Slógu eigið met í kjarnasamruna frá 1997: „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2022 22:01 Kjarnasamrunaver JET sem notað var til að slá gamalt met stofnunarinnar frá 1997. JET Vísindamenn á JET-rannsóknarstöðinni (Joint European Torus) tilkynntu í dag að þeir hefðu slegið nýtt met í kjarnasamruna. Við það slógu vísindamennirnir gamalt met JET frá 1997 með því að framleiða rúmlega tvöfalt meiri orku. Í nýjustu tilraun vísindamanna JET tókst þeim að framleiða 59 megajúl af varmaorku með samruna yfir fimm sekúndna tímabil. Orkumyndun tilraunarinnar samsvaraði um ellefu megavöttum, eða ellefu megajúlum á sekúndu. Það voru sömuleiðis vísindamenn JET sem áttu gamla metið en árið 1997 framleiddu vísindamenn stofnunarinnar 21,7 megajúl af varmaorku með kjarnasamruna eða um 16 megavött. Það þurfti þó 24 megavött til að koma samrunanum af stað. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir inn í kjarnasamrunaver JET. Record-breaking 59 megajoules of sustained fusion energy at world-leading UKAEA s Joint European Torus (JET) facility. Video shows the record pulse in action. Full story https://t.co/iShCGwlV9Y #FusionIsComing #FusionEnergy #STEM #fusion @FusionInCloseUp @iterorg @beisgovuk pic.twitter.com/ancKMaY1V2— UK Atomic Energy Authority (@UKAEAofficial) February 9, 2022 Vísindamenn binda miklar vonir við að í framtíðinni megi skapa gífurlega orku með lítilli mengun og geislun. Það á að gera með kjarnasamruna sem gengur í einföldu máli út á það að endurskapa það ferli sem gerist í stjörnum alheimsins. Léttir atómkjarnar eru látnir renna saman svo þeir mynda aðra þyngri kjarna en við losnar mikil orka úr læðingi. Við þetta ferli myndast gífurlega mikill hiti en hann er talinn vera um tíu sinnum hærri en hitinn í miðju sólarinnar. Verið er að smíða stærsta kjarnasamrunaver heimsins í Frakklandi en þar verður samruni myndaður með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ofninn verður um 23 þúsund tonn að þyngd en einn rafsegull af þremur er sagður geta lyft heilu flugmóðurskipi. 35 þjóðir heims koma að verkefninu, sem ber heitið ITER, og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðinga unnið við það. Nýjasti árangur vísindamanna JET markar góðar fregnir fyrir kjarnasamrunaverið í Frakklandi en í tilrauninni þar sem nýja metið var sett, var notast við sama ferli. „Nýjar tilraunir JET hafa fært okkur skrefi nærri kjarnasamrunaorku,“ hefur BBC eftir Dr. Joe Milnes, sem stýrir aðgerðum á rannsóknarstofunni. „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu inn í vél okkar og haldið henni þar í fimm sekúndur með góðri virkni, sem færir okkur inn á nýtt svið.“ Í tilkynningu JET er haft eftir Dr. Bernard Bigo, sem stýrir ITER, að nýja metið sé mjög jákvæð vísbending um að rannsóknarvinnan sé á réttri leið. Tækni Vísindi Orkumál Umhverfismál Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Í nýjustu tilraun vísindamanna JET tókst þeim að framleiða 59 megajúl af varmaorku með samruna yfir fimm sekúndna tímabil. Orkumyndun tilraunarinnar samsvaraði um ellefu megavöttum, eða ellefu megajúlum á sekúndu. Það voru sömuleiðis vísindamenn JET sem áttu gamla metið en árið 1997 framleiddu vísindamenn stofnunarinnar 21,7 megajúl af varmaorku með kjarnasamruna eða um 16 megavött. Það þurfti þó 24 megavött til að koma samrunanum af stað. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir inn í kjarnasamrunaver JET. Record-breaking 59 megajoules of sustained fusion energy at world-leading UKAEA s Joint European Torus (JET) facility. Video shows the record pulse in action. Full story https://t.co/iShCGwlV9Y #FusionIsComing #FusionEnergy #STEM #fusion @FusionInCloseUp @iterorg @beisgovuk pic.twitter.com/ancKMaY1V2— UK Atomic Energy Authority (@UKAEAofficial) February 9, 2022 Vísindamenn binda miklar vonir við að í framtíðinni megi skapa gífurlega orku með lítilli mengun og geislun. Það á að gera með kjarnasamruna sem gengur í einföldu máli út á það að endurskapa það ferli sem gerist í stjörnum alheimsins. Léttir atómkjarnar eru látnir renna saman svo þeir mynda aðra þyngri kjarna en við losnar mikil orka úr læðingi. Við þetta ferli myndast gífurlega mikill hiti en hann er talinn vera um tíu sinnum hærri en hitinn í miðju sólarinnar. Verið er að smíða stærsta kjarnasamrunaver heimsins í Frakklandi en þar verður samruni myndaður með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ofninn verður um 23 þúsund tonn að þyngd en einn rafsegull af þremur er sagður geta lyft heilu flugmóðurskipi. 35 þjóðir heims koma að verkefninu, sem ber heitið ITER, og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðinga unnið við það. Nýjasti árangur vísindamanna JET markar góðar fregnir fyrir kjarnasamrunaverið í Frakklandi en í tilrauninni þar sem nýja metið var sett, var notast við sama ferli. „Nýjar tilraunir JET hafa fært okkur skrefi nærri kjarnasamrunaorku,“ hefur BBC eftir Dr. Joe Milnes, sem stýrir aðgerðum á rannsóknarstofunni. „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu inn í vél okkar og haldið henni þar í fimm sekúndur með góðri virkni, sem færir okkur inn á nýtt svið.“ Í tilkynningu JET er haft eftir Dr. Bernard Bigo, sem stýrir ITER, að nýja metið sé mjög jákvæð vísbending um að rannsóknarvinnan sé á réttri leið.
Tækni Vísindi Orkumál Umhverfismál Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira