Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2022 13:40 Notkun hraðprófa hefur minnkað til muna að undanförnu. Vísir/Vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. Þetta kemur fram í svari heilsugæslunnar við fyrirspurn Félags atvinnurekenda sem hefur gert athugasemdir við að HH hafi ítrekað keypt hraðpróf án þess að bjóða kaupin út. Fram kom um miðjan janúar að Sjúkratryggingar Íslands hafi verið búnar að greiða tæpar 900 milljónir vegna hraðprófa sem tekin voru hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Heilsugæslan segir að bein innkaup sín hafi verið gerð á grundvelli ákvæðis í lögum um opinber innkaup sem heimili samningskaup án opinberrar birtingar útboðsauglýsingar þegar innkaup eru „algerlega nauðsynleg vegna aðkallandi neyðarástands sem stafar af ófyrirsjáanlegum atburðum.“ Kveðst heilsugæslan því hafa fylgt meginreglum innkaupalaga við kaupin. Fram kemur í svari heilsugæslunnar að fyrstu innkaup á hraðprófum hafi farið fram í maí síðastliðnum í kjölfar breyttrar stefnu yfirvalda um notkun hraðprófa í stað PCR-prófa vegna brottfarar frá landinu. „Voru kaupin ákveðin á fjarfundi fulltrúa HH, Heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands þann 18. maí sl. Ákvörðun um kaupin var tekin á grundvelli verðupplýsinga er bárust í kjölfar verðfyrirspurnar HH til þeirra þriggja fyrirtækja sem á þeim tíma seldu hraðpróf sem samþykkt höfðu verið af heilbrigðisráðuneytinu en við matið var aðeins litið til nefstrokuprófa.“ Yfirlit yfir kaup heilsugæslunnar á hraðprófum.HH Þurftu að bregðast skjótt við aðgerðum stjórnvalda Í ágúst tóku heilbrigðisyfirvöld þá ákvörðun að hefja notkun hraðprófa innanlands í sóttvarnaskyni og þurfti heilsugæslan þá að bregðast skjótt við. „Sendi HH í lok ágúst verðfyrirspurn til þeirra sex fyrirtækja sem seldu hraðpróf sem á þeim tíma höfðu verið samþykkt af heilbrigðisráðuneytinu en um 300.000 stk. var að ræða sem afhenda skyldi um miðjan september. Bárust stofnuninni í kjölfarið verðupplýsingar frá sex fyrirtækjum um sjö tegundir hraðprófa. Var ákvörðun um kaup tekin á grundvelli þeirra upplýsinga og niðurstaðna Veirufræðideildar Landspítala um gæði.“ Að sögn HH hófst undirbúningur gagnvirks innkaupakerfis fyrir hraðpróf í september en þegar lagerstaða var komin undir hættumörk í lok síðasta árs var aftur farið í bein innkaup í nóvember, desember og síðast 6. janúar. Var ákvörðunin byggð á því mati að afhendingartíminn yrði um tvöfalt lengri ef ákveðið væri að auglýsa innkaupin. Byggt var á sömu upplýsingum og forsendum sem notaðar voru við kaupin í ágúst. Að mati HH er ekki þörf á frekari innkaupum á hraðprófum eins og stendur en staðan verður endurmetin í samræmi við þróun faraldurs og ákvarðanir stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16 Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Þetta kemur fram í svari heilsugæslunnar við fyrirspurn Félags atvinnurekenda sem hefur gert athugasemdir við að HH hafi ítrekað keypt hraðpróf án þess að bjóða kaupin út. Fram kom um miðjan janúar að Sjúkratryggingar Íslands hafi verið búnar að greiða tæpar 900 milljónir vegna hraðprófa sem tekin voru hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Heilsugæslan segir að bein innkaup sín hafi verið gerð á grundvelli ákvæðis í lögum um opinber innkaup sem heimili samningskaup án opinberrar birtingar útboðsauglýsingar þegar innkaup eru „algerlega nauðsynleg vegna aðkallandi neyðarástands sem stafar af ófyrirsjáanlegum atburðum.“ Kveðst heilsugæslan því hafa fylgt meginreglum innkaupalaga við kaupin. Fram kemur í svari heilsugæslunnar að fyrstu innkaup á hraðprófum hafi farið fram í maí síðastliðnum í kjölfar breyttrar stefnu yfirvalda um notkun hraðprófa í stað PCR-prófa vegna brottfarar frá landinu. „Voru kaupin ákveðin á fjarfundi fulltrúa HH, Heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands þann 18. maí sl. Ákvörðun um kaupin var tekin á grundvelli verðupplýsinga er bárust í kjölfar verðfyrirspurnar HH til þeirra þriggja fyrirtækja sem á þeim tíma seldu hraðpróf sem samþykkt höfðu verið af heilbrigðisráðuneytinu en við matið var aðeins litið til nefstrokuprófa.“ Yfirlit yfir kaup heilsugæslunnar á hraðprófum.HH Þurftu að bregðast skjótt við aðgerðum stjórnvalda Í ágúst tóku heilbrigðisyfirvöld þá ákvörðun að hefja notkun hraðprófa innanlands í sóttvarnaskyni og þurfti heilsugæslan þá að bregðast skjótt við. „Sendi HH í lok ágúst verðfyrirspurn til þeirra sex fyrirtækja sem seldu hraðpróf sem á þeim tíma höfðu verið samþykkt af heilbrigðisráðuneytinu en um 300.000 stk. var að ræða sem afhenda skyldi um miðjan september. Bárust stofnuninni í kjölfarið verðupplýsingar frá sex fyrirtækjum um sjö tegundir hraðprófa. Var ákvörðun um kaup tekin á grundvelli þeirra upplýsinga og niðurstaðna Veirufræðideildar Landspítala um gæði.“ Að sögn HH hófst undirbúningur gagnvirks innkaupakerfis fyrir hraðpróf í september en þegar lagerstaða var komin undir hættumörk í lok síðasta árs var aftur farið í bein innkaup í nóvember, desember og síðast 6. janúar. Var ákvörðunin byggð á því mati að afhendingartíminn yrði um tvöfalt lengri ef ákveðið væri að auglýsa innkaupin. Byggt var á sömu upplýsingum og forsendum sem notaðar voru við kaupin í ágúst. Að mati HH er ekki þörf á frekari innkaupum á hraðprófum eins og stendur en staðan verður endurmetin í samræmi við þróun faraldurs og ákvarðanir stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16 Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16
Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30