„Ég held að við eigum að aflétta öllu utan einangrunar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 17:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist þeirrar skoðunar að afnema eigi allar sóttvarnaaðgeðrir nema einangrun. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist þeirrar skoðunar að aflétta eigi öllum sóttvarnaaðgerðum utan einangrunar. Hann telur að faraldrinum ljúki hér á landi í apríl. Miklar umræður sköpuðust í vikunni um fyrirhugaða afléttingu sóttvarnaaðgerða á föstudag þegar einhverjir tóku eftir því að samkvæmt afléttingaáætlun átti að afnema sóttkví og einangrun í næsta afléttingaskrefi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hyggst kynna næsta skref núna á föstudag en hefur nú gefið út að hann sé ekki á því máli að afnema einangrun í þessu skrefi, sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók svo undir. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist þeim sammála, að einangrun eigi ekki að afnema alveg strax. Honum þyki þó tími til kominn að sóttkví heyri sögunni til. „Ég held að það sé skynsamlegt að afnema ekki einangrun alveg núna. Ég held það ætti að afnema sóttkví,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Ég held að við eigum að aflétta öllu utan einangrunar þeirra sem greinast. Þetta er ósköp einfalt. Við getum hins vegar krafist að fólk sé með sóttvarnagrímur þegar það er innandyra í stórum hópum, eins og í stórum tónleikasölum og svo framvegis, þó að ég haldi að það sé nú varla þörf á því lengur.“ Telur að einangrun líði undir lok innan fjögurra vikna Hann segir ekki ólíklegt að fljótlega fari faraldurinn að renna sitt skeið á enda hér á landi. „Mér finnst ekki ólíklegt, eins og ég hef sagt áður, að þessi faraldur verði búinn með sitt skeið þegar við erum komin inn í apríl. Við eigum kannski eftir einn mánuð af töluverðum smitum og síðan pínulítinn hala inn í apríl,“ segir Kári. Hann telur auk þess kominn tíma til að hætta skimunum fyrir veirunni á þeim skala og tíðkast hefur. „Ég held að innan fjögurra vikna verðum við búin að afnema einangrun. Ég held að það sé komið að því að við verðum að hætta þessum miklu skimunum með PCR, ósköp einfaldlega vegna þess að það sem er lagt á sig til að gera þetta er ansi mikið miðað við það sem vinnst.“ Telur PCR-prófanir óþarfar í svona miklu mæli Hann segir ástæðu þess þá að nú hafi líklega um helmingur þjóðarinnar smitast af kórónuveirunni. „Þegar við erum núna með eitthvað yfir áttatíu þúsund manns sem hafa greinst og við erum með mótefnaniðurstöður sem benda til þess að fyrir hvern þann sem greinist þá sé einn annar sem hafi smitast, þá erum við komin upp í helming þjóðarinnar sem hefur smitast. Þá er það spurningin: Hvað er það sem við vinnum með því að halda áfram með að halda áfram að skima alla þá sem finna svolítil einkenni eða hafa verið í snertingu við þá sem hafa verið með einkenni?“ spyr Kári. Þó megi að hans mati setja upp einhvers konar kerfi svo hægt sé að skima sjúklinga sem leiti á heilsugæslur og Landspítala og sömuleiðis ferðamenn á landamærunum. „Þar sem við skimum ekki þá sem eru fullbólusettir og skimum einu sinni þá sem eru ekki fullbólusettir og setjum þá ekki í sóttkví heldur leyfum þeim að ráfa um samfélagið og köllum þá svo aftur inn ef þeir reynast lasnir. Ástæðan fyrir því að við verðum að vera með einhver ráð á landamærum er að við viljum fylgjast með hvort eitthvað nýtt afbrigði er að berast inn í landið.“ Harðræði að menntskælingar fái ekki að skemmta sér Spurður að því hvort honum þyki að skemmtistaðir eigi að fá að hafa opið eins lengi og þeir vilji segir hann skoðanir sínar um það ekki endilega tengdar sóttvörnum. „Ég á svolítið erfitt með að svara því vegna þess að mér finnst ekkert endilega að við eigum að halda uppi skemmtanamenningu sem endist fram undir hádegi næsta dag, en það er annað mál,“ segir Kári en segist þó skilja vel að menntskælingar séu orðnir sólgnir í skemmtanalífið. „Mér finnst í því mjög mikið harðræði að menntaskælingar megi ekki koma saman og skemmta sér. Ekki veit ég hvernig þeir lifa það af.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00 Þórólfur og Willum sammála um að fella ekki niður einangrun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur ekki til að einangrun verði afnumin í nýju minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra segir að halda eigi í einangrun. 10. febrúar 2022 11:15 Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Miklar umræður sköpuðust í vikunni um fyrirhugaða afléttingu sóttvarnaaðgerða á föstudag þegar einhverjir tóku eftir því að samkvæmt afléttingaáætlun átti að afnema sóttkví og einangrun í næsta afléttingaskrefi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hyggst kynna næsta skref núna á föstudag en hefur nú gefið út að hann sé ekki á því máli að afnema einangrun í þessu skrefi, sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók svo undir. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist þeim sammála, að einangrun eigi ekki að afnema alveg strax. Honum þyki þó tími til kominn að sóttkví heyri sögunni til. „Ég held að það sé skynsamlegt að afnema ekki einangrun alveg núna. Ég held það ætti að afnema sóttkví,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Ég held að við eigum að aflétta öllu utan einangrunar þeirra sem greinast. Þetta er ósköp einfalt. Við getum hins vegar krafist að fólk sé með sóttvarnagrímur þegar það er innandyra í stórum hópum, eins og í stórum tónleikasölum og svo framvegis, þó að ég haldi að það sé nú varla þörf á því lengur.“ Telur að einangrun líði undir lok innan fjögurra vikna Hann segir ekki ólíklegt að fljótlega fari faraldurinn að renna sitt skeið á enda hér á landi. „Mér finnst ekki ólíklegt, eins og ég hef sagt áður, að þessi faraldur verði búinn með sitt skeið þegar við erum komin inn í apríl. Við eigum kannski eftir einn mánuð af töluverðum smitum og síðan pínulítinn hala inn í apríl,“ segir Kári. Hann telur auk þess kominn tíma til að hætta skimunum fyrir veirunni á þeim skala og tíðkast hefur. „Ég held að innan fjögurra vikna verðum við búin að afnema einangrun. Ég held að það sé komið að því að við verðum að hætta þessum miklu skimunum með PCR, ósköp einfaldlega vegna þess að það sem er lagt á sig til að gera þetta er ansi mikið miðað við það sem vinnst.“ Telur PCR-prófanir óþarfar í svona miklu mæli Hann segir ástæðu þess þá að nú hafi líklega um helmingur þjóðarinnar smitast af kórónuveirunni. „Þegar við erum núna með eitthvað yfir áttatíu þúsund manns sem hafa greinst og við erum með mótefnaniðurstöður sem benda til þess að fyrir hvern þann sem greinist þá sé einn annar sem hafi smitast, þá erum við komin upp í helming þjóðarinnar sem hefur smitast. Þá er það spurningin: Hvað er það sem við vinnum með því að halda áfram með að halda áfram að skima alla þá sem finna svolítil einkenni eða hafa verið í snertingu við þá sem hafa verið með einkenni?“ spyr Kári. Þó megi að hans mati setja upp einhvers konar kerfi svo hægt sé að skima sjúklinga sem leiti á heilsugæslur og Landspítala og sömuleiðis ferðamenn á landamærunum. „Þar sem við skimum ekki þá sem eru fullbólusettir og skimum einu sinni þá sem eru ekki fullbólusettir og setjum þá ekki í sóttkví heldur leyfum þeim að ráfa um samfélagið og köllum þá svo aftur inn ef þeir reynast lasnir. Ástæðan fyrir því að við verðum að vera með einhver ráð á landamærum er að við viljum fylgjast með hvort eitthvað nýtt afbrigði er að berast inn í landið.“ Harðræði að menntskælingar fái ekki að skemmta sér Spurður að því hvort honum þyki að skemmtistaðir eigi að fá að hafa opið eins lengi og þeir vilji segir hann skoðanir sínar um það ekki endilega tengdar sóttvörnum. „Ég á svolítið erfitt með að svara því vegna þess að mér finnst ekkert endilega að við eigum að halda uppi skemmtanamenningu sem endist fram undir hádegi næsta dag, en það er annað mál,“ segir Kári en segist þó skilja vel að menntskælingar séu orðnir sólgnir í skemmtanalífið. „Mér finnst í því mjög mikið harðræði að menntaskælingar megi ekki koma saman og skemmta sér. Ekki veit ég hvernig þeir lifa það af.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00 Þórólfur og Willum sammála um að fella ekki niður einangrun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur ekki til að einangrun verði afnumin í nýju minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra segir að halda eigi í einangrun. 10. febrúar 2022 11:15 Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00
Þórólfur og Willum sammála um að fella ekki niður einangrun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur ekki til að einangrun verði afnumin í nýju minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra segir að halda eigi í einangrun. 10. febrúar 2022 11:15
Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53