Shiffrin keppir á morgun en er hætt að tala við fjölmiðla á ÓL Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 14:31 Miklar væntingar voru gerðar til Mikaelu Shiffrin á Vetrarólympíuleikunum enda sannkölluð ofurstjarna í vetraríþróttum. getty/Tom Pennington Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin ætlar ekki að veita fleiri viðtöl á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Shiffrin hefur valdið miklum vonbrigðum í Peking og klúðraði fyrstu tveimur greinunum sínum, stórsvigi og svigi. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011, þegar hún var sextán ára, sem henni tekst ekki að klára tvær greinar í röð. Hin 26 ára Shiffrin barðist við tárin í viðtali við NBC eftir að hafa keyrt út af eftir aðeins fimm sekúndur í sviginu í gær. Shiffrin gaf meðal annars í skyn að hún myndi ekki keppa í fleiri greinum á Vetrarólympíuleikunum eftir vonbrigðin í stórsviginu og sviginu. Nú er hins vegar ljóst að hún keppir í risastórsvigi á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem hún keppir í þeirri grein á Vetrarólympíuleikum. Shiffrin ætlar hins vegar ekki að veita fjölmiðlum viðtöl það sem eftir lifir Vetrarólympíuleikanna. Talskona hennar sendi Reuters skilaboð þar sem hún sagði að hvorki Shiffrin né móðir hennar og þjálfari, Eileen, myndu tala við fjölmiðla í nánustu framtíð. Mikla athygli vakti þegar tenniskonan Naomi Osaka hótaði að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu á síðasta ári ef hún fengi ekki að sleppa við að mæta á blaðamannafundi. Hún sagði að aðstæðurnar á þeim settu ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttafólks. Þá dró bandaríska ofurstjarnan Simone Biles sig úr leik í fjórum greinum á Ólympíuleikunum í Peking vegna andlegs álags. Shiffrin þykir eiga fína möguleika í risastórsviginu en hún vann þá grein á HM 2019. Shiffrin er einnig skráð til leiks í bruni og tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Shiffrin hefur valdið miklum vonbrigðum í Peking og klúðraði fyrstu tveimur greinunum sínum, stórsvigi og svigi. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011, þegar hún var sextán ára, sem henni tekst ekki að klára tvær greinar í röð. Hin 26 ára Shiffrin barðist við tárin í viðtali við NBC eftir að hafa keyrt út af eftir aðeins fimm sekúndur í sviginu í gær. Shiffrin gaf meðal annars í skyn að hún myndi ekki keppa í fleiri greinum á Vetrarólympíuleikunum eftir vonbrigðin í stórsviginu og sviginu. Nú er hins vegar ljóst að hún keppir í risastórsvigi á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem hún keppir í þeirri grein á Vetrarólympíuleikum. Shiffrin ætlar hins vegar ekki að veita fjölmiðlum viðtöl það sem eftir lifir Vetrarólympíuleikanna. Talskona hennar sendi Reuters skilaboð þar sem hún sagði að hvorki Shiffrin né móðir hennar og þjálfari, Eileen, myndu tala við fjölmiðla í nánustu framtíð. Mikla athygli vakti þegar tenniskonan Naomi Osaka hótaði að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu á síðasta ári ef hún fengi ekki að sleppa við að mæta á blaðamannafundi. Hún sagði að aðstæðurnar á þeim settu ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttafólks. Þá dró bandaríska ofurstjarnan Simone Biles sig úr leik í fjórum greinum á Ólympíuleikunum í Peking vegna andlegs álags. Shiffrin þykir eiga fína möguleika í risastórsviginu en hún vann þá grein á HM 2019. Shiffrin er einnig skráð til leiks í bruni og tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira