Skora á ráðherra að gera kynferðisbrotaþola að aðilum að málum sínum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 21:54 Stígamót hafa skorað á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að breyta stöðu brotaþola kynferðis- og kynbundins ofbeldis í lögum. Vísir/Vilhelm Stígamót hafa sett af stað undirskriftalista þar sem skorað er á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að gera þolendur kynferðisofbeldis að aðilum í málum þeirra. Eins og lögin eru í dag eru þolendur vitni að sínum málum í réttarkerfinu. Stígamót sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að á einum degi hafi 3.500 skrifað undir listann. Með listanum fylgja sögur fimm kvenna, sem allar segjast hafa slæma reynslu af réttarkerfinu þegar þær tilkynntu ofbeldi sem þær hafi verið beittar. Á næstu vikum mun dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um bætta réttarstöðu brotaþola og skora Stígamót á hann að „stíga skrefið til fulls og veita brotaþolum aðild, eða flest þau réttindi, sem sakborningar njóta.“ „Kynferðisofbeldi og annað kynbundið ofbeldi er til þess fallið að afmennska og hlutgera þolendur. Það skýtur því skökku við þegar réttarkerfið viðheldur hlutgervingunni með því að skilgreina brotaþola sem vitni í eigin máli með afar takmörkuð réttindi,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að í meðförum réttarkerfisins verði líkami brotaþola að vettvangi glæps og brotaþoli sé smættaður niður í viðfang réttarkerfisins í máli sem einungis varði ríkið annars vegar og sakborning hins vegar. „Staðan í dag í réttarkerfinu er slæm. Meirihluti kynferðisbrotamála og mála sem varða ofbeldi í nánum samböndum eru felld niður og hljóta því ekki áheyrn dómstóla. Eftir að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu heyra brotaþolar oft ekki af málinu fyrr en það er fellt niður. Væru brotaþolar aðilar málsins fengju þeir að skoða málsgögnin áður en tekin er ákvörðun um afdrif málsins og gætu þá leiðrétt rangfærslur eða misskilning og jafnvel lagt fram viðbótar sönnunargögn,“ segir í tilkynningunni. „Ráða mátti af orðum dómsmálaráðherra í Kastljósi í síðustu viku að hann hefði áhyggjur af því að aukin réttindi brotaþola myndu mögulega veikja stöðu þeirra. Í dag eru brotaþolar aðilar máls í Finnlandi, og í Noregi hafa þeir að mestu sambærileg réttindi á við sakborninga. Ekkert bendir til þess að slík réttindi veiki stöðu þeirra.“ Kynferðisofbeldi Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Stígamót sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að á einum degi hafi 3.500 skrifað undir listann. Með listanum fylgja sögur fimm kvenna, sem allar segjast hafa slæma reynslu af réttarkerfinu þegar þær tilkynntu ofbeldi sem þær hafi verið beittar. Á næstu vikum mun dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um bætta réttarstöðu brotaþola og skora Stígamót á hann að „stíga skrefið til fulls og veita brotaþolum aðild, eða flest þau réttindi, sem sakborningar njóta.“ „Kynferðisofbeldi og annað kynbundið ofbeldi er til þess fallið að afmennska og hlutgera þolendur. Það skýtur því skökku við þegar réttarkerfið viðheldur hlutgervingunni með því að skilgreina brotaþola sem vitni í eigin máli með afar takmörkuð réttindi,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að í meðförum réttarkerfisins verði líkami brotaþola að vettvangi glæps og brotaþoli sé smættaður niður í viðfang réttarkerfisins í máli sem einungis varði ríkið annars vegar og sakborning hins vegar. „Staðan í dag í réttarkerfinu er slæm. Meirihluti kynferðisbrotamála og mála sem varða ofbeldi í nánum samböndum eru felld niður og hljóta því ekki áheyrn dómstóla. Eftir að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu heyra brotaþolar oft ekki af málinu fyrr en það er fellt niður. Væru brotaþolar aðilar málsins fengju þeir að skoða málsgögnin áður en tekin er ákvörðun um afdrif málsins og gætu þá leiðrétt rangfærslur eða misskilning og jafnvel lagt fram viðbótar sönnunargögn,“ segir í tilkynningunni. „Ráða mátti af orðum dómsmálaráðherra í Kastljósi í síðustu viku að hann hefði áhyggjur af því að aukin réttindi brotaþola myndu mögulega veikja stöðu þeirra. Í dag eru brotaþolar aðilar máls í Finnlandi, og í Noregi hafa þeir að mestu sambærileg réttindi á við sakborninga. Ekkert bendir til þess að slík réttindi veiki stöðu þeirra.“
Kynferðisofbeldi Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira