Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2022 11:50 Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi. Vísir/Egill Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, segir stöðuna þannig að allt sé stopp varðandi kafanir. „Það er nánast ís yfir öllu vatninu nema í víkinni þar sem við erum. Það er smá hreyfing af því þar rennur úr vatninu,“ segir Rúnar. Ísinn sé þó ekki þykkur, kannski sentímetri og gerð verði tilraun til að koma hreyfingu á ísinn. „Svo á að hlýna og þá batna kannski aðstæður.“ Von er á bátum sem geta siglt á þunnísilögðu vatninu. Ólíklegt sé að köfun geti hafist síðdegis, frekar á morgun. „Við gerum eins vel og við getum. Gerum allt sem við getum til að koma hinum látnu upp.“ Um sextíu manns koma að aðgerðum í dag en um er að ræða kafara, björgunarsveitarfólk, lögreglu, rannsóknarnefnd samgönguslysa, slökkvilið og fólk sem sinnir sjúkraflutningum. Mikill og dýr búnaður er nú á svæðinu sem Rúnar segir að sé vaktaður allan sólarhringinn. Hann áætlar nú að aðgerðum geti lokið á laugardagskvöld enda hefjist aðgerðir varla í dag. Fyrst á að ná þeim látnu upp og í framhaldinu flaki flugvélarinnar. Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, segir stöðuna þannig að allt sé stopp varðandi kafanir. „Það er nánast ís yfir öllu vatninu nema í víkinni þar sem við erum. Það er smá hreyfing af því þar rennur úr vatninu,“ segir Rúnar. Ísinn sé þó ekki þykkur, kannski sentímetri og gerð verði tilraun til að koma hreyfingu á ísinn. „Svo á að hlýna og þá batna kannski aðstæður.“ Von er á bátum sem geta siglt á þunnísilögðu vatninu. Ólíklegt sé að köfun geti hafist síðdegis, frekar á morgun. „Við gerum eins vel og við getum. Gerum allt sem við getum til að koma hinum látnu upp.“ Um sextíu manns koma að aðgerðum í dag en um er að ræða kafara, björgunarsveitarfólk, lögreglu, rannsóknarnefnd samgönguslysa, slökkvilið og fólk sem sinnir sjúkraflutningum. Mikill og dýr búnaður er nú á svæðinu sem Rúnar segir að sé vaktaður allan sólarhringinn. Hann áætlar nú að aðgerðum geti lokið á laugardagskvöld enda hefjist aðgerðir varla í dag. Fyrst á að ná þeim látnu upp og í framhaldinu flaki flugvélarinnar.
Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira