Skora á ráðherra að gera kynferðisbrotaþola að aðilum að málum sínum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 21:54 Stígamót hafa skorað á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að breyta stöðu brotaþola kynferðis- og kynbundins ofbeldis í lögum. Vísir/Vilhelm Stígamót hafa sett af stað undirskriftalista þar sem skorað er á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að gera þolendur kynferðisofbeldis að aðilum í málum þeirra. Eins og lögin eru í dag eru þolendur vitni að sínum málum í réttarkerfinu. Stígamót sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að á einum degi hafi 3.500 skrifað undir listann. Með listanum fylgja sögur fimm kvenna, sem allar segjast hafa slæma reynslu af réttarkerfinu þegar þær tilkynntu ofbeldi sem þær hafi verið beittar. Á næstu vikum mun dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um bætta réttarstöðu brotaþola og skora Stígamót á hann að „stíga skrefið til fulls og veita brotaþolum aðild, eða flest þau réttindi, sem sakborningar njóta.“ „Kynferðisofbeldi og annað kynbundið ofbeldi er til þess fallið að afmennska og hlutgera þolendur. Það skýtur því skökku við þegar réttarkerfið viðheldur hlutgervingunni með því að skilgreina brotaþola sem vitni í eigin máli með afar takmörkuð réttindi,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að í meðförum réttarkerfisins verði líkami brotaþola að vettvangi glæps og brotaþoli sé smættaður niður í viðfang réttarkerfisins í máli sem einungis varði ríkið annars vegar og sakborning hins vegar. „Staðan í dag í réttarkerfinu er slæm. Meirihluti kynferðisbrotamála og mála sem varða ofbeldi í nánum samböndum eru felld niður og hljóta því ekki áheyrn dómstóla. Eftir að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu heyra brotaþolar oft ekki af málinu fyrr en það er fellt niður. Væru brotaþolar aðilar málsins fengju þeir að skoða málsgögnin áður en tekin er ákvörðun um afdrif málsins og gætu þá leiðrétt rangfærslur eða misskilning og jafnvel lagt fram viðbótar sönnunargögn,“ segir í tilkynningunni. „Ráða mátti af orðum dómsmálaráðherra í Kastljósi í síðustu viku að hann hefði áhyggjur af því að aukin réttindi brotaþola myndu mögulega veikja stöðu þeirra. Í dag eru brotaþolar aðilar máls í Finnlandi, og í Noregi hafa þeir að mestu sambærileg réttindi á við sakborninga. Ekkert bendir til þess að slík réttindi veiki stöðu þeirra.“ Kynferðisofbeldi Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Stígamót sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að á einum degi hafi 3.500 skrifað undir listann. Með listanum fylgja sögur fimm kvenna, sem allar segjast hafa slæma reynslu af réttarkerfinu þegar þær tilkynntu ofbeldi sem þær hafi verið beittar. Á næstu vikum mun dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um bætta réttarstöðu brotaþola og skora Stígamót á hann að „stíga skrefið til fulls og veita brotaþolum aðild, eða flest þau réttindi, sem sakborningar njóta.“ „Kynferðisofbeldi og annað kynbundið ofbeldi er til þess fallið að afmennska og hlutgera þolendur. Það skýtur því skökku við þegar réttarkerfið viðheldur hlutgervingunni með því að skilgreina brotaþola sem vitni í eigin máli með afar takmörkuð réttindi,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að í meðförum réttarkerfisins verði líkami brotaþola að vettvangi glæps og brotaþoli sé smættaður niður í viðfang réttarkerfisins í máli sem einungis varði ríkið annars vegar og sakborning hins vegar. „Staðan í dag í réttarkerfinu er slæm. Meirihluti kynferðisbrotamála og mála sem varða ofbeldi í nánum samböndum eru felld niður og hljóta því ekki áheyrn dómstóla. Eftir að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu heyra brotaþolar oft ekki af málinu fyrr en það er fellt niður. Væru brotaþolar aðilar málsins fengju þeir að skoða málsgögnin áður en tekin er ákvörðun um afdrif málsins og gætu þá leiðrétt rangfærslur eða misskilning og jafnvel lagt fram viðbótar sönnunargögn,“ segir í tilkynningunni. „Ráða mátti af orðum dómsmálaráðherra í Kastljósi í síðustu viku að hann hefði áhyggjur af því að aukin réttindi brotaþola myndu mögulega veikja stöðu þeirra. Í dag eru brotaþolar aðilar máls í Finnlandi, og í Noregi hafa þeir að mestu sambærileg réttindi á við sakborninga. Ekkert bendir til þess að slík réttindi veiki stöðu þeirra.“
Kynferðisofbeldi Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira