og sérstaklega ef einhvers ætis er von. En svo geta sumir hrafnar verið miklu styggari,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Kristinn segir hrafnana einhverja gáfuðustu fugla sem fyrirfinnast.vísir/sindri Og þarna getur aldur fuglanna spilað inn í. „Ungir hrafnar eru til dæmis eru fyrstu mánuðina bara asnar og miklir kjánar en þeir læra nú fljótt á lífið,“ segir Kristinn Haukur. Þannig ég hef líklega hitt einn svona kjána eða hvað? „Já, væntanlega,“ segir Kristinn Haukur og hlær við. Hrafninn vakti mikla lukku vegfarenda. Á tímabili var nokkur hópur búinn að safnast að honum en hér sést ferðamaður mynda hann.vísir/sigurjón Koma í bæinn á veturna Hann segir hrafnana einstaklega skemmtileg dýr og taldir meðal þeirra gáfuðustu ásamt páfagaukum og krákum. Varpstofn hrafna í borginni hefur stækkað samhliða fjölgun trjáa og núverpa hér tugir para. Á veturna sækja hrafnar úr nágrannasveitarfélögum hins vegar í borgina í leit að æti og til að para sig. Þeir geta verið í hundraðatali í Reykjavík á veturna. Hrafninn ungi. Sá gaf frá sér einkennileg hljóð eða að minnsta kosti ekki það hefðbundna krunk sem flestir tengja við hrafna.vísir/sigurjón Ekkert venjulegt krunk En hljóðin í hrafninum sem við hittum í dag vöktu mikla athygli okkar og vegfarenda. Það var ekki það venjulega krunk sem flestir tengja við hrafninn. Við spurðum Kristinn út í það: „Hrafnarnir gefa frá sér mjög merkileg og margvísleg hljóð. Þeir eru að parast á veturna. Þeir parast í þessum geldhrafnaflokkum þannig sumt af þessum hljóðum eru kannski ástarkvak,“ segir hann og líkir eftir einu af hljóðum hrafnsins, líklega því sem við heyrðum í dag. Við bendum lesendum enn og aftur á myndbandið sem hér fylgir fréttinni, sem sýnt var í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Hvort ástarkvak hrafnsins hafi beinst að frétta- og tökumanni verður ekki fullyrt um hér en eitt er víst að hann vitrist að minnsta kosti ansi hrifinn af okkur.
Dýr Fuglar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira