Þremur náð á land og leit stendur yfir að þeim fjórða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2022 14:37 Frá aðgerðum í Þingvallavatni þar sem unnið er að því að ná þeim látnu upp úr vatninu. Vísir/Vilhelm Smákafbátur hefur verið notaður við Þingvallavatn í dag til að sækja hina látna á botn vatnsins. Smákafbáturinn var notaður vegna þess að aðstæður voru metnar verulega hættulegar fyrir kafara. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sagði í viðtali við fréttastofu á fimmta tímnum að verkefnið gengi vel og vonir stæðu til að búið væri að ná öllum fjórum úr vatninu um kvöldmatarleytið. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Odd á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu náðu kafarar upp þriðja líkinu um fimmleytið. Tafir urðu á aðgerðum í morgun þar sem Þingvallavatn var ísilagt. Um tíma þótti ólíklegt að kafað yrði eftir fjórmenningunum sem voru í flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni fimmtudaginn 5. febrúar. Nítján stiga frost var á svæðinu snemma í morgun, hreyfði varla vind og eins sentímetra lag af ís yfir þeim hluta vatnsins þar sem kafa á. Til stóð að kafarar frá Landhelgisgæslunni, slökkviliðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra myndu kafa eftir líkunum sem voru á um 35 metra dýpi. Eftir samráðsfund björgunaraðila þar sem farið var yfir aðstæður kom í ljós að aðstæður til köfunar voru verulega hættulegar vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi var kannað hvort hægt væri að beita öðrum aðferðum en áður höfðu verið planaðar. Fenginn var smákafbátur með myndvélabúnaði og griparm sem stýrt er frá pramma á yfirborði vatnsins. Smákafbáturinn sótti hina látnu niður á botn og færði upp undur yfirborð. Þar sem kafarar tóku við og komu um borð í báta sem fluttu þá í land. Á þessari stundu hefur þremur verið bjargað á land og stendur yfir leit af þeim fjórða. Að neðan má sjá myndir frá svæðinu í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 17.44 með tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Eins og sjá má er Þingvallavatn ísilagt.vísir/Vilhelm Björgunaraðilar á bát á vatninu um fjögurleytið í dag.vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi á fjórða tímanum í dag.vísir/Vilhelm Frá aðgerðarsvæðinu í morgun.Vísir/Egill Gulu tjöldin sem komið hefur verið upp þar sem kafararnir geta haldið á sér hita.Vísir/Egill Bílum lagt á svæðinu við Þingvallavatn í morgun.Vísir/Egill Fjölmiðlar mega ekki koma nær svæðinu en þar sem þessi fréttamaður stendur.vísir/Egill Notkun dróna á svæðinu er með öllu óheimil.Vísir/Egill Bátur farin út á vatnið.Vísir/egill Það snjóaði á svæðinu um hádegisbil.Vísir/egill Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50 Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. 10. febrúar 2022 10:48 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sagði í viðtali við fréttastofu á fimmta tímnum að verkefnið gengi vel og vonir stæðu til að búið væri að ná öllum fjórum úr vatninu um kvöldmatarleytið. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Odd á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu náðu kafarar upp þriðja líkinu um fimmleytið. Tafir urðu á aðgerðum í morgun þar sem Þingvallavatn var ísilagt. Um tíma þótti ólíklegt að kafað yrði eftir fjórmenningunum sem voru í flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni fimmtudaginn 5. febrúar. Nítján stiga frost var á svæðinu snemma í morgun, hreyfði varla vind og eins sentímetra lag af ís yfir þeim hluta vatnsins þar sem kafa á. Til stóð að kafarar frá Landhelgisgæslunni, slökkviliðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra myndu kafa eftir líkunum sem voru á um 35 metra dýpi. Eftir samráðsfund björgunaraðila þar sem farið var yfir aðstæður kom í ljós að aðstæður til köfunar voru verulega hættulegar vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi var kannað hvort hægt væri að beita öðrum aðferðum en áður höfðu verið planaðar. Fenginn var smákafbátur með myndvélabúnaði og griparm sem stýrt er frá pramma á yfirborði vatnsins. Smákafbáturinn sótti hina látnu niður á botn og færði upp undur yfirborð. Þar sem kafarar tóku við og komu um borð í báta sem fluttu þá í land. Á þessari stundu hefur þremur verið bjargað á land og stendur yfir leit af þeim fjórða. Að neðan má sjá myndir frá svæðinu í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 17.44 með tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Eins og sjá má er Þingvallavatn ísilagt.vísir/Vilhelm Björgunaraðilar á bát á vatninu um fjögurleytið í dag.vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi á fjórða tímanum í dag.vísir/Vilhelm Frá aðgerðarsvæðinu í morgun.Vísir/Egill Gulu tjöldin sem komið hefur verið upp þar sem kafararnir geta haldið á sér hita.Vísir/Egill Bílum lagt á svæðinu við Þingvallavatn í morgun.Vísir/Egill Fjölmiðlar mega ekki koma nær svæðinu en þar sem þessi fréttamaður stendur.vísir/Egill Notkun dróna á svæðinu er með öllu óheimil.Vísir/Egill Bátur farin út á vatnið.Vísir/egill Það snjóaði á svæðinu um hádegisbil.Vísir/egill
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50 Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. 10. febrúar 2022 10:48 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50
Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. 10. febrúar 2022 10:48