Grunaður um að hafa leikið tveimur skjöldum til að þiggja tvöfaldar bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2022 14:19 Landsréttur stytti gæsluvarðhald yfir manninum. Vísir/Vilhelm. Gæsluvarðhald yfir erlendum manni sem grunaður er um að hafa leikið tveimur skjöldum til að svíkja út tvöfaldar bætur rennur út í dag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. janúar síðastliðinn. Á fimmtudaginn í síðustu viku fór lögreglan fram á að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. mars. Héraðsdómur féllst á það. Úrskurðinum var áfrýjað til Landsréttar sem á föstudaginn í síðustu viku stytti gæsluvarðhaldið til dagsins í dag. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögregla rannsaki meint fjársvik, skjalafals, peningaþvætti og rangan framburð mannsins fyrir stjórnvöldum á Íslandi. Myndir á umsóknum sýni að um einn og sama manninn sé að ræða Maðurinn er að mati lögreglu undir rökstuddum grun um að hafa komið fram undir tveimur nöfnum og kennitölum og þegið bætur frá Vinnumálastofnun og sveitarfélögum fyrir hvort auðkenni. Maðurinn er grunaður um að hafa þegið tvöfaldar bætur frá VinnumálastofnunVísir/Vilhelm Gögn málsins bendi hins vegar til þess að um sé að ræða einn og sama manninn og að hann hafi því þegið tvöfaldar bætur á sama tíma frá íslenska ríkinu. Fyrir liggi að auðkennin tvö séu skráð með sama heimilisfang og í einhverjum tilvikum sama símanúmer. Af myndum sem notast var við í umsóknarferli hjá yfirvöldum, sjáist einnig glöggt að um einn og sama manninn er að ræða. Vandlega falinn kassi fannst við húsleit Í janúar réðst lögreglan í húsleit hjá manninum. Þar fannst vandleg falinn kassi en í honum voru töluverðar fjárhæðir í reiðufé, fjöldi skilríka og annarra opinbera gagna. Meðal annars falsað vegabréf undir einu af því nafni sem maðurinn er sakaður um að hafa sótt bætur fyrir. Þá fannst ósvikið vegabréf frá ótilgreindu ríki sem bendi til þess að maðurinn sé í raun hvorugur þeirra sem hann hafi sótt bætur fyrir. Þá fannst einnig þriðja auðkennið sem lögreglu grunar að maðurinn hafi fengið á fölsum forsendum. Lögreglan rannsakar málið.Vísir/Vilhelm Í úrskurðinum segir að ljóst sé að maðurinn hafi verið hér á landi frá árinu 2005 og þá ýmist undir einu af þeim þremur auðkennum sem bendluð hafa verið við manninn. Sagður hafa nýtt bótagreiðslurnar til að greiða niður húsnæðislán Þar kemur einnig fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að mikið flæði sé um bankareikninga í eigu mannsins á öllum auðkennum hans. Frumskoðun hafi leitt í ljós reglulegar peningasendingar til erlendra aðila búsetta í ótilgreindum löndum. Þá hafi rannsókn málsins leitt í ljós að maðurinn eigi fasteignina sem hann býr í hér á landi, og að hann hafi reglulega greitt niður höfuðstól lánsins á henni með þeim bótagreiðslum sem hann er sakaður um að hafa svikið út með auðkennunum tveimur. Dómsmál Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. janúar síðastliðinn. Á fimmtudaginn í síðustu viku fór lögreglan fram á að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. mars. Héraðsdómur féllst á það. Úrskurðinum var áfrýjað til Landsréttar sem á föstudaginn í síðustu viku stytti gæsluvarðhaldið til dagsins í dag. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögregla rannsaki meint fjársvik, skjalafals, peningaþvætti og rangan framburð mannsins fyrir stjórnvöldum á Íslandi. Myndir á umsóknum sýni að um einn og sama manninn sé að ræða Maðurinn er að mati lögreglu undir rökstuddum grun um að hafa komið fram undir tveimur nöfnum og kennitölum og þegið bætur frá Vinnumálastofnun og sveitarfélögum fyrir hvort auðkenni. Maðurinn er grunaður um að hafa þegið tvöfaldar bætur frá VinnumálastofnunVísir/Vilhelm Gögn málsins bendi hins vegar til þess að um sé að ræða einn og sama manninn og að hann hafi því þegið tvöfaldar bætur á sama tíma frá íslenska ríkinu. Fyrir liggi að auðkennin tvö séu skráð með sama heimilisfang og í einhverjum tilvikum sama símanúmer. Af myndum sem notast var við í umsóknarferli hjá yfirvöldum, sjáist einnig glöggt að um einn og sama manninn er að ræða. Vandlega falinn kassi fannst við húsleit Í janúar réðst lögreglan í húsleit hjá manninum. Þar fannst vandleg falinn kassi en í honum voru töluverðar fjárhæðir í reiðufé, fjöldi skilríka og annarra opinbera gagna. Meðal annars falsað vegabréf undir einu af því nafni sem maðurinn er sakaður um að hafa sótt bætur fyrir. Þá fannst ósvikið vegabréf frá ótilgreindu ríki sem bendi til þess að maðurinn sé í raun hvorugur þeirra sem hann hafi sótt bætur fyrir. Þá fannst einnig þriðja auðkennið sem lögreglu grunar að maðurinn hafi fengið á fölsum forsendum. Lögreglan rannsakar málið.Vísir/Vilhelm Í úrskurðinum segir að ljóst sé að maðurinn hafi verið hér á landi frá árinu 2005 og þá ýmist undir einu af þeim þremur auðkennum sem bendluð hafa verið við manninn. Sagður hafa nýtt bótagreiðslurnar til að greiða niður húsnæðislán Þar kemur einnig fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að mikið flæði sé um bankareikninga í eigu mannsins á öllum auðkennum hans. Frumskoðun hafi leitt í ljós reglulegar peningasendingar til erlendra aðila búsetta í ótilgreindum löndum. Þá hafi rannsókn málsins leitt í ljós að maðurinn eigi fasteignina sem hann býr í hér á landi, og að hann hafi reglulega greitt niður höfuðstól lánsins á henni með þeim bótagreiðslum sem hann er sakaður um að hafa svikið út með auðkennunum tveimur.
Dómsmál Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira